Hjólar í goðsagnir United vegna orða þeirra um Rashford Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 19:01 Marcus Rashford í leik með Manchester United. Hann og hans frammistöður á tímabilinu voru til umræðu í Stick To Football Vísir/Getty Dwaine Maynard, bróðir og umboðsmaður Marcus Rashford leikmanns Manchester United, tekur illa í gagnrýni fyrrverandi leikmanna félagsins í garð bróður síns sem virðist liða illa innan sem utan vallar þessa dagana. Í þættinum Stick To Football, sem gerður er út af Sky Sports og inniheldur gamla jálka úr ensku úrvalsdeildinni sem spekinga, ýjaði Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, að því að eitthvað amaði að Rashford. „Það er eitthvað ekki í lagi. Ekki bara tengt spilamennsku hans fyrir Manchester United. Hann virðist ekki vera ánægður. Ég horfi á hann og hef áhyggjur af honum,“ sagði Neville um Rashford í þættinum Stick To Football. Bræðurnir Dwaine Maynard og Marcus Rashford Vísir/Getty Það stingi í stúfa því Rashford hafi hjá Manchester United alist upp sem þessi glaðlyndi karakter sem bjó við mikið frelsi. Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Neville hjá Manchester United tók í sama streng og sagði Rashford þurfa gott spark í afturendann frá fólkinu sem er í kringum hann dags daglega. „Ég myndi kannski ekki segja að ég hefði áhyggjur af honum," bætti Keane við. „En maður horfir á hann og það er eitthvað sem vantar. Fólkið í kringum hann, hvort sem það er fjölskylda hans eða umboðsmaður. Hver er að stjaka við honum, gefa honum spark í afturendann? Ef þú vilt vera þessi leiðtogi, ert á þessum stóra samningi, þá fylgir því ábyrgð." Rio Ferdinand, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem var gestur í umræddum þætti, sagði Rashford þurfa að skoða náið fólkið sem hann væri með í kringum sig. Eitthvað sem margir hafa túlkað sem skot á bróður hans og umboðsmann Dwaine Maynard sem tekur svo sannarlega ekki vel í umræður þessa sparkspekinga um Rashford. „Ég átta mig fyllilega á því hvernig hlaðvarpsheimurinn virkar en ef þú hefur verulegar áhyggjur þá tekur þú upp símann og hringir,“ skrifaði Dwaine í færslu sem birtist á sögu-fítusi samfélagsmiðilsins Instagram fyrr í dag. „Við þekkjum hvor aðra, leiðir okkar hafa legið saman áður. Það að viðra áhyggjur þínar fyrir alla að heyra sem þína skoðun er vondur leikir og smellibeita í mínum augum.“ Marcus Rashford s brother on Instagram pic.twitter.com/b2C8HFwDuN— utdreport (@utdreport) April 4, 2024 Þrátt fyrir allt hefur Rashford komið að fjórtán mörkum fyrir lið Manchester United í 36 leikjum á yfirstandandi tímabili. Til mikils er ætlast af Englendingnum sem er einn launahæsti leikmaður félagsins. Rashford er á meðal varamanna Manchester United sem heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Spurningin er hvort hann nái að láti fjaðrafjokið sem vind um eyru sín þjóta og svari innan vallar. Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Í þættinum Stick To Football, sem gerður er út af Sky Sports og inniheldur gamla jálka úr ensku úrvalsdeildinni sem spekinga, ýjaði Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, að því að eitthvað amaði að Rashford. „Það er eitthvað ekki í lagi. Ekki bara tengt spilamennsku hans fyrir Manchester United. Hann virðist ekki vera ánægður. Ég horfi á hann og hef áhyggjur af honum,“ sagði Neville um Rashford í þættinum Stick To Football. Bræðurnir Dwaine Maynard og Marcus Rashford Vísir/Getty Það stingi í stúfa því Rashford hafi hjá Manchester United alist upp sem þessi glaðlyndi karakter sem bjó við mikið frelsi. Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Neville hjá Manchester United tók í sama streng og sagði Rashford þurfa gott spark í afturendann frá fólkinu sem er í kringum hann dags daglega. „Ég myndi kannski ekki segja að ég hefði áhyggjur af honum," bætti Keane við. „En maður horfir á hann og það er eitthvað sem vantar. Fólkið í kringum hann, hvort sem það er fjölskylda hans eða umboðsmaður. Hver er að stjaka við honum, gefa honum spark í afturendann? Ef þú vilt vera þessi leiðtogi, ert á þessum stóra samningi, þá fylgir því ábyrgð." Rio Ferdinand, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem var gestur í umræddum þætti, sagði Rashford þurfa að skoða náið fólkið sem hann væri með í kringum sig. Eitthvað sem margir hafa túlkað sem skot á bróður hans og umboðsmann Dwaine Maynard sem tekur svo sannarlega ekki vel í umræður þessa sparkspekinga um Rashford. „Ég átta mig fyllilega á því hvernig hlaðvarpsheimurinn virkar en ef þú hefur verulegar áhyggjur þá tekur þú upp símann og hringir,“ skrifaði Dwaine í færslu sem birtist á sögu-fítusi samfélagsmiðilsins Instagram fyrr í dag. „Við þekkjum hvor aðra, leiðir okkar hafa legið saman áður. Það að viðra áhyggjur þínar fyrir alla að heyra sem þína skoðun er vondur leikir og smellibeita í mínum augum.“ Marcus Rashford s brother on Instagram pic.twitter.com/b2C8HFwDuN— utdreport (@utdreport) April 4, 2024 Þrátt fyrir allt hefur Rashford komið að fjórtán mörkum fyrir lið Manchester United í 36 leikjum á yfirstandandi tímabili. Til mikils er ætlast af Englendingnum sem er einn launahæsti leikmaður félagsins. Rashford er á meðal varamanna Manchester United sem heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Spurningin er hvort hann nái að láti fjaðrafjokið sem vind um eyru sín þjóta og svari innan vallar.
Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira