Hjólar í goðsagnir United vegna orða þeirra um Rashford Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 19:01 Marcus Rashford í leik með Manchester United. Hann og hans frammistöður á tímabilinu voru til umræðu í Stick To Football Vísir/Getty Dwaine Maynard, bróðir og umboðsmaður Marcus Rashford leikmanns Manchester United, tekur illa í gagnrýni fyrrverandi leikmanna félagsins í garð bróður síns sem virðist liða illa innan sem utan vallar þessa dagana. Í þættinum Stick To Football, sem gerður er út af Sky Sports og inniheldur gamla jálka úr ensku úrvalsdeildinni sem spekinga, ýjaði Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, að því að eitthvað amaði að Rashford. „Það er eitthvað ekki í lagi. Ekki bara tengt spilamennsku hans fyrir Manchester United. Hann virðist ekki vera ánægður. Ég horfi á hann og hef áhyggjur af honum,“ sagði Neville um Rashford í þættinum Stick To Football. Bræðurnir Dwaine Maynard og Marcus Rashford Vísir/Getty Það stingi í stúfa því Rashford hafi hjá Manchester United alist upp sem þessi glaðlyndi karakter sem bjó við mikið frelsi. Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Neville hjá Manchester United tók í sama streng og sagði Rashford þurfa gott spark í afturendann frá fólkinu sem er í kringum hann dags daglega. „Ég myndi kannski ekki segja að ég hefði áhyggjur af honum," bætti Keane við. „En maður horfir á hann og það er eitthvað sem vantar. Fólkið í kringum hann, hvort sem það er fjölskylda hans eða umboðsmaður. Hver er að stjaka við honum, gefa honum spark í afturendann? Ef þú vilt vera þessi leiðtogi, ert á þessum stóra samningi, þá fylgir því ábyrgð." Rio Ferdinand, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem var gestur í umræddum þætti, sagði Rashford þurfa að skoða náið fólkið sem hann væri með í kringum sig. Eitthvað sem margir hafa túlkað sem skot á bróður hans og umboðsmann Dwaine Maynard sem tekur svo sannarlega ekki vel í umræður þessa sparkspekinga um Rashford. „Ég átta mig fyllilega á því hvernig hlaðvarpsheimurinn virkar en ef þú hefur verulegar áhyggjur þá tekur þú upp símann og hringir,“ skrifaði Dwaine í færslu sem birtist á sögu-fítusi samfélagsmiðilsins Instagram fyrr í dag. „Við þekkjum hvor aðra, leiðir okkar hafa legið saman áður. Það að viðra áhyggjur þínar fyrir alla að heyra sem þína skoðun er vondur leikir og smellibeita í mínum augum.“ Marcus Rashford s brother on Instagram pic.twitter.com/b2C8HFwDuN— utdreport (@utdreport) April 4, 2024 Þrátt fyrir allt hefur Rashford komið að fjórtán mörkum fyrir lið Manchester United í 36 leikjum á yfirstandandi tímabili. Til mikils er ætlast af Englendingnum sem er einn launahæsti leikmaður félagsins. Rashford er á meðal varamanna Manchester United sem heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Spurningin er hvort hann nái að láti fjaðrafjokið sem vind um eyru sín þjóta og svari innan vallar. Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Sjá meira
Í þættinum Stick To Football, sem gerður er út af Sky Sports og inniheldur gamla jálka úr ensku úrvalsdeildinni sem spekinga, ýjaði Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, að því að eitthvað amaði að Rashford. „Það er eitthvað ekki í lagi. Ekki bara tengt spilamennsku hans fyrir Manchester United. Hann virðist ekki vera ánægður. Ég horfi á hann og hef áhyggjur af honum,“ sagði Neville um Rashford í þættinum Stick To Football. Bræðurnir Dwaine Maynard og Marcus Rashford Vísir/Getty Það stingi í stúfa því Rashford hafi hjá Manchester United alist upp sem þessi glaðlyndi karakter sem bjó við mikið frelsi. Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Neville hjá Manchester United tók í sama streng og sagði Rashford þurfa gott spark í afturendann frá fólkinu sem er í kringum hann dags daglega. „Ég myndi kannski ekki segja að ég hefði áhyggjur af honum," bætti Keane við. „En maður horfir á hann og það er eitthvað sem vantar. Fólkið í kringum hann, hvort sem það er fjölskylda hans eða umboðsmaður. Hver er að stjaka við honum, gefa honum spark í afturendann? Ef þú vilt vera þessi leiðtogi, ert á þessum stóra samningi, þá fylgir því ábyrgð." Rio Ferdinand, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem var gestur í umræddum þætti, sagði Rashford þurfa að skoða náið fólkið sem hann væri með í kringum sig. Eitthvað sem margir hafa túlkað sem skot á bróður hans og umboðsmann Dwaine Maynard sem tekur svo sannarlega ekki vel í umræður þessa sparkspekinga um Rashford. „Ég átta mig fyllilega á því hvernig hlaðvarpsheimurinn virkar en ef þú hefur verulegar áhyggjur þá tekur þú upp símann og hringir,“ skrifaði Dwaine í færslu sem birtist á sögu-fítusi samfélagsmiðilsins Instagram fyrr í dag. „Við þekkjum hvor aðra, leiðir okkar hafa legið saman áður. Það að viðra áhyggjur þínar fyrir alla að heyra sem þína skoðun er vondur leikir og smellibeita í mínum augum.“ Marcus Rashford s brother on Instagram pic.twitter.com/b2C8HFwDuN— utdreport (@utdreport) April 4, 2024 Þrátt fyrir allt hefur Rashford komið að fjórtán mörkum fyrir lið Manchester United í 36 leikjum á yfirstandandi tímabili. Til mikils er ætlast af Englendingnum sem er einn launahæsti leikmaður félagsins. Rashford er á meðal varamanna Manchester United sem heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Spurningin er hvort hann nái að láti fjaðrafjokið sem vind um eyru sín þjóta og svari innan vallar.
Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Sjá meira