Innlent

Pall­borðið: Forsetakapallinn og ríkis­stjórn án Katrínar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Þ. Harðarson, Helga Vala Helgadóttir og Andrés Jónsson spáðu í spilin.
Ólafur Þ. Harðarson, Helga Vala Helgadóttir og Andrés Jónsson spáðu í spilin. Vísir/Vilhelm

Talið er næsta víst að Katrín Jakobsdóttir muni áður en vikan er úti gefa kost á sér til embætti forseta Íslands og um leið biðjast lausnar sem forsætisráðherra landsins.

Hvaða áhrif mun það hafa á ríkisstjórn landsins? Hver verður forsætisráðherra? Hvaða möguleika á Katrín í kosningaslagnum? Þessum spurningum og mörgum fleirum verður reynt að svara í Pallborði dagsins.

Andrés Jónsson almannatengill, Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingmaður og Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði verða gestir Pallborðsins nú þegar átta vikur eru þar til skýrist hver tekur við af Guðna Th. Jóhannessyni á Bessastöðum.

Er Katrín með ríka fólkið í vasanum? Er gott eða slæmt fyrir Jón Gnarr að stærstur hluti fylgis hans komi frá unga fólkinu? Af hverju býður fólk sig fram til forseta sem virðist engan möguleika eiga á að ná kjöri?

Sjá má Pallborðið í heild sinni í spilaranum að neðan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×