Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2024 10:44 Helga Vala Helgadóttir hætti á þingi á síðasta ári og sneri sér alfarið að lögmannsstörfum. Vísir/Vilhelm Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar birti pistil á Facebook síðu sinni í morgun þar sem hún spáir fyrir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Hún telur að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands síðar í vikunni. „Það mun ekki hafa áhrif á líf ríkisstjórnarinnar sem mun starfa áfram undir forystu Sigurðar Inga. Þórdís Kolbrún verður áfram fjármála og Svandís verður innviðaráðherra,“ skrifar Helga. Þá spáir hún því að Bjarkey Olsen eða Bjarni Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, muni taka við matvælaráðuneytinu og vantraustillaga gegn Svandísi Svavarsdóttur því út af borðinu. „Það er ekkert að fara að gerast í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða öðru enda kosningavetur framundan, kosið verður vorið 2025.“ Sjálfstæðis- og framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi „Af hverju er þetta svona?“ spyr Helga Vala og kemur svo sjálf með svarið. „Jú, Sjallar treysta framsókn alls ekki fyrir fjármálaráðuneytinu. Þrátt fyrir að allir fjölmiðlar hafi eingöngu fjallað um spennuna á milli XD og VG undanfarin misseri þá er það smáræði miðað við djúpgremju XD í garð Framsóknar.“ Formenn stjórnarflokkana í ríkisstjórn, þar sem sennilega er margt kraumandi undir yfirborðinu. Vísir/Vilhelm Helga segir fólk innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varla geta dvalið í sama herbergi. „Enda gerir framsókn bara það sem þeim sýnist og lofa milljörðum hægri vinstri, og ef það er ekki samþykkt við ríkisstjórnarborðið þá er bara farið til formannsins sem finnur aur í jöfnunarsjóðnum.“ Þá fullyrðir hún að forystufólk Sjálfstæðisflokksins vilji kosningar árið 2025 en ekki núna, þó stöku ráðherra sé kominn í kosningaham. „VG vill ekki kosningar núna því þau þurfa að laða að nýtt fólk í framvarðasveitina og Framsókn… tjah… þau hafa verið í kosningabaráttu undanfarna mánuði en formanninum hugnast að verða forsætisráðherra í rúmt ár.“ Þá segist Helga Vala hætt að fussa yfir offramboði kandidata í forsetambættið. „Ég ætla bara að fylgjast spennt með næstu mánuðum enda annálað kosninganörd.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Forsetakosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. 2. apríl 2024 16:53 „Veit að hún er að hugsa málið“ Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. 2. apríl 2024 19:10 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar birti pistil á Facebook síðu sinni í morgun þar sem hún spáir fyrir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Hún telur að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands síðar í vikunni. „Það mun ekki hafa áhrif á líf ríkisstjórnarinnar sem mun starfa áfram undir forystu Sigurðar Inga. Þórdís Kolbrún verður áfram fjármála og Svandís verður innviðaráðherra,“ skrifar Helga. Þá spáir hún því að Bjarkey Olsen eða Bjarni Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, muni taka við matvælaráðuneytinu og vantraustillaga gegn Svandísi Svavarsdóttur því út af borðinu. „Það er ekkert að fara að gerast í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða öðru enda kosningavetur framundan, kosið verður vorið 2025.“ Sjálfstæðis- og framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi „Af hverju er þetta svona?“ spyr Helga Vala og kemur svo sjálf með svarið. „Jú, Sjallar treysta framsókn alls ekki fyrir fjármálaráðuneytinu. Þrátt fyrir að allir fjölmiðlar hafi eingöngu fjallað um spennuna á milli XD og VG undanfarin misseri þá er það smáræði miðað við djúpgremju XD í garð Framsóknar.“ Formenn stjórnarflokkana í ríkisstjórn, þar sem sennilega er margt kraumandi undir yfirborðinu. Vísir/Vilhelm Helga segir fólk innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varla geta dvalið í sama herbergi. „Enda gerir framsókn bara það sem þeim sýnist og lofa milljörðum hægri vinstri, og ef það er ekki samþykkt við ríkisstjórnarborðið þá er bara farið til formannsins sem finnur aur í jöfnunarsjóðnum.“ Þá fullyrðir hún að forystufólk Sjálfstæðisflokksins vilji kosningar árið 2025 en ekki núna, þó stöku ráðherra sé kominn í kosningaham. „VG vill ekki kosningar núna því þau þurfa að laða að nýtt fólk í framvarðasveitina og Framsókn… tjah… þau hafa verið í kosningabaráttu undanfarna mánuði en formanninum hugnast að verða forsætisráðherra í rúmt ár.“ Þá segist Helga Vala hætt að fussa yfir offramboði kandidata í forsetambættið. „Ég ætla bara að fylgjast spennt með næstu mánuðum enda annálað kosninganörd.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Forsetakosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. 2. apríl 2024 16:53 „Veit að hún er að hugsa málið“ Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. 2. apríl 2024 19:10 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. 2. apríl 2024 16:53
„Veit að hún er að hugsa málið“ Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. 2. apríl 2024 19:10