Öxnadalsheiðin áfram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. apríl 2024 22:18 G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni sagði stöðuna ágæta þó ekki hefði tekist að opna Öxnadalsheiðina. Hún opni í fyrramálið og svo tókst að opna Fjarðarheiðina í kvöld. Vísir/Steingrímur Dúi Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun. Ófærð og slæmt veður hefur haft veruleg áhrif á ferðalög fjölda landsmanna þessa páskahelgina. Vésteinn Örn Pétursson, ræddi við G. Pétur Matthíasson, formann samskiptadeildar Vegagerðarinnar, um stöðuna. „Staðan er þannig séð ágæt. Það er búið að vera slæmt veður og slæm færð. Því miður náðum við ekki að opna Öxnadalsheiðina þó við hefðum reynt það. Staðan á morgun lítur miklu betur út, veður verður þá miklu skaplegra og við reiknum með að opna fljótlega í fyrramálið,“ sagði G. Pétur. Það hefur verið hægt að halda flestum vegum á svæðinu opnum nema heiðinni. Hefur verið svona rosalegt veður þar? „Mikill snjór og lélegt skyggni þannig menn sáu fram á að það þýddi ekkert að reyna að opna hana. Svo hefur ekki heldur bætt úr skák að þarna á Tröllaskaganum er þæfingsfærð og kannski alveg fært öllum bílum,“ sagði hann. Fólk þurfi að passa sig þegar líður á kvöldið „Svo eigum við von á smá hvelli í kvöld, aukinni úrkomu og éljagangi. Það má reikna með því að fólk þurfi að passa sig á því að þegar líður á kvöldið og þjónustu er hætt að þá verði allt ófært aftur,“ sagði G. Pétur. Þegar ég ræddi við þig áðan mæltirðu með því að fólk sem væri á verr búnum bílum færi ekki fyrir skagann og myndi frekar bíða átekta. Þú gerir ráð fyrir að það fólk geti komist heim á morgun? „Já, ég reikna með að það verði miklu betra fyrir þau að komast yfir Öxnadalsheiðina á morgun og veðrið verði betra og þá verður allt miklu auðveldara,“ sagði hann. Seyðfirðingar eru búnir að vera lokaðir inni í fjóra daga vegna þess að Fjarðarheiðin hefur verið lokuð. Í kvöldfréttum sagðist G. Pétur vonast til að það næðist að opna hana í kvöld og hún opnaði síðan rétt fyrir 22 samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Veður Samgöngur Skagafjörður Múlaþing Færð á vegum Hörgársveit Umferð Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Ófærð og slæmt veður hefur haft veruleg áhrif á ferðalög fjölda landsmanna þessa páskahelgina. Vésteinn Örn Pétursson, ræddi við G. Pétur Matthíasson, formann samskiptadeildar Vegagerðarinnar, um stöðuna. „Staðan er þannig séð ágæt. Það er búið að vera slæmt veður og slæm færð. Því miður náðum við ekki að opna Öxnadalsheiðina þó við hefðum reynt það. Staðan á morgun lítur miklu betur út, veður verður þá miklu skaplegra og við reiknum með að opna fljótlega í fyrramálið,“ sagði G. Pétur. Það hefur verið hægt að halda flestum vegum á svæðinu opnum nema heiðinni. Hefur verið svona rosalegt veður þar? „Mikill snjór og lélegt skyggni þannig menn sáu fram á að það þýddi ekkert að reyna að opna hana. Svo hefur ekki heldur bætt úr skák að þarna á Tröllaskaganum er þæfingsfærð og kannski alveg fært öllum bílum,“ sagði hann. Fólk þurfi að passa sig þegar líður á kvöldið „Svo eigum við von á smá hvelli í kvöld, aukinni úrkomu og éljagangi. Það má reikna með því að fólk þurfi að passa sig á því að þegar líður á kvöldið og þjónustu er hætt að þá verði allt ófært aftur,“ sagði G. Pétur. Þegar ég ræddi við þig áðan mæltirðu með því að fólk sem væri á verr búnum bílum færi ekki fyrir skagann og myndi frekar bíða átekta. Þú gerir ráð fyrir að það fólk geti komist heim á morgun? „Já, ég reikna með að það verði miklu betra fyrir þau að komast yfir Öxnadalsheiðina á morgun og veðrið verði betra og þá verður allt miklu auðveldara,“ sagði hann. Seyðfirðingar eru búnir að vera lokaðir inni í fjóra daga vegna þess að Fjarðarheiðin hefur verið lokuð. Í kvöldfréttum sagðist G. Pétur vonast til að það næðist að opna hana í kvöld og hún opnaði síðan rétt fyrir 22 samkvæmt vef Vegagerðarinnar.
Veður Samgöngur Skagafjörður Múlaþing Færð á vegum Hörgársveit Umferð Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira