Fótbolti

Dramatík í lokin hjá ævintýraliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Artem Dovbyk skoraði tvívegis í dag og er orðinn markahæstur í spænsku deildinni.
Artem Dovbyk skoraði tvívegis í dag og er orðinn markahæstur í spænsku deildinni. Getty/Alex Caparros

Girona er kannski að gefa aðeins eftir í titilbaráttunni á Spáni en ævintýralið vetrarins bauð hins vegar upp á ævintýraendi í dag þegar liðið tryggði sér 3-2 sigur á Real Betis í uppbótatíma.

Varamaðurinn Cristhian Stuani kom inn í leikinn á 83. mínútu eða skömmu eftir að Real Betis hafði jafnaði metin í annað skiptið. Stuani skoraði síðan sigurmarkið á annarri mínútu uppbótatímans þegar hann var réttur maður á réttum stað í frákasti.

Girona er nú sjö stigum á eftir toppliði Real Madrid og tveimur stigum á eftir Barelona sem er í öðru sætinu.

Girona hafði aðeins unnið tvo af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og sigurinn var því nauðsynlegur.

Girona komust reyndar þrisvar yfir í leiknum en leikmenn Betis jöfnuðu í tvö fyrstu skiptin.

Artem Dovbyk kom Girona í 1-0 á 36. mínútu með marki úr vítaspyrnu en Willian Jose jafnaði metin í uppbótatíma fyrri hálfleiks.

Í seinni hálfleiknum Dovbyk Girona aftur yfir á 65.mínútu en Willian Jose jafnaði metin ellefu mínútum síðar.

Dovbyk er nú markahæstur í spænsku deildinni með sextán mörk en hann deilir efsta sætinu með Jude Bellingham hjá Real Madrid og hjá Ante Budimir hjá Osasuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×