Fótbolti

Ísak skoraði en liðið fékk skell: Sjáðu markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Andri Sigurgeirsson lék áður með Stjörnunni.
Ísak Andri Sigurgeirsson lék áður með Stjörnunni. Vísir/Hulda Margrét

Ísak Andri Sigurgeirsson var á skotskónum með Norrköping í sænsku deildinni í dag en liðið fékk hins vegar stóran skell á heimavelli sínum.

Malmö mætti norður til Norrköping og vann 5-0 sigur en þetta var setningarleikur tímabilsins.

Það er óhætt að segja að Malmö menn mæti tilbíúnir til leiks því þeir voru komnir í 3-0 í hálfleik og í 5-0 eftir 76 mínútur.

Ísak Andri kom inn á sem varamaður á 71. mínútu og minnkaði muninn í 5-1 á 87. mínútu eftir stoðsendinug frá Daniel Fritz Eid.

Markið má sjá hér fyrir neðan en Ísak skoraði það með laglegu skoti í fjærhornið.

Fimm mismundandi leikmenn skoruði fyrir Malmö liðið eða þeir Isaac Thelin, Erik Botheim, Sebastian Nanasi, Sören Rieks og Stefano Holmquist Vecchia.

Arnór Ingvi Traustason lék ekki með Norrköping en hann var veikur.

Daníel Tristan Guðjohnsen spilaði ekki með Malmö vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×