„Ég er tilbúinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2024 08:00 José Mourinho vill þjálfa aftur í sumar. EPA-EFE/ANGELO CARCONI José Mourinho er tilbúinn í næstu áskorun. Þessu greinir Portúgalinn frá í viðtali. Mourinho var sagt upp sem þjálfara Roma á Ítalíu í lok janúar en hann hafði stýrt liðinu frá sumrinu 2021. Hann stýrði liðinu til sigurs í Sambandsdeild Evrópu á sinni fyrstu leiktíð, sem var fyrsti bikar félagsins í ellefu ár. Félagið fór svo í úrslit Evrópudeildarinnar síðasta vor en tapaði þar fyrir Sevilla eftir vítaspyrnukeppni. Það hallaði undan færi á yfirstandandi leiktíð og tekin sú ákvörðun að láta Portúgalann fara. Hann kveðst hins vegar tilbúinn í næsta verkefni. „Ég er tilbúinn að byrja aftur. Oft þegar leiðir skilja við félag þarf að taka tíma í að hugsa málin og hvíla sig. Ég þarf þess ekki, ég var klár degi eftir að ég fór. Ég er tilbúinn,“ segir Mourinho í viðtali við Fabrizio Romano. EXCLUSIVE - José Mourinho: I m ready to start again. I don t need to rest or think as usually happens... I'm ready . I feel strong and good, I m really ready. But I don t want to make the wrong choice . I have to be patient. My objective is to start again next summer . pic.twitter.com/NwWQO9J2Gj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 26, 2024 „Mér líður vel, ég er sterkur og virkilega tilbúinn. Ég elska þessa vinnu. En ég vil ekki velja rangan kost og get ekki valið hvað sem er bara vegna ástríðunnar sem ég hef fyrir því að byrja aftur. Ég þarf því að vera þolinmóður,“ „Yfirleitt gerist ekki margt í þjálfaramálum í mars eða apríl. Markmiðið er að byrja aftur næsta sumar,“ segir Mourinho. Mourinho er á meðal sigursælari stjóra sögunnar og hefur rakað inn titlum með Porto, Chelsea, Real Madrid, Inter Milan og Manchester United. Það hefur hins vegar hægt á titlasöfnuninni síðustu ár og hefur hann ekki stýrt liði til deildartitils síðan 2015 þegar Chelsea vann ensku deildina. Fótbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Sjá meira
Mourinho var sagt upp sem þjálfara Roma á Ítalíu í lok janúar en hann hafði stýrt liðinu frá sumrinu 2021. Hann stýrði liðinu til sigurs í Sambandsdeild Evrópu á sinni fyrstu leiktíð, sem var fyrsti bikar félagsins í ellefu ár. Félagið fór svo í úrslit Evrópudeildarinnar síðasta vor en tapaði þar fyrir Sevilla eftir vítaspyrnukeppni. Það hallaði undan færi á yfirstandandi leiktíð og tekin sú ákvörðun að láta Portúgalann fara. Hann kveðst hins vegar tilbúinn í næsta verkefni. „Ég er tilbúinn að byrja aftur. Oft þegar leiðir skilja við félag þarf að taka tíma í að hugsa málin og hvíla sig. Ég þarf þess ekki, ég var klár degi eftir að ég fór. Ég er tilbúinn,“ segir Mourinho í viðtali við Fabrizio Romano. EXCLUSIVE - José Mourinho: I m ready to start again. I don t need to rest or think as usually happens... I'm ready . I feel strong and good, I m really ready. But I don t want to make the wrong choice . I have to be patient. My objective is to start again next summer . pic.twitter.com/NwWQO9J2Gj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 26, 2024 „Mér líður vel, ég er sterkur og virkilega tilbúinn. Ég elska þessa vinnu. En ég vil ekki velja rangan kost og get ekki valið hvað sem er bara vegna ástríðunnar sem ég hef fyrir því að byrja aftur. Ég þarf því að vera þolinmóður,“ „Yfirleitt gerist ekki margt í þjálfaramálum í mars eða apríl. Markmiðið er að byrja aftur næsta sumar,“ segir Mourinho. Mourinho er á meðal sigursælari stjóra sögunnar og hefur rakað inn titlum með Porto, Chelsea, Real Madrid, Inter Milan og Manchester United. Það hefur hins vegar hægt á titlasöfnuninni síðustu ár og hefur hann ekki stýrt liði til deildartitils síðan 2015 þegar Chelsea vann ensku deildina.
Fótbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Fleiri fréttir „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Sjá meira