„Ég er tilbúinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2024 08:00 José Mourinho vill þjálfa aftur í sumar. EPA-EFE/ANGELO CARCONI José Mourinho er tilbúinn í næstu áskorun. Þessu greinir Portúgalinn frá í viðtali. Mourinho var sagt upp sem þjálfara Roma á Ítalíu í lok janúar en hann hafði stýrt liðinu frá sumrinu 2021. Hann stýrði liðinu til sigurs í Sambandsdeild Evrópu á sinni fyrstu leiktíð, sem var fyrsti bikar félagsins í ellefu ár. Félagið fór svo í úrslit Evrópudeildarinnar síðasta vor en tapaði þar fyrir Sevilla eftir vítaspyrnukeppni. Það hallaði undan færi á yfirstandandi leiktíð og tekin sú ákvörðun að láta Portúgalann fara. Hann kveðst hins vegar tilbúinn í næsta verkefni. „Ég er tilbúinn að byrja aftur. Oft þegar leiðir skilja við félag þarf að taka tíma í að hugsa málin og hvíla sig. Ég þarf þess ekki, ég var klár degi eftir að ég fór. Ég er tilbúinn,“ segir Mourinho í viðtali við Fabrizio Romano. EXCLUSIVE - José Mourinho: I m ready to start again. I don t need to rest or think as usually happens... I'm ready . I feel strong and good, I m really ready. But I don t want to make the wrong choice . I have to be patient. My objective is to start again next summer . pic.twitter.com/NwWQO9J2Gj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 26, 2024 „Mér líður vel, ég er sterkur og virkilega tilbúinn. Ég elska þessa vinnu. En ég vil ekki velja rangan kost og get ekki valið hvað sem er bara vegna ástríðunnar sem ég hef fyrir því að byrja aftur. Ég þarf því að vera þolinmóður,“ „Yfirleitt gerist ekki margt í þjálfaramálum í mars eða apríl. Markmiðið er að byrja aftur næsta sumar,“ segir Mourinho. Mourinho er á meðal sigursælari stjóra sögunnar og hefur rakað inn titlum með Porto, Chelsea, Real Madrid, Inter Milan og Manchester United. Það hefur hins vegar hægt á titlasöfnuninni síðustu ár og hefur hann ekki stýrt liði til deildartitils síðan 2015 þegar Chelsea vann ensku deildina. Fótbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Sjá meira
Mourinho var sagt upp sem þjálfara Roma á Ítalíu í lok janúar en hann hafði stýrt liðinu frá sumrinu 2021. Hann stýrði liðinu til sigurs í Sambandsdeild Evrópu á sinni fyrstu leiktíð, sem var fyrsti bikar félagsins í ellefu ár. Félagið fór svo í úrslit Evrópudeildarinnar síðasta vor en tapaði þar fyrir Sevilla eftir vítaspyrnukeppni. Það hallaði undan færi á yfirstandandi leiktíð og tekin sú ákvörðun að láta Portúgalann fara. Hann kveðst hins vegar tilbúinn í næsta verkefni. „Ég er tilbúinn að byrja aftur. Oft þegar leiðir skilja við félag þarf að taka tíma í að hugsa málin og hvíla sig. Ég þarf þess ekki, ég var klár degi eftir að ég fór. Ég er tilbúinn,“ segir Mourinho í viðtali við Fabrizio Romano. EXCLUSIVE - José Mourinho: I m ready to start again. I don t need to rest or think as usually happens... I'm ready . I feel strong and good, I m really ready. But I don t want to make the wrong choice . I have to be patient. My objective is to start again next summer . pic.twitter.com/NwWQO9J2Gj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 26, 2024 „Mér líður vel, ég er sterkur og virkilega tilbúinn. Ég elska þessa vinnu. En ég vil ekki velja rangan kost og get ekki valið hvað sem er bara vegna ástríðunnar sem ég hef fyrir því að byrja aftur. Ég þarf því að vera þolinmóður,“ „Yfirleitt gerist ekki margt í þjálfaramálum í mars eða apríl. Markmiðið er að byrja aftur næsta sumar,“ segir Mourinho. Mourinho er á meðal sigursælari stjóra sögunnar og hefur rakað inn titlum með Porto, Chelsea, Real Madrid, Inter Milan og Manchester United. Það hefur hins vegar hægt á titlasöfnuninni síðustu ár og hefur hann ekki stýrt liði til deildartitils síðan 2015 þegar Chelsea vann ensku deildina.
Fótbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Sjá meira