546 Grindvíkingar vilja selja Þórkötlu húsið sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2024 15:04 Frá Grindavík í vikunni þar sem jörðin gaf sig undan vinnuvél við jarðvegsprófun. Vísir/ArnarHalldórs Alls hafa 546 Grindvíkingar óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt. Þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna stefnir félagið enn að því að hefja kaupin í byrjun apríl. Þetta kemur fram á vef Ísland.is. Þar segir að vinna standi yfir hjá félaginu, Stafrænu Íslandi og sýslumönnum við undirbúning á uppgreiðslu lána, afléttingu kvaða og nauðsynlega skjalagerð. Mörgum fyrirspurnum frá Grindvíkingum hafi verið svarað og unnið sé að greiningu og flokkun umsókna. Fasteignafélagið Þórkatla var stofnað af ríkinu í þeim tilgangi að sjá um kaup og rekstur fasteigna í Grindavík fyrir hönd ríkissjóðs. Örn Viðar Skúlason er nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Í ljósi fjölda umsókna og fyrirspurna vill félagið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Við forgangsröðun kaupanna verður í flestum tilvikum miðað við dagsetningu umsóknar í stafræna umsóknarkerfinu sem sett var upp sérstaklega fyrir verkefnið. Við þá flokkun verður þó tekið tillit til þeirra sem ekki gátu klárað umsókn vegna tæknilegra ágalla fyrstu dagana eftir að opnað var fyrir stafrænar umsóknir, en hafa síðar gengið frá umsókn sinni. Í tilviki þeirra sem óskað hafa eftir undanþágu frá skilyrði um lögheimili í íbúðarhúsnæði kallar afgreiðslan á sérstaka skoðun á aðstæðum umsækjanda. Komi til þess að félagið telji ekki skilyrði til að fallast á undanþágubeiðnina mun umsækjanda gefast kostur á að andmæla áður en félagið tekur ákvörðun. Í tilviki húsa í smíðum mun afgreiðslan kalla á sérstaka skoðun á húsbyggingunni af hálfu félagsins. Slík skoðun verður framkvæmd í samráði við eigendur. Stefnt er að því að vinna við þær umsóknir hefjist upp úr miðjum apríl. Félagið hefur hafið samtal við Búmenn hsf. um lausn mála fyrir búseturéttarhafa. Lögð verður áhersla á að hraða málinu, en ólíklegt er að endanleg lausn fyrir búseturéttarhafa liggi fyrir, fyrr en í maí. Þrátt fyrir nokkur sérkenni lúta kaup félagsins á íbúðarhúsnæði í Grindavík í öllum meginatriðum sömu reglum og gilda í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. Félagið hefur einsett sér að eiga gott samstarf við núverandi eigendur íbúðarhúsnæðis við framkvæmd kaupanna. Ætlunin er að koma til móts við óskir eigenda um leigu eða eftir atvikum önnur afnot og/eða aðgengi að hinu selda húsnæði. Unnt verður að semja um slíkt fyrir afhendingu eða síðar. Unnið er að útfærslu á fyrirkomulagi leigu og öðrum skilmálum og verður upplýst um þau atriði í byrjun apríl. Í reglugerð um framkvæmd kaupanna segir að afhendingardagur húsnæðis skuli vera 1 – 3 mánuðum eftir undirritun kaupsamninga. Þannig má reikna með að fyrstu eignirnar verði afhentar fasteignafélaginu í byrjun maí. Endanlegur afhendingardagur verður ákveðinn í samráði við seljendur. Grindavík Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Ísland.is. Þar segir að vinna standi yfir hjá félaginu, Stafrænu Íslandi og sýslumönnum við undirbúning á uppgreiðslu lána, afléttingu kvaða og nauðsynlega skjalagerð. Mörgum fyrirspurnum frá Grindvíkingum hafi verið svarað og unnið sé að greiningu og flokkun umsókna. Fasteignafélagið Þórkatla var stofnað af ríkinu í þeim tilgangi að sjá um kaup og rekstur fasteigna í Grindavík fyrir hönd ríkissjóðs. Örn Viðar Skúlason er nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Í ljósi fjölda umsókna og fyrirspurna vill félagið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Við forgangsröðun kaupanna verður í flestum tilvikum miðað við dagsetningu umsóknar í stafræna umsóknarkerfinu sem sett var upp sérstaklega fyrir verkefnið. Við þá flokkun verður þó tekið tillit til þeirra sem ekki gátu klárað umsókn vegna tæknilegra ágalla fyrstu dagana eftir að opnað var fyrir stafrænar umsóknir, en hafa síðar gengið frá umsókn sinni. Í tilviki þeirra sem óskað hafa eftir undanþágu frá skilyrði um lögheimili í íbúðarhúsnæði kallar afgreiðslan á sérstaka skoðun á aðstæðum umsækjanda. Komi til þess að félagið telji ekki skilyrði til að fallast á undanþágubeiðnina mun umsækjanda gefast kostur á að andmæla áður en félagið tekur ákvörðun. Í tilviki húsa í smíðum mun afgreiðslan kalla á sérstaka skoðun á húsbyggingunni af hálfu félagsins. Slík skoðun verður framkvæmd í samráði við eigendur. Stefnt er að því að vinna við þær umsóknir hefjist upp úr miðjum apríl. Félagið hefur hafið samtal við Búmenn hsf. um lausn mála fyrir búseturéttarhafa. Lögð verður áhersla á að hraða málinu, en ólíklegt er að endanleg lausn fyrir búseturéttarhafa liggi fyrir, fyrr en í maí. Þrátt fyrir nokkur sérkenni lúta kaup félagsins á íbúðarhúsnæði í Grindavík í öllum meginatriðum sömu reglum og gilda í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. Félagið hefur einsett sér að eiga gott samstarf við núverandi eigendur íbúðarhúsnæðis við framkvæmd kaupanna. Ætlunin er að koma til móts við óskir eigenda um leigu eða eftir atvikum önnur afnot og/eða aðgengi að hinu selda húsnæði. Unnt verður að semja um slíkt fyrir afhendingu eða síðar. Unnið er að útfærslu á fyrirkomulagi leigu og öðrum skilmálum og verður upplýst um þau atriði í byrjun apríl. Í reglugerð um framkvæmd kaupanna segir að afhendingardagur húsnæðis skuli vera 1 – 3 mánuðum eftir undirritun kaupsamninga. Þannig má reikna með að fyrstu eignirnar verði afhentar fasteignafélaginu í byrjun maí. Endanlegur afhendingardagur verður ákveðinn í samráði við seljendur.
Grindavík Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira