Mikilvægt að upplýsa málið svo aðrir sjái sér ekki leik á borði Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2024 13:19 Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar sóttu spilakassafé á Videomarkaðinn í Hamraborg í fyrradag áður en þeir fóru á Catalinu hinum megin við götuna í sömu erindagjörðum. Þar létu þjófarnir til skarar skríða. Vísir/arnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. Afbrotafræðingur segir mjög mikilvægt að málið verði upplýst, svo þeim skilaboðum verði komið á framæri að rán sem þessi borgi sig ekki. Tveir menn stálu peningatöskum með fé úr spilakössum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag. Ránið er talið þaulskipulagt og voru þjófarnir innan við mínútu að athafna sig á vettvangi. Lögregla telur að þeir hafi haft á brott með sér 20 til 30 milljónir króna en nákvæm upphæð hefur þó ekki fengist staðfest hjá Happdrætti Háskólans, sem á féð. Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi segir rannsókn málsins í fullum gangi. Lögregla hafi fengið ábendingar síðan í gær og vinni út frá þeim. Þjófarnir gangi þó enn lausir og ekki er heldur vitað um féð. Ekki sé vitað hvort þjófarnir hafi mögulega komist úr landi. Þá vill Heimir ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að þjófarnir náist. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur.Vísir/arnar Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir málið afar óvenjulegt. Rán á peningaflutningabílum hafi ekki tíðkast hér á landi. „Annað líka sem er óvenjulegt við þetta er þetta harkalega handbragð á þessu öllu saman. En það má segja líka að það eru engir líf eða limir í hættu en þarna eru stórir fjármunir í húfi og þar hafa viðkomandi talið að þarna væri eftir miklu að slægjast og einhver undirbúningur hafi verið þar að baki,“ segir Helgi. „Ef við tökum þessi rán hjá okkur á Íslandi, þá fengum við í upphafi aldarinnar smásölurán og jafnvel bankarán en þar voru lægri upphæðir í húfi. En þar var líka þessi líkamshætta í gangi, sem virðist ekki hafa verið að þessu sinni.“ Eins og í málunum sem upp komu um aldamótin sé mikilvægt að þjófarnir finnist - svo aðrir horfi ekki til þess að fara að fordæmi þeirra. „Það skiptir mjög miklu máli að upplýsa þessi mál, að koma þeim skilaboðum á framfæri að þetta borgi sig ekki. Og varðandi verðmætaflutningana þá finnst mér líklegt að menn muni að einhverju leyti fara yfir verklagið hjá sér en þetta hafa samt sem áður verið flutningar sem hafa verið áfallalausir þannig að það er ekki endilega víst að það þurfi að breyta miklu til.“ Lögreglumál Kópavogur Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14 Hafi líklega keyrt Yarisinn smá spotta og síðan skipt um bíl „Þetta er nú bara bíll. Það er ekkert flókið að fylgjast með nokkrum sinnum, og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held að við séum búin að vera með verðmætaflutninga á Íslandi í allavega þrjátíu til fjörutíu ár,“ sagði Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur. 27. mars 2024 09:57 Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira
Tveir menn stálu peningatöskum með fé úr spilakössum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag. Ránið er talið þaulskipulagt og voru þjófarnir innan við mínútu að athafna sig á vettvangi. Lögregla telur að þeir hafi haft á brott með sér 20 til 30 milljónir króna en nákvæm upphæð hefur þó ekki fengist staðfest hjá Happdrætti Háskólans, sem á féð. Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi segir rannsókn málsins í fullum gangi. Lögregla hafi fengið ábendingar síðan í gær og vinni út frá þeim. Þjófarnir gangi þó enn lausir og ekki er heldur vitað um féð. Ekki sé vitað hvort þjófarnir hafi mögulega komist úr landi. Þá vill Heimir ekki tjá sig um það hvort hann sé bjartsýnn á að þjófarnir náist. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur.Vísir/arnar Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur segir málið afar óvenjulegt. Rán á peningaflutningabílum hafi ekki tíðkast hér á landi. „Annað líka sem er óvenjulegt við þetta er þetta harkalega handbragð á þessu öllu saman. En það má segja líka að það eru engir líf eða limir í hættu en þarna eru stórir fjármunir í húfi og þar hafa viðkomandi talið að þarna væri eftir miklu að slægjast og einhver undirbúningur hafi verið þar að baki,“ segir Helgi. „Ef við tökum þessi rán hjá okkur á Íslandi, þá fengum við í upphafi aldarinnar smásölurán og jafnvel bankarán en þar voru lægri upphæðir í húfi. En þar var líka þessi líkamshætta í gangi, sem virðist ekki hafa verið að þessu sinni.“ Eins og í málunum sem upp komu um aldamótin sé mikilvægt að þjófarnir finnist - svo aðrir horfi ekki til þess að fara að fordæmi þeirra. „Það skiptir mjög miklu máli að upplýsa þessi mál, að koma þeim skilaboðum á framfæri að þetta borgi sig ekki. Og varðandi verðmætaflutningana þá finnst mér líklegt að menn muni að einhverju leyti fara yfir verklagið hjá sér en þetta hafa samt sem áður verið flutningar sem hafa verið áfallalausir þannig að það er ekki endilega víst að það þurfi að breyta miklu til.“
Lögreglumál Kópavogur Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14 Hafi líklega keyrt Yarisinn smá spotta og síðan skipt um bíl „Þetta er nú bara bíll. Það er ekkert flókið að fylgjast með nokkrum sinnum, og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held að við séum búin að vera með verðmætaflutninga á Íslandi í allavega þrjátíu til fjörutíu ár,“ sagði Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur. 27. mars 2024 09:57 Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira
Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14
Hafi líklega keyrt Yarisinn smá spotta og síðan skipt um bíl „Þetta er nú bara bíll. Það er ekkert flókið að fylgjast með nokkrum sinnum, og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Ég held að við séum búin að vera með verðmætaflutninga á Íslandi í allavega þrjátíu til fjörutíu ár,“ sagði Eyþór Víðisson, öryggis- og löggæslufræðingur. 27. mars 2024 09:57
Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. 26. mars 2024 20:41