Töskurnar fundust tómar á þremur mismunandi stöðum Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. mars 2024 20:41 Töskurnar sjö fundust á þremur mismunandi stöðum. Grafík/Sara Þjófar sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna ganga enn lausir og peningarnir hafa heldur ekki fundist. Töskurnar sjö sem geymdu fjármunina eru allar fundnar. Tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela. Spilakassafénu var stolið úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í gærmorgun en málið rataði ekki í fjölmiðla fyrr en í morgun, um sólarhring síðar. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar komu fyrst við á Videomarkaðnum í Hamraborg í gærmorgun til að sækja peninga úr spilakössum. Þeir fóru svo inn á Catalinu í sömu erindagjörðum og það var þá sem þjófarnir komu fyrir horn, og létu til skarar skríða. Upptaka er til af ráninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem lýst var eftir um hádegisbil í gær, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan Catalinu. „Þeir brjóta rúðu, afturrúðu á bílnum, komast þannig inn í hann og taka þarna nokkrar töskur, sjö töskur, fimm tómar en peningar í tveimur,“ segir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi. Þjófarnir hafi ekki verið mikið lengur en 40 sekúndur að athafna sig. Töskurnar opnaðar með slípirokk Rannsóknin hefur gengið hægt en síðdegis í dag var lýst eftir þessum tveimur mönnum á gráum Toyota Yaris, sem samkvæmt heimildum fréttastofu tengast rannsókn málsins. Töskurnar sjö eru allar fundnar; tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela, ekki langt frá Ístaki, að sögn lögreglu. „Það var búið að opna allar töskurnar með slípirokk, skera í sundur og engin verðmæti eftir,“ segir Heimir. Heildarupphæð fjármunanna hafi ekki verið staðfest, en um 20 til 30 milljónir hafi verið í töskunum. Þær eru búnar sérstökum litasprengjum sem eiga að springa yfir verðmæti, sé reynt að brjótast inn í töskurnar. Heimir segir vísbendingar um að sprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum - en ekki öllum. „Ég man ekki eftir svipuðu atviki. Ekki svona í bíl en auðvitað hefur verið farið inn í banka og fleira. Og við eigum gömul mál varðandi svoleiðis. En ég man ekki eftir svipuðu.“ Forsvarsmenn Öryggismiðstöðvarinnar verjast allra fregna af málinu en sendu þó frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem þeir staðfestu að brotist hefði verið inn í bíl fyrirtækisins. Öll verðmæti séu tryggð gagnvart viðskiptavinum og atvik sem þessi leiði alltaf til ítarlegrar skoðunar á verklagsferlum. Forstjóri Happdrætti Háskólans staðfesti í dag að peningarnir væru úr spilakössum þeirra. Upphæðin sem stolið var hefur hins vegar ekki fengist staðfest hjá Happdrættinu. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan lýsir eftir þjófunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 17:17 Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Spilakassafénu var stolið úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í gærmorgun en málið rataði ekki í fjölmiðla fyrr en í morgun, um sólarhring síðar. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar komu fyrst við á Videomarkaðnum í Hamraborg í gærmorgun til að sækja peninga úr spilakössum. Þeir fóru svo inn á Catalinu í sömu erindagjörðum og það var þá sem þjófarnir komu fyrir horn, og létu til skarar skríða. Upptaka er til af ráninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem lýst var eftir um hádegisbil í gær, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan Catalinu. „Þeir brjóta rúðu, afturrúðu á bílnum, komast þannig inn í hann og taka þarna nokkrar töskur, sjö töskur, fimm tómar en peningar í tveimur,“ segir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi. Þjófarnir hafi ekki verið mikið lengur en 40 sekúndur að athafna sig. Töskurnar opnaðar með slípirokk Rannsóknin hefur gengið hægt en síðdegis í dag var lýst eftir þessum tveimur mönnum á gráum Toyota Yaris, sem samkvæmt heimildum fréttastofu tengast rannsókn málsins. Töskurnar sjö eru allar fundnar; tvær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa uppi við Esjumela, ekki langt frá Ístaki, að sögn lögreglu. „Það var búið að opna allar töskurnar með slípirokk, skera í sundur og engin verðmæti eftir,“ segir Heimir. Heildarupphæð fjármunanna hafi ekki verið staðfest, en um 20 til 30 milljónir hafi verið í töskunum. Þær eru búnar sérstökum litasprengjum sem eiga að springa yfir verðmæti, sé reynt að brjótast inn í töskurnar. Heimir segir vísbendingar um að sprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum - en ekki öllum. „Ég man ekki eftir svipuðu atviki. Ekki svona í bíl en auðvitað hefur verið farið inn í banka og fleira. Og við eigum gömul mál varðandi svoleiðis. En ég man ekki eftir svipuðu.“ Forsvarsmenn Öryggismiðstöðvarinnar verjast allra fregna af málinu en sendu þó frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem þeir staðfestu að brotist hefði verið inn í bíl fyrirtækisins. Öll verðmæti séu tryggð gagnvart viðskiptavinum og atvik sem þessi leiði alltaf til ítarlegrar skoðunar á verklagsferlum. Forstjóri Happdrætti Háskólans staðfesti í dag að peningarnir væru úr spilakössum þeirra. Upphæðin sem stolið var hefur hins vegar ekki fengist staðfest hjá Happdrættinu.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan lýsir eftir þjófunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 17:17 Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Lögreglan lýsir eftir þjófunum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir tveimur mönnum. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt tuttugu til þrjátíu milljónum úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 17:17
Fundu töskurnar í Mosfellsbæ en þjófarnir enn týndir Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum. 26. mars 2024 14:06