Hæstiréttur bannar síþrotamanni að stunda rekstur Árni Sæberg skrifar 27. mars 2024 13:58 Hæstiréttur féllst ekki á að óheimilt hafi verið að beita lögum sem sett voru eftir að atvik málsins áttu sér stað. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára atvinnurekstrarbann manns sem hefur verið í forsvari fyrir níu félög sem enduðu í gjaldþroti. Þrotabú einkahlutafélags sem maðurinn átti einn fór fram á bannið en lýstar kröfur í búið nema ríflega 300 milljónum króna. Maðurinn var úrskurðaður í þriggja ára atvinnurekstrarbann í héraði og fyrir Landsrétti. Bannið byggir á nýlegu ákvæði laga um gjaldþrotaskipti og fleira og því féllst Hæstiréttur á að taka mál mannsins fyrir. Í ákvörðun Hæstaréttar sagði að maðurinn hafi byggt á því í málskotsbeiðni sinni að málið varði mikilvæga háttsemi og hafi ríkt fordæmisgildi þar sem kæruefnið varði nýja löggjöf um atvinnurekstrarbann. Hann hafi vísað til þess annars vegar að mikilvægt væri að Hæstiréttur leysti úr því hvort hin nýju réttarúrræði teljist til refsikenndra viðurlaga og hins vegar að áríðandi væri að Hæstiréttur kvæði upp úr hvort og með hvaða hætti lög um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti og fleira, sem kennd eru við kennitöluflakk, gildi með afturvirkum hætti. Hvorki refsing né refsikennd viðurlög Í niðurstöðukafla Hæstaréttar segir að samkvæmt ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti og fleira sé atvinnubanni einvörðungu ætlað að vera tímabundið og vara mest í þrjú ár. Því sé ætlað með skjótvirkum hætti að vernda kröfuhafa og samfélagið í heild fyrir hættu á tapi sem getur hlotist vegna reksturs félags með takmarkaðri ábyrgð. Þá sé þeim einstaklingum sem sæta atvinnurekstrarbanni ekki óheimilt að stofna eða eiga hlut í slíku félagi meðan á banninu stendur, svo fremi þeir komi ekki að stjórnun þess. Jafnframt geti einstaklingur sem sætir banni eftir sem áður rekið félag með persónulegri og ótakmarkaðri ábyrgð. Með hliðsjón af svokölluðum Engel-viðmiðum um það hvenær maður er talinn borinn sökum um refsiverða háttsemi, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur lagt til grundvallar í slíkum málum, og heildarmati á þeim í ljósi atvika málsins, feli atvinnurekstrarbann það sem manninum var gert að sæta með hinum kærða úrskurði hvorki í sér refsingu né refsikennd viðurlög. Af því leiði að ekki þurfi að leysa úr þeirri málsástæðu mannsins að um afturvirka refsingu hafi verið að ræða. Má beita úrræði sem varð til eftir gjaldþrot Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að úr því leystu þurfi næst að taka til skoðunar þá málsástæðu mannsins að óheimilt sé að byggja ákvörðun um atvinnurekstrarbann samkvæmt ákvæðum breytingarlaganna á háttsemi sem átti sér stað fyrir gildistöku laganna. Bú félagsins sem um ræðir hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember árið 2022. Lög um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti og fleira, þar sem ákvæði um atvinnurekstrarbann var kynnt til sögunnar, hafi tekið gildi í byrjun janúar árið 2023. Sú meginregla gildi að almennt skuli lög ekki vera afturvirk. Sú regla sé þó ekki fortakslaus. Í þeim tilvikum þegar lög geyma nýmæli og reglur, þar sem engra slíkra naut við samkvæmt eldri löggjöf, skuli hinum nýju lögum beitt um öll lögskipti og réttindi manna sem undir hin nýju ákvæði falla þótt upphaf þeirra megi rekja til gildistíma eldri laga. Þessi regla eigi sér stoð í því að löggjafinn hafi svigrúm til þess að skipa málum og koma á umbótum sem æskilegar eru taldar. Ekki megi reisa löggjafanum of þröngar skorður við því að breyta lögum eftir þörfum hverju sinni þótt það kunni að valda óvissu um stöðu þeirra sem gert hafa áætlanir og ráðstafanir á grundvelli eldri laga. Ekki svo íþyngjandi Í dóminum segir að eins og fram komi í lögskýringargögnum með breytingarlögunum felist í atvinnurekstrarbanni ákveðnar skorður við atvinnufrelsi manna sem verndar njóti samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar. Svo sem fram kemur í ákvæðinu geti almannahagsmunir krafist þess að slíkar skorður séu settar með lögum og löggjafinn hafi svigrúm til að skipa atvinnumálum eftir því hvernig aðstæður og þjóðfélagshættir eru á hverjum tíma. Þannig séu margvíslegar skorður settar möguleikum manna á að velja sér tiltekna atvinnu eða atvinnugrein og skilyrði sé að finna í lögum um hæfi manna til að stunda atvinnu eða fá opinbera skráningu á tiltekinni starfsemi. Við mat á því hvort unnt sé að beita hinni nýju löggjöf um háttsemi sem átti sér stað fyrir gildistöku laganna beri auk þess að líta til þess að ákvæði um atvinnubann séu ekki verulega íþyngjandi. Áhrif þeirra felist í því að missa í skamman tíma hæfi til að koma að stjórnun félags með takmarkaðri ábyrgð. Löggjafinn hafi talið að almannahagsmunir krefjist þess að fyrir það verði girt að þeir sem hafi valdið kröfuhöfum og samfélaginu öllu tjóni með skaðlegum og óverjandi viðskiptaháttum haldi áfram þeirri háttsemi. Við setningu laganna hafi samkvæmt þessu verið gætt að meðalhófi en jafnframt horft til þess að knýjandi nauðsyn beri til að sett sé löggjöf á þessu sviði sem á skjótvirkan hátt geti komið í veg fyrir tjón vegna skaðlegra viðskiptahátta. Ríkir þjóðfélagslegir hagsmunir búi að baki löggjöfinni og vernd þeirra hagsmuna verði ekki ljáð fullt inntak nema með löggjöf á þessu sviði sem einnig nær til háttsemi sem átti sér stað áður en lögin tóku gildi. Með vísan til yrði ekki fallist á að óheimilt hafi verið að líta til háttsemi mannsins fyrir gildistöku laganna við ákvörðun um að leggja á hann atvinnurekstrarbann í þrjú ár. Því var niðurstaða Landsréttar staðfest. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Maðurinn var úrskurðaður í þriggja ára atvinnurekstrarbann í héraði og fyrir Landsrétti. Bannið byggir á nýlegu ákvæði laga um gjaldþrotaskipti og fleira og því féllst Hæstiréttur á að taka mál mannsins fyrir. Í ákvörðun Hæstaréttar sagði að maðurinn hafi byggt á því í málskotsbeiðni sinni að málið varði mikilvæga háttsemi og hafi ríkt fordæmisgildi þar sem kæruefnið varði nýja löggjöf um atvinnurekstrarbann. Hann hafi vísað til þess annars vegar að mikilvægt væri að Hæstiréttur leysti úr því hvort hin nýju réttarúrræði teljist til refsikenndra viðurlaga og hins vegar að áríðandi væri að Hæstiréttur kvæði upp úr hvort og með hvaða hætti lög um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti og fleira, sem kennd eru við kennitöluflakk, gildi með afturvirkum hætti. Hvorki refsing né refsikennd viðurlög Í niðurstöðukafla Hæstaréttar segir að samkvæmt ákvæðum laga um gjaldþrotaskipti og fleira sé atvinnubanni einvörðungu ætlað að vera tímabundið og vara mest í þrjú ár. Því sé ætlað með skjótvirkum hætti að vernda kröfuhafa og samfélagið í heild fyrir hættu á tapi sem getur hlotist vegna reksturs félags með takmarkaðri ábyrgð. Þá sé þeim einstaklingum sem sæta atvinnurekstrarbanni ekki óheimilt að stofna eða eiga hlut í slíku félagi meðan á banninu stendur, svo fremi þeir komi ekki að stjórnun þess. Jafnframt geti einstaklingur sem sætir banni eftir sem áður rekið félag með persónulegri og ótakmarkaðri ábyrgð. Með hliðsjón af svokölluðum Engel-viðmiðum um það hvenær maður er talinn borinn sökum um refsiverða háttsemi, sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur lagt til grundvallar í slíkum málum, og heildarmati á þeim í ljósi atvika málsins, feli atvinnurekstrarbann það sem manninum var gert að sæta með hinum kærða úrskurði hvorki í sér refsingu né refsikennd viðurlög. Af því leiði að ekki þurfi að leysa úr þeirri málsástæðu mannsins að um afturvirka refsingu hafi verið að ræða. Má beita úrræði sem varð til eftir gjaldþrot Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að úr því leystu þurfi næst að taka til skoðunar þá málsástæðu mannsins að óheimilt sé að byggja ákvörðun um atvinnurekstrarbann samkvæmt ákvæðum breytingarlaganna á háttsemi sem átti sér stað fyrir gildistöku laganna. Bú félagsins sem um ræðir hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember árið 2022. Lög um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti og fleira, þar sem ákvæði um atvinnurekstrarbann var kynnt til sögunnar, hafi tekið gildi í byrjun janúar árið 2023. Sú meginregla gildi að almennt skuli lög ekki vera afturvirk. Sú regla sé þó ekki fortakslaus. Í þeim tilvikum þegar lög geyma nýmæli og reglur, þar sem engra slíkra naut við samkvæmt eldri löggjöf, skuli hinum nýju lögum beitt um öll lögskipti og réttindi manna sem undir hin nýju ákvæði falla þótt upphaf þeirra megi rekja til gildistíma eldri laga. Þessi regla eigi sér stoð í því að löggjafinn hafi svigrúm til þess að skipa málum og koma á umbótum sem æskilegar eru taldar. Ekki megi reisa löggjafanum of þröngar skorður við því að breyta lögum eftir þörfum hverju sinni þótt það kunni að valda óvissu um stöðu þeirra sem gert hafa áætlanir og ráðstafanir á grundvelli eldri laga. Ekki svo íþyngjandi Í dóminum segir að eins og fram komi í lögskýringargögnum með breytingarlögunum felist í atvinnurekstrarbanni ákveðnar skorður við atvinnufrelsi manna sem verndar njóti samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar. Svo sem fram kemur í ákvæðinu geti almannahagsmunir krafist þess að slíkar skorður séu settar með lögum og löggjafinn hafi svigrúm til að skipa atvinnumálum eftir því hvernig aðstæður og þjóðfélagshættir eru á hverjum tíma. Þannig séu margvíslegar skorður settar möguleikum manna á að velja sér tiltekna atvinnu eða atvinnugrein og skilyrði sé að finna í lögum um hæfi manna til að stunda atvinnu eða fá opinbera skráningu á tiltekinni starfsemi. Við mat á því hvort unnt sé að beita hinni nýju löggjöf um háttsemi sem átti sér stað fyrir gildistöku laganna beri auk þess að líta til þess að ákvæði um atvinnubann séu ekki verulega íþyngjandi. Áhrif þeirra felist í því að missa í skamman tíma hæfi til að koma að stjórnun félags með takmarkaðri ábyrgð. Löggjafinn hafi talið að almannahagsmunir krefjist þess að fyrir það verði girt að þeir sem hafi valdið kröfuhöfum og samfélaginu öllu tjóni með skaðlegum og óverjandi viðskiptaháttum haldi áfram þeirri háttsemi. Við setningu laganna hafi samkvæmt þessu verið gætt að meðalhófi en jafnframt horft til þess að knýjandi nauðsyn beri til að sett sé löggjöf á þessu sviði sem á skjótvirkan hátt geti komið í veg fyrir tjón vegna skaðlegra viðskiptahátta. Ríkir þjóðfélagslegir hagsmunir búi að baki löggjöfinni og vernd þeirra hagsmuna verði ekki ljáð fullt inntak nema með löggjöf á þessu sviði sem einnig nær til háttsemi sem átti sér stað áður en lögin tóku gildi. Með vísan til yrði ekki fallist á að óheimilt hafi verið að líta til háttsemi mannsins fyrir gildistöku laganna við ákvörðun um að leggja á hann atvinnurekstrarbann í þrjú ár. Því var niðurstaða Landsréttar staðfest. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira