„Galið að fara svona með opinbert fé“ Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2024 11:43 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri i Hafnarfirði segir galið að setja 14 milljónir í verkefni sem þetta. vísir/vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega samning Sambands íslenskra sveitarfélaga við Höllu Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa. „Þetta rann ekki beint smurt í gegn. En það var augljóst að það var búið að ákveða að svona yrði þetta fyrir fundinn. Það var ekkert hlustað á okkur þegar við hreyfðum við mótmælum,“ segir Rósa. Illa farið með fé almennings Vísir greindi frá því í morgun að SÍS hafi gert samning við Höllu Gunnarsdóttur um að hún myndi setja saman ferla sem gangi út á að taka við kvörtunum vegna „kjörinna áreitara og ofbeldisseggja,“ eins og segir í bréfi Höllu þar sem hún lýsir því hvað hún ætli að gera og hvað hún fái greitt. Hún segist vilja fá 23 þúsund krónur á tímann, aðstoðarmann og skrifstofuaðstöðu hjá sambandinu. Rósa segir að svona nokkuð sé hægt að vinna með miklu hagkvæmari hætti. „Það er verið að ætla alltof háa upphæð í þetta og tíma. Það er galið að setja 14 milljónir í verkefni sem þetta. Og það er galið að fara svona með peninga almennings.“ Lyktar af pólitískri fyrirgreiðslu Rósa segir að til standi að greiða þennan reikning með fé úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem sé sérstakt. „Þarna er illa farið með fé skattgreiðenda. Það hversu ákveðið þetta fór í gegn ber í mínum huga dám af pólitískri fyrirgreiðslu. Það er galið að fara svona með fjármuni. Og tíminn sem ætlaður er í þetta, hann bara stenst ekki.“ Rósa segir þetta ekki í nokkru samhengi við það sem hún þekki af svipuðum málum. „Heima í héraði hefði maður fengið mannauðsstjóra og/eða öfluga sviðstjóra til að vinna svona mál. Ég man ekki eftir svona upphæðum þegar maður hefur þurft á aðkeyptri ráðgjöf að halda.“ Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Kynferðisofbeldi Rekstur hins opinbera Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
„Þetta rann ekki beint smurt í gegn. En það var augljóst að það var búið að ákveða að svona yrði þetta fyrir fundinn. Það var ekkert hlustað á okkur þegar við hreyfðum við mótmælum,“ segir Rósa. Illa farið með fé almennings Vísir greindi frá því í morgun að SÍS hafi gert samning við Höllu Gunnarsdóttur um að hún myndi setja saman ferla sem gangi út á að taka við kvörtunum vegna „kjörinna áreitara og ofbeldisseggja,“ eins og segir í bréfi Höllu þar sem hún lýsir því hvað hún ætli að gera og hvað hún fái greitt. Hún segist vilja fá 23 þúsund krónur á tímann, aðstoðarmann og skrifstofuaðstöðu hjá sambandinu. Rósa segir að svona nokkuð sé hægt að vinna með miklu hagkvæmari hætti. „Það er verið að ætla alltof háa upphæð í þetta og tíma. Það er galið að setja 14 milljónir í verkefni sem þetta. Og það er galið að fara svona með peninga almennings.“ Lyktar af pólitískri fyrirgreiðslu Rósa segir að til standi að greiða þennan reikning með fé úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem sé sérstakt. „Þarna er illa farið með fé skattgreiðenda. Það hversu ákveðið þetta fór í gegn ber í mínum huga dám af pólitískri fyrirgreiðslu. Það er galið að fara svona með fjármuni. Og tíminn sem ætlaður er í þetta, hann bara stenst ekki.“ Rósa segir þetta ekki í nokkru samhengi við það sem hún þekki af svipuðum málum. „Heima í héraði hefði maður fengið mannauðsstjóra og/eða öfluga sviðstjóra til að vinna svona mál. Ég man ekki eftir svona upphæðum þegar maður hefur þurft á aðkeyptri ráðgjöf að halda.“
Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Kynferðisofbeldi Rekstur hins opinbera Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira