Fótbolti

„Eins og gæi sem var með vesen á Astró svona 2002“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skoraði sigurmark Úkraínu í kvöld.
Skoraði sigurmark Úkraínu í kvöld. Mateusz Slodkowski/Getty Images

Ísland mátti þola súrt 2-1 tap gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM 2024. Ísland komst yfir þökk sé glæsimarki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvö í þeim síðari og er komið á EM í Þýskalandi nú í sumar. 

Samfélagsmiðillinn X, áður Twitter, var að venju líflegur á leikdegi Íslands. Það sem byrjaði svo vel varð svo heldur súrt í síðari hálfleik þegar Úkraína sneri leiknum sér í vil. Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór á meðan leik stóð.

Gummi Ben lýsti leiknum og var klár í bátana löngu áður en flautað var til leiks. 

Fólk var í mismunandi andlegu jafnvægi fyrir leik. 

Hákon Arnar Haraldsson sýndi ótrúleg tilþrif áður en Jón Dagur Þorsteinsson átti gott skot að marki.

Albert Guðmundsson kom Íslandi yfir með mögnuðu marki.

Úkraína jafnaði en markið var dæmt af.

Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í markinu og hélt hreinu í fyrri hálfleik.

Úkraína jafnaði metin snemma í síðari hálfleik.

Mykhailo Mudryk kom Úkraínu yfir þegar innan við tíu mínútur voru til leiksloka. Þar við sat, lokatölur 2-1 Úkraínu í vil.

Framtíðin er björt þó tapið hafi verið gríðarlega súrt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×