Innlent

Fundu töskurnar í Mos­fells­bæ en þjófarnir enn týndir

Jón Þór Stefánsson skrifar
Töskurnar fundust í Mosfellsbæ.
Töskurnar fundust í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm

Töskur sem tveir þjófar stálu í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun fundust í Mosfellsbæ í dag, meðal annars í Esjumelum. Verðmæti höfðu verið tekin úr töskunum.

Þetta staðfestir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi í Kópavogi í samtali við fréttastofu. Þjófanna er enn leitað.

Um var að ræða sjö töskur í heildina, en einungis voru verðmæti í tveimur þeirra. 

„Þeir voru búnir að opna þær á hliðinni, mögulega með slípirokk eða einhverju,“ segir Heimir og bætir við að verðmætin hafi verið tekin úr töskunum.

Hann segir jafnframt að litasprengjum sem hafði verið komið fyrir í tösknum, sem eiga að eyðileggja verðmæti sem eru í þeim reyni einhver utanaðkomandi að opna þær, hafi sprungið, og hafa líklega eyðilegt hluta verðmætanna.

Veistu meira um málið? Sendu okkur endilega ábendingar á ritstjorn@visir.is eða netfang blaðamanns.


Samkvæmt heimildum fréttastofu virðist þjófnaðurinn hafa verið þaulskipulagður og tók aðgerðin skamma stund.

Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru samkvæmt heimildum fréttastofu inni á Catalinu að sækja peninga úr spilakössunum á meðan þjófarnir aðhöfðust. Starfsmennirnir komu út nokkrum mínútum eftir að þjófnaðurinn átti sér stað uppgötvuðu að brotist hafði verið inn í bílinn og töskunum stolið. 

Þýfið voru peningar sem komu úr spilakössum á vegum Happdrættis háskólans. Öryggismiðstöðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins og greindu frá áðurnefndum litasprengjum sem voru í töskunni.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið

Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau.

Þaulskipulögð aðgerð sem tók örfáar sekúndur

Tveir þjófar stálu tveimur töskum úr peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í gær. Þjófnaðurinn virðist hafa verið þaulskipulagður og tók afar skamma stund.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×