Þetta staðfestir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi í Kópavogi í samtali við fréttastofu. Þjófanna er enn leitað.
Um var að ræða sjö töskur í heildina, en einungis voru verðmæti í tveimur þeirra.
„Þeir voru búnir að opna þær á hliðinni, mögulega með slípirokk eða einhverju,“ segir Heimir og bætir við að verðmætin hafi verið tekin úr töskunum.
Hann segir jafnframt að litasprengjum sem hafði verið komið fyrir í tösknum, sem eiga að eyðileggja verðmæti sem eru í þeim reyni einhver utanaðkomandi að opna þær, hafi sprungið, og hafa líklega eyðilegt hluta verðmætanna.
Veistu meira um málið? Sendu okkur endilega ábendingar á ritstjorn@visir.is eða netfang blaðamanns.
Samkvæmt heimildum fréttastofu virðist þjófnaðurinn hafa verið þaulskipulagður og tók aðgerðin skamma stund.
Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru samkvæmt heimildum fréttastofu inni á Catalinu að sækja peninga úr spilakössunum á meðan þjófarnir aðhöfðust. Starfsmennirnir komu út nokkrum mínútum eftir að þjófnaðurinn átti sér stað uppgötvuðu að brotist hafði verið inn í bílinn og töskunum stolið.
Þýfið voru peningar sem komu úr spilakössum á vegum Happdrættis háskólans. Öryggismiðstöðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins og greindu frá áðurnefndum litasprengjum sem voru í töskunni.
Fréttin hefur verið uppfærð.