Vilja að ríkið fjármagni sprungufyllingar fyrir hundruð milljóna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. mars 2024 20:30 Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar vill að ríkið komi að fjármögnun viðgerða á sprungum í bænum. Vísir/Arnar Bæjaryfirvöld í Grindavík kalla eftir því að ríkið komi að fjármögnun sprungufyllinga og viðgerða í bænum. Verkefnið hleypur á hundruðum milljóna. Níu svæði hafa verið girt af í bænum eftir að niðurstöður úr jarðvegsrannsókn sýndu fram á holrými og hættur sem leynast neðanjarðar. Búið er að gefa út frumniðurstöður jarðkönnunar í Grindavík fyrir vesturhluta bæjarins og voru þær kynntar fyrir bæjarstjórn síðastliðinn þriðjudag. Þar voru tilgreind níu svæði þar sem eru vísbendingar um mögulega holrými á jarðsármælum sem verið er að skoða nánar. Bæjaryfirvöld í samvinnu við vettvangsstjórn lokuðu fyrir aðgengi að þessum svæðum. Þar á meðal eru tvær íbúagötur, Sunnubraut og Kirkjustígur. Þar voru í dag framkvæmdar álagsprófanir þar sem ekki vildi betur til en svo að jörðin gaf sig undan vinnuvél á Kirkjubraut. Engin slys urðu á fólki en atvikið þykir sýna hversu ótraust jörðin er. Hér má sjá holu í malbiki sem gaf sig undan vinnuvél við Kirkjustíg í Grindavík í dag. Vísir/Arnar Verkefnið sé rétt að byrja Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar segir næstu daga fara í frekari mælingar og í lok vikunnar muni líklega liggja fyrir hvort lokunum verði viðhaldið eða ekki. „En svo er náttúrulega verkefnið framundan að fara í mjög umfangsmiklar mótvægisaðgerðir á þessum stöðum,“ segir Atli Geir Júlíusson. Ljóst sé að Grindavíkurbær hafi enga burði til að standa fjárhagslega að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Það þarf að grafa sprungurnar upp, setja dúka, steypa eða einhverjar plötur. Það verkefni þarf að fjármagna af hálfu ríkisins. „Svo eigum við meira að segja eftir að fara yfir opnu svæðin, sem eru þá lóðirnar, leikskólalóðirnar, íbúðarhúsalóðir, gönguleiðir og fleira. Það er næsti fasi, þannig að þetta verkefni er bara rétt að byrja í raun og veru.“ Hann segir að ekki sé hægt að girða endalaust og því þurfi að vinna hratt að mótvægisaðgerðum. „Maður segir það ekki nógu oft að sveitafélagið mun ekki geta staðið undir þessum kostnaði, þetta mun kosta hundruð milljóna að minnsta kosti,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar. Á myndinni má sjá Víkurbraut og Dalbraut sem tengist Stamphólsgjá. Þar eru sterkar vísbendingar um holrými.VERKÍS Jarðsjásnið frá Kirkjustíg. Skuggarnir á myndinni sýna vísbendingar um holrými sem voru staðfestar með álagsprófunum í dag. VERKÍS Á Kirkjustíg og Vesturbraut eru vísbendingar um holrými á nokkrum stöðum. VERKÍS Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Búið er að gefa út frumniðurstöður jarðkönnunar í Grindavík fyrir vesturhluta bæjarins og voru þær kynntar fyrir bæjarstjórn síðastliðinn þriðjudag. Þar voru tilgreind níu svæði þar sem eru vísbendingar um mögulega holrými á jarðsármælum sem verið er að skoða nánar. Bæjaryfirvöld í samvinnu við vettvangsstjórn lokuðu fyrir aðgengi að þessum svæðum. Þar á meðal eru tvær íbúagötur, Sunnubraut og Kirkjustígur. Þar voru í dag framkvæmdar álagsprófanir þar sem ekki vildi betur til en svo að jörðin gaf sig undan vinnuvél á Kirkjubraut. Engin slys urðu á fólki en atvikið þykir sýna hversu ótraust jörðin er. Hér má sjá holu í malbiki sem gaf sig undan vinnuvél við Kirkjustíg í Grindavík í dag. Vísir/Arnar Verkefnið sé rétt að byrja Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar segir næstu daga fara í frekari mælingar og í lok vikunnar muni líklega liggja fyrir hvort lokunum verði viðhaldið eða ekki. „En svo er náttúrulega verkefnið framundan að fara í mjög umfangsmiklar mótvægisaðgerðir á þessum stöðum,“ segir Atli Geir Júlíusson. Ljóst sé að Grindavíkurbær hafi enga burði til að standa fjárhagslega að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Það þarf að grafa sprungurnar upp, setja dúka, steypa eða einhverjar plötur. Það verkefni þarf að fjármagna af hálfu ríkisins. „Svo eigum við meira að segja eftir að fara yfir opnu svæðin, sem eru þá lóðirnar, leikskólalóðirnar, íbúðarhúsalóðir, gönguleiðir og fleira. Það er næsti fasi, þannig að þetta verkefni er bara rétt að byrja í raun og veru.“ Hann segir að ekki sé hægt að girða endalaust og því þurfi að vinna hratt að mótvægisaðgerðum. „Maður segir það ekki nógu oft að sveitafélagið mun ekki geta staðið undir þessum kostnaði, þetta mun kosta hundruð milljóna að minnsta kosti,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar. Á myndinni má sjá Víkurbraut og Dalbraut sem tengist Stamphólsgjá. Þar eru sterkar vísbendingar um holrými.VERKÍS Jarðsjásnið frá Kirkjustíg. Skuggarnir á myndinni sýna vísbendingar um holrými sem voru staðfestar með álagsprófunum í dag. VERKÍS Á Kirkjustíg og Vesturbraut eru vísbendingar um holrými á nokkrum stöðum. VERKÍS
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira