Missti fimmtán kíló á sjö vikum í Taílandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. mars 2024 14:12 Erpur setur tappann á flöskuna í byrjun árs og tekur hann ekki af fyrr en mars er liðinn. vísir Erpur Eyvindarson gengur í bindindi fyrstu þrjá mánuði hvers árs. Í upphafi þessa árs skellti hann sér til Taílands, þar sem lítið annað var að gera en að hreyfa sig og borða hollan og hreinan mat. Erpur mætti til viðtals í Bakaríið á Bylgjunni ásamt Ágústi Bent. Þeir félagar sem skipa vitaskuld rapphljómsveitina XXX Rottweiler hundar og voru heiðraðir með sérstökum verðlaunum á hlustendaverðlaununum 2024 um helgina. Þar tóku þeir sín helstu lög, þar á meðal lagið Allir eru að fá sér með liðsinni barnakórs: „Þetta er smá skellur, að við séum orðnir það gamlir að það sé hægt að segja við okkur bara: „Takk fyrir, þetta er komið gott núna“,“ sagði Bent um verðlaunin. „Við hefðum nú getað fengið þetta bara um tvítugt. Við vorum hættir að muna hvaða afhendingarverðlaun væru næst,“ bætti Erpur við. Þeir halda 25 ára afmælistónleika í Laugardalshöll 17. maí. „Afmæli íslensks rapps, á íslensku,“ segir Erpur. Lítið annað að gera en að hreyfa sig og borða hollt „Ég var bara að lenda að utan. Bent er bara nýkominn úr Árbænum,“ sagði Erpur. „Ekki segja neinum frá því, þetta er bara leyndarmálið okkar, en ég tek alltaf þrjá mánuði ekki í flöskunni. Janúar, febrúar, mars. Þá fer ég og geri eitthvað, ég var bara í sjö vikur í boot-campi.“ Erpur segir lítið annað að gera, þar sem hann dvaldi í Taílandi, en að hreyfa sig og borða hollt. „Þetta var í raun bara ein gata þarna. Svo er allur matur mjög hreinn. Annað en hér á Vesturlöndum þar sem maður er að éta einhverja krabbameinsvaldandi ræpu úr einhverjum sekk eða dós. Þarna er bara nýbúið að slátra dýrinu og skera niður grænmetið. Ég missti fimmtán kíló á minna en þremur mánuðum.“ Lyftir bara þungu Þáttastjórnendur hvöttu Erp til að selja ferðina til Taílands þar sem hann yrði fararstjóri. Bent þyrfti ekki að koma með, segir Erpur. „Það vaxa bara vöðvar án þess að hann hafi neitt fyrir því,“ sagði Erpur. „Ég er bara í World class. Að lyfta þungum lóðum,“ bætti Bent við. Viðtalið við þá félaga hefst þegar tvær mínútur eru liðnar af klippunni: Taíland Tónlist Matur Heilsa Íslendingar erlendis Mest lesið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Menning „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Matarboðin sem fólk man eftir Lífið samstarf Skýringar á jólastressinu margvíslegar Áskorun Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Fleiri fréttir Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Sjá meira
Erpur mætti til viðtals í Bakaríið á Bylgjunni ásamt Ágústi Bent. Þeir félagar sem skipa vitaskuld rapphljómsveitina XXX Rottweiler hundar og voru heiðraðir með sérstökum verðlaunum á hlustendaverðlaununum 2024 um helgina. Þar tóku þeir sín helstu lög, þar á meðal lagið Allir eru að fá sér með liðsinni barnakórs: „Þetta er smá skellur, að við séum orðnir það gamlir að það sé hægt að segja við okkur bara: „Takk fyrir, þetta er komið gott núna“,“ sagði Bent um verðlaunin. „Við hefðum nú getað fengið þetta bara um tvítugt. Við vorum hættir að muna hvaða afhendingarverðlaun væru næst,“ bætti Erpur við. Þeir halda 25 ára afmælistónleika í Laugardalshöll 17. maí. „Afmæli íslensks rapps, á íslensku,“ segir Erpur. Lítið annað að gera en að hreyfa sig og borða hollt „Ég var bara að lenda að utan. Bent er bara nýkominn úr Árbænum,“ sagði Erpur. „Ekki segja neinum frá því, þetta er bara leyndarmálið okkar, en ég tek alltaf þrjá mánuði ekki í flöskunni. Janúar, febrúar, mars. Þá fer ég og geri eitthvað, ég var bara í sjö vikur í boot-campi.“ Erpur segir lítið annað að gera, þar sem hann dvaldi í Taílandi, en að hreyfa sig og borða hollt. „Þetta var í raun bara ein gata þarna. Svo er allur matur mjög hreinn. Annað en hér á Vesturlöndum þar sem maður er að éta einhverja krabbameinsvaldandi ræpu úr einhverjum sekk eða dós. Þarna er bara nýbúið að slátra dýrinu og skera niður grænmetið. Ég missti fimmtán kíló á minna en þremur mánuðum.“ Lyftir bara þungu Þáttastjórnendur hvöttu Erp til að selja ferðina til Taílands þar sem hann yrði fararstjóri. Bent þyrfti ekki að koma með, segir Erpur. „Það vaxa bara vöðvar án þess að hann hafi neitt fyrir því,“ sagði Erpur. „Ég er bara í World class. Að lyfta þungum lóðum,“ bætti Bent við. Viðtalið við þá félaga hefst þegar tvær mínútur eru liðnar af klippunni:
Taíland Tónlist Matur Heilsa Íslendingar erlendis Mest lesið Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Lífið Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Menning „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Matarboðin sem fólk man eftir Lífið samstarf Skýringar á jólastressinu margvíslegar Áskorun Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Fleiri fréttir Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Sjá meira