Erlent

Al­var­lega slasaður eftir skot­á­rás í Ósló

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögreglu var gert viðvart um áttaleytið í kvöld að staðartíma.
Lögreglu var gert viðvart um áttaleytið í kvöld að staðartíma. EPA-EFE/Stian Lysberg Solum

Maður á fimmtugsaldri er alvarlega slasaður eftir skotárás í Tøyen í Ósló um átta í kvöld. Lögreglu var gert viðvart um árásina klukkan 19:53 að staðartíma.

„Við komum á vettvang stuttu seinna og fundum þar manneskju sem hafði verið skotin en var með meðvitund. Hann er nú komin á sjúkrahús,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Øyvind Schalla-Aasen lögreglumanni í Ósló. Maðurinn er ekki lífshættulega slasaður.

„Það voru mörg skot og við erum með mann á fimmtugsaldri sem er alvarlega særður. Hann er kominn á Ullevål-sjúkrahúsið,“ segir Tonje Brandrud, verkefnastjóri lögreglunnar í Ósló.

Ekkert bólar á árásarmanninum en leit stendur yfir. Íbúi á svæðinu segist hafa heyrt þrjá hvelli. Hún segist fyrst hafa haldið að væri verið að sprengja flugelda.

„Það er mikilvægt að komi fram að við vitum ekki hver aðdragandi atviksins er en við helsta kenning okkar er að þetta hafi verið árás með fyrirætluðu skotmarki. Þannig það er engin hætta fyrir annað fólk í lögregluumdæminu í Ósló, þannig sjáum við þetta nú.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×