„Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 22. mars 2024 23:00 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist án aðhalds. Málið var áfram rætt á alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagði Halla Signý Kristinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins að Framsókn hefði með þessu tryggt að íslenska páskalambið rynni ljúflega niður í ár. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði að frumvarpið hefði í raun verið gallað og ríkisstjórnarflokkarnir hefðu bæði brugðist neytendum og bændum. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var á sama máli þegar rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann segir það kaldhæðnislega staðreynd að í sömu vikunni sé verið að ríkisvæða tryggingarfélag og slátra allri samkeppni í grein þar sem samkeppnin var ekki mikil fyrir. „Þannig að þetta er svolítið svört vika fyrir þá sem telja að ríkið eigi ekki að vera á samkeppnismörkuðum og telja kannski að heilbrigð samkeppni sé eitthvað sem komi neytendum betur heldur en einhverjar stýringar að ofan,“ segir Sigmar. Hefurðu einhverjar athug asemdir við lögin sjálf? Hverjar heldurðu að afleiðingarnar kynnu að verða? „Ég held að fólk sé ekki farið að átta sig á því hvað þetta getur haft ótrúlega slæmar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir bændur og neytendur. “ Hann tekur matvælaframleiðendurna Kaupfélag Skagfirðinga, SS, fyrirtæki MATA fjölskyldunnar og Stjörnugrís sem dæmi. „Þetta eru allt mjög vel stöndug fyrirtæki. Núna er þeim heimilt að gera nákvæmlega það sama, með löglegum hætti, og Samskip og Eimskip gerðu í ólöglegu samráði á flutningamarkaði. Nú er þetta bara heimilt,“ segir Sigmar. „Það er búið að taka út allt eftirlit. Það er búið að taka út allt sem segir að menn megi ekki hafa ólöglegt verðsamráð og skipta á milli sín mörkuðum. Það er bara algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi.“ Hann segir ástæðu fyrir því að Samkeppniseftirlitið sé til og fyrir því að eftirlitið hafi margoft stigið inn í þegar svínað hefur verið á neytendum með ólögmætum hætti. „Og ég skil ekki hvað menn eru andvaralausir gagnvart því að auðvitað geti það gerst hjá kjötafurðastöðvum og á þeim markaði, bara rétt eins og alls staðar annars staðar. Þannig að þetta er ekki gott.“ Landbúnaður Alþingi Viðreisn Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist án aðhalds. Málið var áfram rætt á alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagði Halla Signý Kristinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins að Framsókn hefði með þessu tryggt að íslenska páskalambið rynni ljúflega niður í ár. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði að frumvarpið hefði í raun verið gallað og ríkisstjórnarflokkarnir hefðu bæði brugðist neytendum og bændum. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var á sama máli þegar rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann segir það kaldhæðnislega staðreynd að í sömu vikunni sé verið að ríkisvæða tryggingarfélag og slátra allri samkeppni í grein þar sem samkeppnin var ekki mikil fyrir. „Þannig að þetta er svolítið svört vika fyrir þá sem telja að ríkið eigi ekki að vera á samkeppnismörkuðum og telja kannski að heilbrigð samkeppni sé eitthvað sem komi neytendum betur heldur en einhverjar stýringar að ofan,“ segir Sigmar. Hefurðu einhverjar athug asemdir við lögin sjálf? Hverjar heldurðu að afleiðingarnar kynnu að verða? „Ég held að fólk sé ekki farið að átta sig á því hvað þetta getur haft ótrúlega slæmar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir bændur og neytendur. “ Hann tekur matvælaframleiðendurna Kaupfélag Skagfirðinga, SS, fyrirtæki MATA fjölskyldunnar og Stjörnugrís sem dæmi. „Þetta eru allt mjög vel stöndug fyrirtæki. Núna er þeim heimilt að gera nákvæmlega það sama, með löglegum hætti, og Samskip og Eimskip gerðu í ólöglegu samráði á flutningamarkaði. Nú er þetta bara heimilt,“ segir Sigmar. „Það er búið að taka út allt eftirlit. Það er búið að taka út allt sem segir að menn megi ekki hafa ólöglegt verðsamráð og skipta á milli sín mörkuðum. Það er bara algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi.“ Hann segir ástæðu fyrir því að Samkeppniseftirlitið sé til og fyrir því að eftirlitið hafi margoft stigið inn í þegar svínað hefur verið á neytendum með ólögmætum hætti. „Og ég skil ekki hvað menn eru andvaralausir gagnvart því að auðvitað geti það gerst hjá kjötafurðastöðvum og á þeim markaði, bara rétt eins og alls staðar annars staðar. Þannig að þetta er ekki gott.“
Landbúnaður Alþingi Viðreisn Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira