„Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2024 21:01 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gagnrýnir vinnubrögð Alþingis í málinu. Vísir/Einar Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. Alþingi samþykkti í gær að gefa kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum en hörð gagnrýni meðal annars frá Samkeppniseftirlitinu og verkalýðshreyfingunni hafði þá þegar komið fram þar sem breytingarnar voru sagðar munu hafa í för með sér verðhækkanir. Þá var fundið að vinnubrögðum þingsins en forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir endanlegt frumvarp gjörólíkt því frumvarpi sem hann tók afstöðu til í samráðsferli. Undir þetta tekur Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Þarna var í rauninni öllu samráðs- og umsagnarferlinu sem málið hafði farið í gegnum sópað til hliðar og skrifað nýtt frumvarp sem gengur lengra en upphaflegu frumvarpsdrögin.“ Neytendur muni sitja uppi með afleiðingarnar. „Þetta mun væntanlega þýða hækkanir á verði og ég skil ekki gleði forystu Bændasamtakanna yfir þessum nýju lögum því ég held að staða bænda gagnvart afurðarstöðunum muni enn veikjast og var hún ekki beysin fyrir.“ Breytingunum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu undanþágan nær þó ekki aðeins til smærri sláturhúsa. „Ætlunin með hinu upphaflega frumvarpi var að styrkja fyrirtæki í eigu og undir stjórn bænda, nú eru þau skilyrði farin út og það eru einfaldlega ýmis stórfyrirtæki, sum hver með alveg hreint myljandi hagnað sem mega núna hafa með sér samráð og sameinast án eftirlits samkeppniseftirlitsins. Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið mjög auðvelt að forðast.“ „Nú eru það bara fyrirtæki í milljarðahagnað og góðum rekstri eins og Langisjór og Kaupfélag Skagfirðinga sem fá að haga sér bara eiginlega eins og þeim sýnist á þessum markaði.“ Fordæmið sé afleitt. „Það er bara spurning hvort þingmennirnir sem samþykktu þetta vilji ekki setja nýtt ákvæði í samkeppnislögin, nú gengur sumum fyrirtækjum í sumum hlutum atvinnugreinar ekki nógu vel og fær þá öll atvinnugreinin eins og hún leggur sig undanþágu frá þessum lögum.“ Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær að gefa kjötafurðastöðvum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum en hörð gagnrýni meðal annars frá Samkeppniseftirlitinu og verkalýðshreyfingunni hafði þá þegar komið fram þar sem breytingarnar voru sagðar munu hafa í för með sér verðhækkanir. Þá var fundið að vinnubrögðum þingsins en forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir endanlegt frumvarp gjörólíkt því frumvarpi sem hann tók afstöðu til í samráðsferli. Undir þetta tekur Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. „Þarna var í rauninni öllu samráðs- og umsagnarferlinu sem málið hafði farið í gegnum sópað til hliðar og skrifað nýtt frumvarp sem gengur lengra en upphaflegu frumvarpsdrögin.“ Neytendur muni sitja uppi með afleiðingarnar. „Þetta mun væntanlega þýða hækkanir á verði og ég skil ekki gleði forystu Bændasamtakanna yfir þessum nýju lögum því ég held að staða bænda gagnvart afurðarstöðunum muni enn veikjast og var hún ekki beysin fyrir.“ Breytingunum er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu undanþágan nær þó ekki aðeins til smærri sláturhúsa. „Ætlunin með hinu upphaflega frumvarpi var að styrkja fyrirtæki í eigu og undir stjórn bænda, nú eru þau skilyrði farin út og það eru einfaldlega ýmis stórfyrirtæki, sum hver með alveg hreint myljandi hagnað sem mega núna hafa með sér samráð og sameinast án eftirlits samkeppniseftirlitsins. Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið mjög auðvelt að forðast.“ „Nú eru það bara fyrirtæki í milljarðahagnað og góðum rekstri eins og Langisjór og Kaupfélag Skagfirðinga sem fá að haga sér bara eiginlega eins og þeim sýnist á þessum markaði.“ Fordæmið sé afleitt. „Það er bara spurning hvort þingmennirnir sem samþykktu þetta vilji ekki setja nýtt ákvæði í samkeppnislögin, nú gengur sumum fyrirtækjum í sumum hlutum atvinnugreinar ekki nógu vel og fær þá öll atvinnugreinin eins og hún leggur sig undanþágu frá þessum lögum.“
Landbúnaður Alþingi Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51 „Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17 Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
„Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51
„Framsókn tryggt að páskalambið renni ljúflega niður í ár“ Halla Signý Kristjánsdóttir fagnaði breytingum á búvörusamningum á þinginu áðan en það gerði Sigmar Guðmundsson Viðreisn ekki. Hann óskaði Sjálfstæðisflokknum sérstaklega til hamingju með að hafa á örfáum dögum ríkisvætt tryggingafélag og tryggt einokun milliliða í landbúnaði. 22. mars 2024 12:17
Nýsamþykkt búvörulög harðlega gagnrýnd Í hádegisfréttum fjöllum við um búvörulög sem samþykkt voru á Alþingi í gær en meðferð Alþings á málinu hefur verið harðlega gagnrýnd 22. mars 2024 11:43