Fótbolti

Gapandi hissa á spurningu blaða­­manns: „Þið eruð allir blindir“

Aron Guðmundsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands opinberaði í dag landsliðshóp fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM. Blaðamannafundurinn leystist upp í vitleysu undir lokin.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands opinberaði í dag landsliðshóp fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM. Blaðamannafundurinn leystist upp í vitleysu undir lokin. Vísir/Sigurjón Ólason

Þor­­steinn Hall­­dórs­­son, lands­liðs­­þjálfari ís­­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­­bolta, var gapandi hissa á spurningu frá blaða­manni á blaða­manna­fundi í höfuð­­stöðvum KSÍ í dag. Málið var ó­tengt opin­beruð á lands­liðs­hópi Ís­lands fyrir komandi leiki í undan­keppni EM. Heldur tengdist spurningin at­viki í leik Ís­lands og Ísrael í gær.

Þor­steinn er faðir ís­lenska lands­liðs­mannsins Jóns Dags Þor­steins­sonar sem kom inn á sem vara­maður í 4-1 sigur­leiknum mikil­væga gegn Ísrael í undan­úr­slitum um­spils um laust sæti á EM gær og hefur sá mis­skilningur gengið á milli manna eftir leik að Jón Dagur hafi fengið boltann í höndina í seinni hálf­leik í að­draganda þess að Ísraelar fengu sína seinni víta­spyrnu í leiknum.

Stað­reyndin er hins vegar sú að Guð­mundur Þórarins­son, betur þekktur sem Gummi Tóta, fékk boltann í höndina og því var Þor­steinn gapandi hissa er hann fékk spurningu frá einum blaða­mannanna á fundinum í dag. Sá hélt því fram að Jón Dagur, sem stóð við hlið Gumma í varnarvegg íslenska landsliðsins fyrir aukaspyrnu Ísraels, hefði fengið boltann í höndina.

„Brjálaður út í hvern?“ svaraði Þor­steinn blaða­manninum sem svaraði um hæl Jón Dag. „Fyrir hvað?“ svaraði Þor­steinn þá á móti og blaða­maðurinn svaraði þá „fyrir að hafa fengið boltann í höndina.“ Þá hóf Þor­steinn upp raust sína.

„Hann fékk hann náttúru­lega ekki í höndina. Þið eruð náttúru­lega bara blindir. Ertu ekki að grínast? Nú skal ég bara segja ykkur það að Gummi Tóta fékk boltann í höndina. Það er ekkert flókið. Ég skil ekki hvernig þið fáið þetta út. Ég sá þetta strax. Svo voru þið að skrifa um þetta. Þið eruð allir blindir sem voruð á leiknum.“

Hér fyrir neðan má sjá eld­ræðu Þor­steins á blaða­manna­fundinum sem og at­vikið úr leiknum. Dæmi nú hver fyrir sig en undir­ritaður er sam­mála lands­liðs­þjálfaranum í þetta skipti. Það er því fært til bókar.

Klippa: Þorsteinn gapandi hissa á spurningu blaðamanns



Fleiri fréttir

Sjá meira


×