Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. mars 2024 11:51 Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin vinni nú að fyrirspurn til Bankasýslunnar um samskipti hennar og fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Vísir Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. Fjármálaráðherra sem hefur lýst yfir andstöðu sinni við áform Landsbankans um að kaupa TM óskaði í vikunni eftir skýringum frá Bankasýslunni vegna kaupanna. Bankasýslan sem sagðist koma af fjöllum þegar kaupin voru tilkynnt, hefur svo óskað eftir skýringum frá bankastjórn Landsbankans á aðdraganda þess að ákveðið var að festa kaup á TM. Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin vinni nú að beiðni til Bankasýslunnar um hver samskipti hennar og fjármála-og efnahagsráðuneytisins hafi verið í aðdraganda kaupanna. „Nefndin hefur ekki fjallað um málið á sínum fundum en ætlar að óska eftir upplýsingum úr þessum samskiptum milli Bankasýslunnar og ráðuneytisins. Það er verið að vinna þá beiðni og hún verður væntanlega tilbúin sem fyrst og svörin við henni. En þar sem fjárlaganefnd er komin í páskafrí þá verður þetta væntanlega ekki tekið fyrir hjá okkur fyrr en eftir það,“ segir Stefán. Aðspurður um hver sé hans persónulega afstaða til málsins svarar Stefán: „Ég held að það sé mjög eðlilegt að við fáum heildarsýnin um þetta og frekari gögn áður en við myndum okkur skoðun í málinu. Persónulega hef ég þó efasemdir um þessi kaup.“ Kvika banki ekki svarað hvort hann muni fara fram á skaðabætur Dósent við Háskóla Íslands sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að erfitt yrði fyrir Landsbankann að bakka út úr kauptilboði sínu við Kviku banka í TM tryggingar. Yrði það að veruleiki væri bankinn mögulega búinn að skapa sér skaðabótaskyldu. Fréttastofa sendi í gær fyrirspurn til forstjóra og stjórnarformanns Kviku banka um hvort stjórnendur bankans hyggist fara fram á skaðabætur falli Landsbankinn frá kaupunum. Engin svör hafa borist við fyrirspurninni. Fjármálamarkaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Kaup Landsbankans á TM Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Fjármálaráðherra sem hefur lýst yfir andstöðu sinni við áform Landsbankans um að kaupa TM óskaði í vikunni eftir skýringum frá Bankasýslunni vegna kaupanna. Bankasýslan sem sagðist koma af fjöllum þegar kaupin voru tilkynnt, hefur svo óskað eftir skýringum frá bankastjórn Landsbankans á aðdraganda þess að ákveðið var að festa kaup á TM. Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin vinni nú að beiðni til Bankasýslunnar um hver samskipti hennar og fjármála-og efnahagsráðuneytisins hafi verið í aðdraganda kaupanna. „Nefndin hefur ekki fjallað um málið á sínum fundum en ætlar að óska eftir upplýsingum úr þessum samskiptum milli Bankasýslunnar og ráðuneytisins. Það er verið að vinna þá beiðni og hún verður væntanlega tilbúin sem fyrst og svörin við henni. En þar sem fjárlaganefnd er komin í páskafrí þá verður þetta væntanlega ekki tekið fyrir hjá okkur fyrr en eftir það,“ segir Stefán. Aðspurður um hver sé hans persónulega afstaða til málsins svarar Stefán: „Ég held að það sé mjög eðlilegt að við fáum heildarsýnin um þetta og frekari gögn áður en við myndum okkur skoðun í málinu. Persónulega hef ég þó efasemdir um þessi kaup.“ Kvika banki ekki svarað hvort hann muni fara fram á skaðabætur Dósent við Háskóla Íslands sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að erfitt yrði fyrir Landsbankann að bakka út úr kauptilboði sínu við Kviku banka í TM tryggingar. Yrði það að veruleiki væri bankinn mögulega búinn að skapa sér skaðabótaskyldu. Fréttastofa sendi í gær fyrirspurn til forstjóra og stjórnarformanns Kviku banka um hvort stjórnendur bankans hyggist fara fram á skaðabætur falli Landsbankinn frá kaupunum. Engin svör hafa borist við fyrirspurninni.
Fjármálamarkaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálafyrirtæki Kaup Landsbankans á TM Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira