1.434 beiðnir borist Google frá Íslandi um að fjarlægja 6.399 leitarniðurstöður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2024 06:43 Rétturinn til að gleymast á internetinu er umdeildur. Getty Google hafa borist 1.434 beiðnir frá Íslandi þar sem þess var óskað að samtals 6.399 leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar úr leitarvél stórfyrirtækisins, á grundvelli niðurstöðu Evrópudómstólsins frá árinu 2014. Dómstóllinn ákvað að einstaklingar ættu rétt á því að fara fram á að leitarvélar fjarlægðu ákveðnar leitarniðurstöður um þá. Ákvörðunin byggir á hugmyndinni um réttinn til að „gleymast“ í netheimum. Samkvæmt skýrslu sem Google uppfærir árlega í þágu gegnsæis hefur beiðnum frá Íslandi fjölgað jafnt og þétt frá 1. janúar 2015, þegar breytingarnar tóku gildi. Skýrslan sýnir að Google hefur orðið við beiðnunum í tæplega 60 prósent tilvika. Langoftast er um að ræða beiðnir frá einstaklingum, í 93,3 prósent tilvika, en í 6,7 prósent tilvika var um að ræða beiðnir frá öðrum. Ef horft er á einstaka flokka leitarniðurstaða var oftast um að ræða fréttir en Google hafa borist beiðnir um að fjarlægja 1.828 fréttasíður úr leitarniðurstöðum sínum. Þá hafa fyrirtækinu borist beðnir um að fjarlægja 595 samfélagsmiðlasíður, 119 netslóðir safnsíða á borð við ja.is og 65 netslóðir á vegum hins opinbera. Aðrar beiðnir, 2.907 talsins, hafa varðað „ýmsar síður“. Það er umhugsunarvert að fréttamiðlar eru meðal þeirra miðla sem beiðnirnar hafa mest áhrif á en Vísir.is trónir þar efst á lista. Alls hafa 242 leitarniðurstöður sem beindu fólki á fréttir á vef Vísis verið fjarlægðar, 233 leitarniðurstöður sem beindu á timarit.is og 159 sem beindu á mbl.is. Næst á lista eru dv.is, Facebook og ruv.is. Ef horft er til fjölda beiðna, bæði þeirra sem voru samþykktar og þeirra sem var hafnað, hafa Google borist beiðnir um að fjarlægja 548 leitarniðurstöður á Vísir.is, 619 niðurstöður á timarit.is og 353 niðurstöður á mbl.is. Ef við höldum okkur við fjölmiðla þá vörðuðu 30 prósent beiðnanna fréttir um glæpi og 30 prósent fréttir um brot í starfi. Í 17 prósent tilvika var um að ræða umfjöllun um störf fólks. Google heldur einnig utan um lista yfir beiðnir stjórnvalda um að leitarniðurstöður eða efni sé fjarlægt af Google eða YouTube. Samkvæmt Excel-skjali hafa nokkrar slíkar beiðnir borist frá stjórnvöldum á Íslandi, meðal annars vegna höfundarréttar og persónuverndar- og öryggissjónarmiða. Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Dómstóllinn ákvað að einstaklingar ættu rétt á því að fara fram á að leitarvélar fjarlægðu ákveðnar leitarniðurstöður um þá. Ákvörðunin byggir á hugmyndinni um réttinn til að „gleymast“ í netheimum. Samkvæmt skýrslu sem Google uppfærir árlega í þágu gegnsæis hefur beiðnum frá Íslandi fjölgað jafnt og þétt frá 1. janúar 2015, þegar breytingarnar tóku gildi. Skýrslan sýnir að Google hefur orðið við beiðnunum í tæplega 60 prósent tilvika. Langoftast er um að ræða beiðnir frá einstaklingum, í 93,3 prósent tilvika, en í 6,7 prósent tilvika var um að ræða beiðnir frá öðrum. Ef horft er á einstaka flokka leitarniðurstaða var oftast um að ræða fréttir en Google hafa borist beiðnir um að fjarlægja 1.828 fréttasíður úr leitarniðurstöðum sínum. Þá hafa fyrirtækinu borist beðnir um að fjarlægja 595 samfélagsmiðlasíður, 119 netslóðir safnsíða á borð við ja.is og 65 netslóðir á vegum hins opinbera. Aðrar beiðnir, 2.907 talsins, hafa varðað „ýmsar síður“. Það er umhugsunarvert að fréttamiðlar eru meðal þeirra miðla sem beiðnirnar hafa mest áhrif á en Vísir.is trónir þar efst á lista. Alls hafa 242 leitarniðurstöður sem beindu fólki á fréttir á vef Vísis verið fjarlægðar, 233 leitarniðurstöður sem beindu á timarit.is og 159 sem beindu á mbl.is. Næst á lista eru dv.is, Facebook og ruv.is. Ef horft er til fjölda beiðna, bæði þeirra sem voru samþykktar og þeirra sem var hafnað, hafa Google borist beiðnir um að fjarlægja 548 leitarniðurstöður á Vísir.is, 619 niðurstöður á timarit.is og 353 niðurstöður á mbl.is. Ef við höldum okkur við fjölmiðla þá vörðuðu 30 prósent beiðnanna fréttir um glæpi og 30 prósent fréttir um brot í starfi. Í 17 prósent tilvika var um að ræða umfjöllun um störf fólks. Google heldur einnig utan um lista yfir beiðnir stjórnvalda um að leitarniðurstöður eða efni sé fjarlægt af Google eða YouTube. Samkvæmt Excel-skjali hafa nokkrar slíkar beiðnir borist frá stjórnvöldum á Íslandi, meðal annars vegna höfundarréttar og persónuverndar- og öryggissjónarmiða.
Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira