Það sem Guðni ætlar að gera eftir að hann lætur af embætti Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2024 20:01 Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid bíða gesta á hlaðinu á Bessastöðum. forsetaembættið Guðni Th. Jóhannesson ætlar að snúa sér að sagnfræðirannsóknum og kennslu þegar hann lætur af embætti forseta Íslands. Hann eigi meðal annars eftir að ljúka sögu landhelgismálsins og segir kíminn, að engir hafi breytt gangi sögunnar jafn mikið og sagnfræðingarnir. Þegar stór hluti þjóðarinnar settist makindalega fyrir framan sjónvarpið á fyrsta degi ársins til að hlíða á boðskap forseta Íslands kom hann flestum á óvart. Hann minntist þess að hann hefði sagt að átta til tólf ár væru hæfilegur tími í embætti. Eftir að hafa íhugað málið vandlega undir lok annars kjörtímabils hafi hann ákveðið að láta hjartað ráða. „Kæru landar, kæru vinir. Af öllum þessum sökum hyggst ég ekki vera í framboði í því forsetakjöri sem verður í sumar,“ sagði forsetinn í ávarpinu og landsmenn tóku andköf. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands situr átta ár í embætti. Vigdís Finnbogadóttir sat hins vegar á forsetastóli í 16 ár.Vísir/Vilhelm Guðni fékk góða kosningu árið 2016 og aftur í endurkjöri 2020. Hann hefur verið farsæll forseti með Elízu sér við hlið enda alþýðlegur, fróður og ekki laus við kímnigáfu. Nú þegar einungis eru eftir rúmir þrír mánuðir af forsetatíð hans er ekki úr vegi að hlera hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að hverfa aftur í þann heim sem ég kom úr. Heim fræða, rannsókna, skrifa og kennslu á sviði sagnfræði og skyldra greina. Svo veit ég ekkert frekar en fyrri daginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Guðni fékk meðal annarra Sauli Niinistö þáverandi forseta Finnlands og Jenni Haukio forsetafrú í opinbera heimsókn.Vísir/Vilhelm Þetta er auðvitað mjög annasamt embætti, forsetaembættið, hefur þú saknað þess að geta grúskað algerlega í fræðunum? „Já og nei. Ég hef notið þess að vera í þessu embætti sem hefur verið einstakur heiður. En því er ekki að neita að ég hlakka líka til að sinna aftur því sem ég menntaði mig til og hafði ástríðu fyrir,“ segir forsetinn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með Guðmundi Fertram Sigurjónssyni stofnanda Kerecis og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands. Stöð 2/Ívar Þegar Guðni tók við embættinu árið 2016 hafði hann lengi unnið að útgáfu fyrsta bindis af sögu útfærslu landhelgi Íslands. Þegar hálf öld var liðin frá útfærslu landhelginnar í 50 mílur kom út bókin Stund milli stríða árið 2022 sem fjallar um landhelgismálið frá 1961 til 1971. Það á því eftir að skrifa seinni hluta sögunnar allt fram yfir 200 mílna útfærsluna árið 1975. Er það verkefni sem bíður þín? „Já og núna um páskana fer ég einmitt vestur á þínar æskuslóðir og flyt erindi hjá Sögufélagi Ísfirðinga um Vestfirðinga og útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Þannig að þetta heillar og togar líka,“ segir Guðni. En hann mun einnig nota tækifærið og heiðra Aldrei fórég suður hátíðina með nærveru sinni. Hann segir að hingað til hafi margir sagt frá reynslu sinni af þorskastríðunum. Eins og skipherrar, embættismenn og fleiri segir forsetinn og bætir svo stríðnislega við: „Fortíðin er margslungin. Og eins og einhver sagði; engir hafa breytt gangi sögunnar eins mikið og sagnfræðingarnir,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Þegar stór hluti þjóðarinnar settist makindalega fyrir framan sjónvarpið á fyrsta degi ársins til að hlíða á boðskap forseta Íslands kom hann flestum á óvart. Hann minntist þess að hann hefði sagt að átta til tólf ár væru hæfilegur tími í embætti. Eftir að hafa íhugað málið vandlega undir lok annars kjörtímabils hafi hann ákveðið að láta hjartað ráða. „Kæru landar, kæru vinir. Af öllum þessum sökum hyggst ég ekki vera í framboði í því forsetakjöri sem verður í sumar,“ sagði forsetinn í ávarpinu og landsmenn tóku andköf. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands situr átta ár í embætti. Vigdís Finnbogadóttir sat hins vegar á forsetastóli í 16 ár.Vísir/Vilhelm Guðni fékk góða kosningu árið 2016 og aftur í endurkjöri 2020. Hann hefur verið farsæll forseti með Elízu sér við hlið enda alþýðlegur, fróður og ekki laus við kímnigáfu. Nú þegar einungis eru eftir rúmir þrír mánuðir af forsetatíð hans er ekki úr vegi að hlera hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að hverfa aftur í þann heim sem ég kom úr. Heim fræða, rannsókna, skrifa og kennslu á sviði sagnfræði og skyldra greina. Svo veit ég ekkert frekar en fyrri daginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Guðni fékk meðal annarra Sauli Niinistö þáverandi forseta Finnlands og Jenni Haukio forsetafrú í opinbera heimsókn.Vísir/Vilhelm Þetta er auðvitað mjög annasamt embætti, forsetaembættið, hefur þú saknað þess að geta grúskað algerlega í fræðunum? „Já og nei. Ég hef notið þess að vera í þessu embætti sem hefur verið einstakur heiður. En því er ekki að neita að ég hlakka líka til að sinna aftur því sem ég menntaði mig til og hafði ástríðu fyrir,“ segir forsetinn. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands með Guðmundi Fertram Sigurjónssyni stofnanda Kerecis og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands. Stöð 2/Ívar Þegar Guðni tók við embættinu árið 2016 hafði hann lengi unnið að útgáfu fyrsta bindis af sögu útfærslu landhelgi Íslands. Þegar hálf öld var liðin frá útfærslu landhelginnar í 50 mílur kom út bókin Stund milli stríða árið 2022 sem fjallar um landhelgismálið frá 1961 til 1971. Það á því eftir að skrifa seinni hluta sögunnar allt fram yfir 200 mílna útfærsluna árið 1975. Er það verkefni sem bíður þín? „Já og núna um páskana fer ég einmitt vestur á þínar æskuslóðir og flyt erindi hjá Sögufélagi Ísfirðinga um Vestfirðinga og útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Þannig að þetta heillar og togar líka,“ segir Guðni. En hann mun einnig nota tækifærið og heiðra Aldrei fórég suður hátíðina með nærveru sinni. Hann segir að hingað til hafi margir sagt frá reynslu sinni af þorskastríðunum. Eins og skipherrar, embættismenn og fleiri segir forsetinn og bætir svo stríðnislega við: „Fortíðin er margslungin. Og eins og einhver sagði; engir hafa breytt gangi sögunnar eins mikið og sagnfræðingarnir,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent