„Við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 20. mars 2024 14:02 Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson vilja gera framboðið að sameiginlegu verkefni. Aðsend „Við erum í raun að bjóða okkur fram saman. Við erum að bjóða okkur fram sameiginlega að þessum verkefnum. Við höfum tekist þannig á við öll okkar verkefni í lífinu,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, um eiginmann hans fjölmiðlamanninn Felix Bergsson. Baldur tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands í dag á fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði, en Felix var áberandi á fundinum. Bæði kynnti hann eiginmann sinn og þá var stórri mynd af hjónunum varpað á svið með yfirskriftinni: „Baldur og Felix: vinnum saman.“ „Ég hef fylgt Felix í þeim störfum sem hann er að sinna og hann hefur fylgt mér í mínum störfum. Okkur langar að gera þetta að sameiginlegu verkefni. Við kannski skiptum eitthvað á milli okkur verkum, svona eins og menn gera. Ég held að í sameiningu gætum við lyft grettistaki hvað þessi mál varðar,“ segir Baldur við fréttastofu að fundi loknum. „Núna líður manni bara vel. Þetta er búin að vera erfið ákvörðun. Ég verð að viðurkenna að við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu. Við höfum ekki séð okkur í þessu hlutverki. Það hefur svo margt breyst á síðustu átta árum, frá því að síðast var leitað til okkar, að það kallar á okkur.“ Baldur segir að forseti eigi ekki að veigra sér við að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu í ákveðnum kringumstæðum. „Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála, sem eru svona leikreglur og viðmið sem við erum öll mjög sátt með, og hafa reynst okkur vel. Ef þingið af einhverjum orsökum gengi gegn þessum samfélagssáttmála og gengi fram af þjóðinni, til dæmis ef það færi að skerða gegn grundvallarmannréttindum kvenna, eða ganga freklega gegn tjáningarfrelsinu. Þá verður forseti að staldra við og huga að því hvort þannig málum eigi að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu. En að öllu jöfnu á þingræði að ráða för.“ Hann segir að í stjórnmálum geti komið upp ýmis óvænt og flókin mál, og í einhverjum tilfellum eigi forsetinn að stíga inn í. „Ég held að forseti verði ætið að hugsa um heildarhagsmuni þjóðarinnar, og alltaf að huga því hvort mál eigi heima hjá þjóðinni líka, ekki bara hjá þinginu. En það er bara neyðarúrræði. Það sé gert í neyð ef þingið fer af einhverjum ástæðum fram úr sér.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Baldur tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands í dag á fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði, en Felix var áberandi á fundinum. Bæði kynnti hann eiginmann sinn og þá var stórri mynd af hjónunum varpað á svið með yfirskriftinni: „Baldur og Felix: vinnum saman.“ „Ég hef fylgt Felix í þeim störfum sem hann er að sinna og hann hefur fylgt mér í mínum störfum. Okkur langar að gera þetta að sameiginlegu verkefni. Við kannski skiptum eitthvað á milli okkur verkum, svona eins og menn gera. Ég held að í sameiningu gætum við lyft grettistaki hvað þessi mál varðar,“ segir Baldur við fréttastofu að fundi loknum. „Núna líður manni bara vel. Þetta er búin að vera erfið ákvörðun. Ég verð að viðurkenna að við höfum verið mjög feimnir gagnvart þessu. Við höfum ekki séð okkur í þessu hlutverki. Það hefur svo margt breyst á síðustu átta árum, frá því að síðast var leitað til okkar, að það kallar á okkur.“ Baldur segir að forseti eigi ekki að veigra sér við að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu í ákveðnum kringumstæðum. „Við búum við ákveðinn samfélagssáttmála, sem eru svona leikreglur og viðmið sem við erum öll mjög sátt með, og hafa reynst okkur vel. Ef þingið af einhverjum orsökum gengi gegn þessum samfélagssáttmála og gengi fram af þjóðinni, til dæmis ef það færi að skerða gegn grundvallarmannréttindum kvenna, eða ganga freklega gegn tjáningarfrelsinu. Þá verður forseti að staldra við og huga að því hvort þannig málum eigi að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu. En að öllu jöfnu á þingræði að ráða för.“ Hann segir að í stjórnmálum geti komið upp ýmis óvænt og flókin mál, og í einhverjum tilfellum eigi forsetinn að stíga inn í. „Ég held að forseti verði ætið að hugsa um heildarhagsmuni þjóðarinnar, og alltaf að huga því hvort mál eigi heima hjá þjóðinni líka, ekki bara hjá þinginu. En það er bara neyðarúrræði. Það sé gert í neyð ef þingið fer af einhverjum ástæðum fram úr sér.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira