Landris geti leitt til lengra goss Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. mars 2024 20:53 Um þrír sólarhringar eru síðan eldgos hófst við Sundhnúksgíga. Björn ræddi stöðuna á gosinu í dag. Vísir Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. Lillý Valgerður ræddi við Björn Oddsson sérfræðing hjá Almannavörnum nærri gosstöðvunum í dag. „Þetta hefur náttúrlega dregið sig saman í þessa gíga sem við sjáum fyrir aftan okkur, syðst á þeirri sprungu sem opnaðist á laugardagskvöldið. Og eru sunnan vatnaskilanna þannig að hraunið rennur í suðurátt,“ segir Björn. Hann segir flæðið hafa verið nokkuð stöðugt síðustu 36 klukkustundirnar. Gosið sé byrjað að draga sig saman í tvo stærri gíga og minni sunnan til. „Svo höfum við séð að það brotnar úr gígbörmunum og þá koma svona flakkarar hérna niður.“ Björn segir mikilvægt að fylgst verði með framvindu gossins, hvort hraun nái niður að varnargörðunum og nái að byggja sér þar upp. „Og svo á einhverjum tímapunkti nær þetta kannski suðurstrandarvegi.“ Hvernig metið þið framhaldið núna? „Það sem er sérstakt við þessa atburðarás núna er að á sama tíma og við erum með eldgos er landris hafið aftur í kring um Svartsengi. Sem þýðir að kvika flæði aftur inn í kvikuhólfið. Þannig að við erum að sjá til hvort þá haldi áfram að gjósa á sama tíma og við fáum flæði inn í hólfið. Og svo nákvæmlega hvernig þessi kerfi tengjast saman, hvort að þessi aðfærsluæð sé opin og þá fáum við lengra gos en það verður tíminn bara að leiða í ljós.“ Björn segir ekki hægt að spá fyrir um hversu langt gosið, sem er það lengsta af þeim fjórum sem orðið hafa síðustu þremur mánuðum, gæti orðið. Tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir að þegar tekur að gjósa lýkur ákveðinni óvissu. Tíminn milli gosa sé erfiðastur þegar fólk veit ekki hverju það á von á. „Þannig að það er ósk að móðir náttúra leyfi þessu aðeins að lifa og hraunið dreifist á þessu svæði þar sem engir innviðir verða skemmdir.“ Þannig að það er engin hætta hér eins og stendur? „Hættan snýst aðallega um gas sem getur komið frá gosinu og er þá háð vindátt. Í gær eða fyrradag lá vindurinn yfir Svartsengissvæðið og þá mældist SO2 mengun þar. Og þá er bara brugðist við því þegar slíkar aðstæður koma upp. Og síðan þá hætta tengd hraunrennslinu ef þetta gos verður lengra og hraunið nær að mjaka sér hérna niður eftir.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 19. mars 2024 19:05 Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06 Opna Grindavík aftur Grindavík hefur verið opnuð aftur og Grindvíkingum og þeim sem starfa í bænum leyft að dvelja þar og vinna. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að lítil sem engin hreyfing sé á hraunrennsli, bæði inn í Svartsengi og fyrir ofan Suðurstrandaveg. 19. mars 2024 10:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Lillý Valgerður ræddi við Björn Oddsson sérfræðing hjá Almannavörnum nærri gosstöðvunum í dag. „Þetta hefur náttúrlega dregið sig saman í þessa gíga sem við sjáum fyrir aftan okkur, syðst á þeirri sprungu sem opnaðist á laugardagskvöldið. Og eru sunnan vatnaskilanna þannig að hraunið rennur í suðurátt,“ segir Björn. Hann segir flæðið hafa verið nokkuð stöðugt síðustu 36 klukkustundirnar. Gosið sé byrjað að draga sig saman í tvo stærri gíga og minni sunnan til. „Svo höfum við séð að það brotnar úr gígbörmunum og þá koma svona flakkarar hérna niður.“ Björn segir mikilvægt að fylgst verði með framvindu gossins, hvort hraun nái niður að varnargörðunum og nái að byggja sér þar upp. „Og svo á einhverjum tímapunkti nær þetta kannski suðurstrandarvegi.“ Hvernig metið þið framhaldið núna? „Það sem er sérstakt við þessa atburðarás núna er að á sama tíma og við erum með eldgos er landris hafið aftur í kring um Svartsengi. Sem þýðir að kvika flæði aftur inn í kvikuhólfið. Þannig að við erum að sjá til hvort þá haldi áfram að gjósa á sama tíma og við fáum flæði inn í hólfið. Og svo nákvæmlega hvernig þessi kerfi tengjast saman, hvort að þessi aðfærsluæð sé opin og þá fáum við lengra gos en það verður tíminn bara að leiða í ljós.“ Björn segir ekki hægt að spá fyrir um hversu langt gosið, sem er það lengsta af þeim fjórum sem orðið hafa síðustu þremur mánuðum, gæti orðið. Tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir að þegar tekur að gjósa lýkur ákveðinni óvissu. Tíminn milli gosa sé erfiðastur þegar fólk veit ekki hverju það á von á. „Þannig að það er ósk að móðir náttúra leyfi þessu aðeins að lifa og hraunið dreifist á þessu svæði þar sem engir innviðir verða skemmdir.“ Þannig að það er engin hætta hér eins og stendur? „Hættan snýst aðallega um gas sem getur komið frá gosinu og er þá háð vindátt. Í gær eða fyrradag lá vindurinn yfir Svartsengissvæðið og þá mældist SO2 mengun þar. Og þá er bara brugðist við því þegar slíkar aðstæður koma upp. Og síðan þá hætta tengd hraunrennslinu ef þetta gos verður lengra og hraunið nær að mjaka sér hérna niður eftir.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 19. mars 2024 19:05 Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06 Opna Grindavík aftur Grindavík hefur verið opnuð aftur og Grindvíkingum og þeim sem starfa í bænum leyft að dvelja þar og vinna. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að lítil sem engin hreyfing sé á hraunrennsli, bæði inn í Svartsengi og fyrir ofan Suðurstrandaveg. 19. mars 2024 10:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. 19. mars 2024 19:05
Eldgosið toppar þrjú síðustu Eldgosið sem hófst á níunda tímanum á laugardagskvöld hefur nú staðið lengur en síðustu þrjúgos síðan í desember síðastliðnum. Það hefur nú staðið í tvo og hálfan sólarhring. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 19. mars 2024 12:06
Opna Grindavík aftur Grindavík hefur verið opnuð aftur og Grindvíkingum og þeim sem starfa í bænum leyft að dvelja þar og vinna. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum segir að lítil sem engin hreyfing sé á hraunrennsli, bæði inn í Svartsengi og fyrir ofan Suðurstrandaveg. 19. mars 2024 10:30