Kvörtunum vegna vetrarþjónustu fækkað um sjötíu prósent Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. mars 2024 18:20 Dóra segir hreinsun húsagatna nú taka einn til tvo daga en áður hafi hún tekið fjóra til fimm daga. Vísir/Vilhelm Ánægja borgarbúa með vetrarþjónustu virðist hafa stóraukist í kjölfar umræddrar heildarendurskoðunnar stýrihóps. Kvörtunum vegna vetrarþjónustu í Reykjavík fækkaði um sjötíu prósent milli ára. Athygli vakti þegar Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata sagði í viðtali að stýrihópur sæi nú um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu, eftir að borgarstjórn sætti gagnrýni á hvernig staðið væri að snjómokstri í borginni Sú vinna virðist hafa skilað sér ef marka má skoðanagrein sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata birti á vef Vísis síðdegis. Breytingarnar voru innleiddar haustið 2023, en í grein Dóru segir að hreinsun húsagatna klárist nú á einum til tveimur dögum en áður hafi hreinsunin tekið fjóra til fimm daga. Þá segir að með endurskoðuninni hafi áhersla verið lögð á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda. Búið sé að bæta þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum auk þess sem hreinsun gönguþverana sé í meiri forgangi með úrbótunum. Þá séu stofnanalóðir grunn- og leikskóla auk strætóskýla í sérstöku utanumhaldi. Þjónusta verið aukin og samræmd. „Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni,“ segir Dóra í greininni og bendir á Borgarvefsjána þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um ferðir moksturstækja á vegum borgarinnar. Þannig geti borgarfulltrúar vitað hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. „Yfirsýnin er nú meiri með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar,“ segir í greininni. Loks segir hún að árangurinn með breytingunum láti ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hafi aukist verulega í kjölfar endurskoðunarinnar. Ábendingum og kvörtunum vegna hennar hafi eins og áður segir snarfækkað um sjötíu prósent. Snjómokstur Reykjavík Borgarstjórn Veður Færð á vegum Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Athygli vakti þegar Alexandra Briem borgarfulltrúi Pírata sagði í viðtali að stýrihópur sæi nú um endurskoðun á þjónustuhandbók vetrarþjónustu, eftir að borgarstjórn sætti gagnrýni á hvernig staðið væri að snjómokstri í borginni Sú vinna virðist hafa skilað sér ef marka má skoðanagrein sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata birti á vef Vísis síðdegis. Breytingarnar voru innleiddar haustið 2023, en í grein Dóru segir að hreinsun húsagatna klárist nú á einum til tveimur dögum en áður hafi hreinsunin tekið fjóra til fimm daga. Þá segir að með endurskoðuninni hafi áhersla verið lögð á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi vegfarenda. Búið sé að bæta þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum auk þess sem hreinsun gönguþverana sé í meiri forgangi með úrbótunum. Þá séu stofnanalóðir grunn- og leikskóla auk strætóskýla í sérstöku utanumhaldi. Þjónusta verið aukin og samræmd. „Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni,“ segir Dóra í greininni og bendir á Borgarvefsjána þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um ferðir moksturstækja á vegum borgarinnar. Þannig geti borgarfulltrúar vitað hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. „Yfirsýnin er nú meiri með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar,“ segir í greininni. Loks segir hún að árangurinn með breytingunum láti ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hafi aukist verulega í kjölfar endurskoðunarinnar. Ábendingum og kvörtunum vegna hennar hafi eins og áður segir snarfækkað um sjötíu prósent.
Snjómokstur Reykjavík Borgarstjórn Veður Færð á vegum Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira