Þar segir að Baldur og Felix Bergsson, eiginmaður hans, muni á morgun funda með þeim hópi fólks sem hvatt hefur Baldur til að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands, m.a. í Facebook-hópnum: Baldur og Felix - alla leið. Meðlimir hópsins telja nú rúmlega 18 þúsund manns, en stuðningsfólk stendur fyrir fundinum.
Fundurinn er öllum opinn á morgun. Bæjarbíó opnar dyr sínar klukkan ellefu og hefst fundurinn stundvíslega klukkan tólf á hádegi.
Vísir verður með beint streymi frá fundinum.
Halla Tómasdóttir forstjóri B Team tilkynnti um framboð sitt til forseta á sunnudaginn. Meðal annarra sem tilkynnt hafa um framboð, safna nú fimmtán hundruð meðmælum og eru í aktívri framboðsvinnu, eru Ástþór Magnússon, Arnar Þór Jónsson og Sigríður Hrund Pétursdóttir.