Innlent

Gíg­veggurinn hækkað en annars fátt að frétta af gosinu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hrauntungurnar virðast lítið sækja fram eins og staðan er.
Hrauntungurnar virðast lítið sækja fram eins og staðan er. Vísir/Vilhelm

Gangur í eldgosinu sem nú stendur yfir á Reykjanesi virðist vera með svipuðu móti og í gærkvöldi en leiðindaveður og lélegt skyggni koma í veg fyrir að hægt sé að leggja almennilegt mat á þróun mála.

„Stundum lítur út fyrir að vera minni virkni og stundum meiri,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands nú í morgunsárið. 

Hann segir gjósa á einum stað og þar virðist gígveggirnir búnir að hækka í nótt en eins og fyrr segir sé erfitt að meta hversu hár gígurinn er fyrr en flogið verður yfir. Hann segist ekki gera ráð fyrir að það verði fyrr en veður batnar.

Lítil hreyfing hafi verið á hrauntungunum í gærkvöldi og hann geri ráð fyrir að sú staða sé óbreytt.

„En svo lengi sem gýs þarna uppi þá safnast saman og hraunpollar geta ýtt smá af stað niður eða í vestur. En það þarf frekar mikið til,“ segir Bjarki.

Veðurstofa mun funda klukkan 9.30 til að fara yfir stöðuna og ræða nýtt hættumat, að sögn Bjarka.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×