Leikmenn Fenerbache slógust við áhorfendur sem réðust inn á völlinn Smári Jökull Jónsson skrifar 17. mars 2024 21:32 Frá óeirðunum í kvöld. Skjáskot Slagsmál brutust út að loknum leik Trabzonspor og Fenerbache í tyrknesku úrvalsdeildinni í dag. Leikmenn Fenerbache slógust við stuðningsmenn heimaliðsins sem hlupu inn á völlinn. Leikurinn í dag var toppslagur enda Fenerbache í öðru sæti deildarinnar en Trabzaospor í því þriðja. Reyndar munaði tæpum þrjátíu stigum á liðunum, en Galatasaray og Fenerbache eru tvö efst í tyrknesku deildinni og hafa haft mikla yfirburði á tímabilinu. Leikurinn var góð skemmtun. Brasilíumaðurinn Fred kom Fenerbache í 2-0 í fyrri hálfleik en heimamönnum tókst að jafna metin í þeim síðari. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Michy Batshuayi sigurmark Fenerbache og tryggði liðinu 3-2 sigur. Crazy scenes in Turkey between Trabzonspor fans entering the pitch and stormed the Fenerbahçe players.Fenerbache players where just celebrating their win and this happened pic.twitter.com/eIxQDUenom— AKIN (@Akinjoshua2017) March 17, 2024 Eftir leikinn fögnuðu leikmenn Fenerbache vel og lengi inni á miðjum vellinum fyrir framan fullan völl stuðningsmanna Trabzonspor. Þetta fór ekki vel í stuðningsmennina sem réðust inn á völlinn þar sem leikmenn Fenerbache tóku á móti þeim með spörkum og hnefahöggum. How it started How it's going pic.twitter.com/GQSaJFLal0— Football Hub (@FootbalIhub) March 17, 2024 Gæslumenn þustu að en virtust lítið ráða við aðstæður og stóðu slagsmálin yfir í nokkra stund áður en leikmennirnir komu sér inn í klefa. Það verður forvitnilegt að sjá hver framvinda þessa máls verður en knattspyrnuáhugamenn í Tyrklandi eru þekktir fyrir mikla ástríðu eins og við Íslendingar höfum kynnst í tengslum við landsleiki Íslands og Tyrklands. Hak edene hak etti i gibi... FENERBAHÇE! pic.twitter.com/HXnqMtfa07— Mustioski (@mustioski) March 17, 2024 wtf is going on These Fenerbahce players should be punished pic.twitter.com/hEbKkEyxhn— Janty (@CFC_Janty) March 17, 2024 Tyrkneski boltinn Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Sjá meira
Leikurinn í dag var toppslagur enda Fenerbache í öðru sæti deildarinnar en Trabzaospor í því þriðja. Reyndar munaði tæpum þrjátíu stigum á liðunum, en Galatasaray og Fenerbache eru tvö efst í tyrknesku deildinni og hafa haft mikla yfirburði á tímabilinu. Leikurinn var góð skemmtun. Brasilíumaðurinn Fred kom Fenerbache í 2-0 í fyrri hálfleik en heimamönnum tókst að jafna metin í þeim síðari. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Michy Batshuayi sigurmark Fenerbache og tryggði liðinu 3-2 sigur. Crazy scenes in Turkey between Trabzonspor fans entering the pitch and stormed the Fenerbahçe players.Fenerbache players where just celebrating their win and this happened pic.twitter.com/eIxQDUenom— AKIN (@Akinjoshua2017) March 17, 2024 Eftir leikinn fögnuðu leikmenn Fenerbache vel og lengi inni á miðjum vellinum fyrir framan fullan völl stuðningsmanna Trabzonspor. Þetta fór ekki vel í stuðningsmennina sem réðust inn á völlinn þar sem leikmenn Fenerbache tóku á móti þeim með spörkum og hnefahöggum. How it started How it's going pic.twitter.com/GQSaJFLal0— Football Hub (@FootbalIhub) March 17, 2024 Gæslumenn þustu að en virtust lítið ráða við aðstæður og stóðu slagsmálin yfir í nokkra stund áður en leikmennirnir komu sér inn í klefa. Það verður forvitnilegt að sjá hver framvinda þessa máls verður en knattspyrnuáhugamenn í Tyrklandi eru þekktir fyrir mikla ástríðu eins og við Íslendingar höfum kynnst í tengslum við landsleiki Íslands og Tyrklands. Hak edene hak etti i gibi... FENERBAHÇE! pic.twitter.com/HXnqMtfa07— Mustioski (@mustioski) March 17, 2024 wtf is going on These Fenerbahce players should be punished pic.twitter.com/hEbKkEyxhn— Janty (@CFC_Janty) March 17, 2024
Tyrkneski boltinn Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Sjá meira