„Áframhaldandi áfall fyrir alla Grindvíkinga“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. mars 2024 13:39 Katrín segir ástandið erfitt fyrir alla, en einkum þó fyrir íbúa Grindavíkur. Vísir/Arnar Forsætisráðherra segist ekki ætla að fagna neinu fyrr en ljóst sé hvernig atburðarrásinni í yfirstandandi eldgosi vindi fram. Erfitt sé að horfa upp á atburðinn sem sé enn eitt áfallið fyrir Grindvíkinga. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga og eldgossins sem hófst í gærkvöldi. „Hinsvegar er búið að vinna gríðarlega gott starf við að fyrirbyggja mögulegt tjón og það er gott að sjá hvernig varnargarðarnir eru að virka.“ Katrín segir alltaf erfitt að horfa á nýtt gos á þessu svæði en ljóst að sú mikla vinna af hálfu viðbragðsaðila, almannavarna, orkufyrirtækjanna, vegagerðarinnar og annarra á svæðinu væri að skila sér. Þá væri ánægjulegt að fólk væri ekki að læra af hverjum atburði heldur væri búið að vinna gríðarlega undirbúningsvinnu. Aðspurð um hvort það væri ekki ákveðinn léttir að innviðir, aðrir en vegir, virtust ekki vera í mikilli hættu sem stendur segir Katrín ekki vilja fagna neinu fyrr en búið væri að sjá hvernig allt endar. En maður biður og vonar að þetta gangi allt upp. Þá segir hún áhyggjuefni hversu skammur fyrirvari eldgossins var, en aðeins liðu nokkrar mínútur frá því að aukinnar skjálftavirkni varð vart og þangað til gos hófst. „Það gekk gríðarlega vel að rýma Bláa lónið þar sem voru mörg hundruð manns. En auðvitað er áhyggjuefni hvað þetta gerist gríðarlega hratt, það er eitthvað sem við þurfum að reikna með í okkar viðbragðsáætlunum og það er það sem almannavarnir hafa verið að gera. Þær hafa verið að miða við að þessi tími í raun og veru styttist með hverjum atburði.“ Ærin verkefni framundan tengd Grindavík Katrín segir ástandið erfitt fyrir alla, en einkum þó fyrir íbúa Grindavíkur. „Að horfa upp á enn einn atburðinn rétt við þeirra heimabæ. Það er mikilvægt að segja að þetta er áframhaldandi áfall fyrir alla Grindvíkinga. Katrín ræðir við Fannar Jónasson, bæjarstjóra Grindavíkur í björgunarmiðstöð almannavarna. Vísir/Steingrímur Dúi Þá tekur hún fram að málefni Grindavíkur hafi verið rædd á síðasta ríkisstjórnarfundi. „Þar var verið að ræða meðal annars stöðu fyrirtækja í bænum, húsnæðismálin og næstu skref í þeim efnum. Þau eru ekki leyst ennþá þó að töluvert sé búið að gera. Skólastarf framundan og málefni barna og ungmenna, það eru ærin verkefni framundan áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga og eldgossins sem hófst í gærkvöldi. „Hinsvegar er búið að vinna gríðarlega gott starf við að fyrirbyggja mögulegt tjón og það er gott að sjá hvernig varnargarðarnir eru að virka.“ Katrín segir alltaf erfitt að horfa á nýtt gos á þessu svæði en ljóst að sú mikla vinna af hálfu viðbragðsaðila, almannavarna, orkufyrirtækjanna, vegagerðarinnar og annarra á svæðinu væri að skila sér. Þá væri ánægjulegt að fólk væri ekki að læra af hverjum atburði heldur væri búið að vinna gríðarlega undirbúningsvinnu. Aðspurð um hvort það væri ekki ákveðinn léttir að innviðir, aðrir en vegir, virtust ekki vera í mikilli hættu sem stendur segir Katrín ekki vilja fagna neinu fyrr en búið væri að sjá hvernig allt endar. En maður biður og vonar að þetta gangi allt upp. Þá segir hún áhyggjuefni hversu skammur fyrirvari eldgossins var, en aðeins liðu nokkrar mínútur frá því að aukinnar skjálftavirkni varð vart og þangað til gos hófst. „Það gekk gríðarlega vel að rýma Bláa lónið þar sem voru mörg hundruð manns. En auðvitað er áhyggjuefni hvað þetta gerist gríðarlega hratt, það er eitthvað sem við þurfum að reikna með í okkar viðbragðsáætlunum og það er það sem almannavarnir hafa verið að gera. Þær hafa verið að miða við að þessi tími í raun og veru styttist með hverjum atburði.“ Ærin verkefni framundan tengd Grindavík Katrín segir ástandið erfitt fyrir alla, en einkum þó fyrir íbúa Grindavíkur. „Að horfa upp á enn einn atburðinn rétt við þeirra heimabæ. Það er mikilvægt að segja að þetta er áframhaldandi áfall fyrir alla Grindvíkinga. Katrín ræðir við Fannar Jónasson, bæjarstjóra Grindavíkur í björgunarmiðstöð almannavarna. Vísir/Steingrímur Dúi Þá tekur hún fram að málefni Grindavíkur hafi verið rædd á síðasta ríkisstjórnarfundi. „Þar var verið að ræða meðal annars stöðu fyrirtækja í bænum, húsnæðismálin og næstu skref í þeim efnum. Þau eru ekki leyst ennþá þó að töluvert sé búið að gera. Skólastarf framundan og málefni barna og ungmenna, það eru ærin verkefni framundan áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. 17. mars 2024 12:02