Coventry fyrst í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2024 14:18 Coventry tryggði sér sæti í undanúrslitum FA-bikarsins á ótrúlegan hátt í dag. Marc Atkins/Getty Images B-deildarlið Coventry varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar er liðið vann 2-3 endurkomusigur gegn úrvalsdeildarliði Wolves. Eins og við var að búast voru heimamenn í Wolves sterkari aðilinn framan af leik, en gestirnir í Coventry náðu þó að skapa sér nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það tókst hvorugu liðinu að finna netmöskvana fyrir hlé og því var staðan enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo ekki nema um átta mínútna gamall þegar gestirnir í Coventry náðu að brjóta ísinn með marki frá Ellis Simms eftir undirbúning Liam Kitching. Gestirnir fengu fleiri færi til að tvöfalda forystuna, en náðu ekki að nýta þau færi sem þeir sköpuðu sér. Þess í stað jafnaði Alsíringurinn Rayan Ait-Nouri metin fyrir heimamenn á 84. mínútu eftir vandræðagang í vörn gestanna og fjórum mínútum síðar var hann aftur á ferðinni þegar hann lagði upp annað mark liðsins fyrir varamanninn Hugo Bueno. Gestirnir frá Coventry gáfust þó ekki upp og á sjöundu mínútu uppbótartíma tókst Ellis Simms að jafna metin með sínu öðru marki og því leit út fyrir að framlenging væri framundan. B-deildarliðið hafði þó engan áhuga á því að fara í framlengingu og á tíundu mínínútu uppbótartíma, þegar tæplega tvær mínútur voru síðan uppgefinn uppbótartími var liðinn, tryggði Haji Wright gestunum ótrúlegan 2-3 sigur með fallegu marki eftir stoðsendingu frá Ellis Simms. Niðurstaðan því 2-3 sigur Coventry sem er á leið í undanúrslit FA-bikarsins á Wembley, en úrvalsdeildarliðið Wolves situr eftir með sárt ennið. Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Eins og við var að búast voru heimamenn í Wolves sterkari aðilinn framan af leik, en gestirnir í Coventry náðu þó að skapa sér nokkur ákjósanleg færi í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það tókst hvorugu liðinu að finna netmöskvana fyrir hlé og því var staðan enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo ekki nema um átta mínútna gamall þegar gestirnir í Coventry náðu að brjóta ísinn með marki frá Ellis Simms eftir undirbúning Liam Kitching. Gestirnir fengu fleiri færi til að tvöfalda forystuna, en náðu ekki að nýta þau færi sem þeir sköpuðu sér. Þess í stað jafnaði Alsíringurinn Rayan Ait-Nouri metin fyrir heimamenn á 84. mínútu eftir vandræðagang í vörn gestanna og fjórum mínútum síðar var hann aftur á ferðinni þegar hann lagði upp annað mark liðsins fyrir varamanninn Hugo Bueno. Gestirnir frá Coventry gáfust þó ekki upp og á sjöundu mínútu uppbótartíma tókst Ellis Simms að jafna metin með sínu öðru marki og því leit út fyrir að framlenging væri framundan. B-deildarliðið hafði þó engan áhuga á því að fara í framlengingu og á tíundu mínínútu uppbótartíma, þegar tæplega tvær mínútur voru síðan uppgefinn uppbótartími var liðinn, tryggði Haji Wright gestunum ótrúlegan 2-3 sigur með fallegu marki eftir stoðsendingu frá Ellis Simms. Niðurstaðan því 2-3 sigur Coventry sem er á leið í undanúrslit FA-bikarsins á Wembley, en úrvalsdeildarliðið Wolves situr eftir með sárt ennið.
Enski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira