Segja umbrotum við Grindavík geta lokið innan eins til tveggja mánaða Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2024 13:00 Eldfjallafræðingarnir Þorvaldur Þórðarson og Ármann Höskuldsson. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hópur jarðvísindamanna við Háskóla Íslands, með prófessorana Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson í fararbroddi, segir kvikuinnflæði inn undir Svartsengi hafa helmingast frá því í seinni hluta desember. Þeir segja að haldi þessi þróun áfram með sama hraða gætu umbrotin á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur tekið enda innan eins til tveggja mánaða. Þetta kemur fram í pistli sem birtur var í gær á facebook-síðu hóps innan jarðvísindadeildar Háskóla Íslands sem nefnist Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá. Skráðir ábyrgðarmenn hópsins eru Þorvaldur Þórðarson prófessor, Ármann Höskuldsson rannsóknarprófessor, Ingibjörg Jónsdóttir dósent og William M. Moreland aðjúnkt. „Síðan frá seinni hluta desember 2023 hefur innflæði úr dýpri kvikugeymslunni (10-15 km dýpi) inn í grynnri kvikugeymsluna (4-5 km dýpi undir Svartsengi) helmingast eða frá ~8 rúmmetra á sekúndu niður í ~4 rúmmetra á sekúndu (sjá meðfylgjandi mynd). Fræðin segja okkur að kvika getur ekki lengur viðhaldið risi um sprungu í skorpunni ef flæðið fellur niður fyrir 2-3 rúmmetra á sekúndu,“ segir í pistlinum. Þetta línurit er birt með pistli vísindahópsins við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Það sýnir hvernig dregið hefur úr hraða kvikuinnflæðis undir SvartsengiRannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá Þar er þessi ályktun dregin: „Ef það heldur áfram að draga úr innflæðinu inn í grynnri kvikugeymsluna með þessum hraða, þá fellur flæðið niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu eftir um það bil mánuð (þ.e., ~27 daga) og niður fyrir 2 rúmmetra á sekúndu innan tveggja mánaða (þ.e., ~52 daga). Samkvæmt þessu þá gætu umbrotin á Sundhnúkareininni tekið enda innan eins til tveggja mánaða,“ segir á síðu rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Athyglisvert er að vísindahópurinn við Háskólann metur þróunina með sama hætti og jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur gerðu í sameiginlegri grein á eldfjallabloggi Haraldar í fyrradag. Þeir Haraldur og Grímur komust að þeirri niðurstöðu að hraði kvikuinnrennslis undir Svartsengi hefði nánast helmingast frá fyrsta kvikuinnskotinu í nóvember og birtu spálíkan um að umbrotunum við Grindavík myndi ljúka síðsumars. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands túlka gögnin hins vegar með öðrum hætti. Þeir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir sögðust ekki sjá nein skýr merki um að streymi kviku inn í söfnunarsvæðið hefði minnkað verulega. Því væri of snemmt að fara að spá fyrir um lok þessarar atburðarásar. „Því miður er ennþá talsverð óvissa um hvenær hægt er að segja með fullri vissu að þessum kafla eldsumbrotanna á Reykjanesskaga og við Grindavík sé að ljúka,“ sagði í tilkynningu Veðurstofunnar. Stöð 2 fjallaði um spálíkan Haraldar og Gríms í fyrrakvöld: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Engin merki um að jarðhræringum á Reykjanesi ljúki í bráð Veðurstofa Íslands segir engin skýr merki um að jarðhræringum á Reykjanesi og við Grindavík ljúki á næstunni. Kvikusöfnun heldur áfram undir svartsengi og á meðan eru líkur á öðru kvikuhlaupi og að það leiði til eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. 15. mars 2024 16:39 Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. 15. mars 2024 12:05 Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli sem birtur var í gær á facebook-síðu hóps innan jarðvísindadeildar Háskóla Íslands sem nefnist Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá. Skráðir ábyrgðarmenn hópsins eru Þorvaldur Þórðarson prófessor, Ármann Höskuldsson rannsóknarprófessor, Ingibjörg Jónsdóttir dósent og William M. Moreland aðjúnkt. „Síðan frá seinni hluta desember 2023 hefur innflæði úr dýpri kvikugeymslunni (10-15 km dýpi) inn í grynnri kvikugeymsluna (4-5 km dýpi undir Svartsengi) helmingast eða frá ~8 rúmmetra á sekúndu niður í ~4 rúmmetra á sekúndu (sjá meðfylgjandi mynd). Fræðin segja okkur að kvika getur ekki lengur viðhaldið risi um sprungu í skorpunni ef flæðið fellur niður fyrir 2-3 rúmmetra á sekúndu,“ segir í pistlinum. Þetta línurit er birt með pistli vísindahópsins við jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Það sýnir hvernig dregið hefur úr hraða kvikuinnflæðis undir SvartsengiRannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá Þar er þessi ályktun dregin: „Ef það heldur áfram að draga úr innflæðinu inn í grynnri kvikugeymsluna með þessum hraða, þá fellur flæðið niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu eftir um það bil mánuð (þ.e., ~27 daga) og niður fyrir 2 rúmmetra á sekúndu innan tveggja mánaða (þ.e., ~52 daga). Samkvæmt þessu þá gætu umbrotin á Sundhnúkareininni tekið enda innan eins til tveggja mánaða,“ segir á síðu rannsóknareiningar í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Athyglisvert er að vísindahópurinn við Háskólann metur þróunina með sama hætti og jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur gerðu í sameiginlegri grein á eldfjallabloggi Haraldar í fyrradag. Þeir Haraldur og Grímur komust að þeirri niðurstöðu að hraði kvikuinnrennslis undir Svartsengi hefði nánast helmingast frá fyrsta kvikuinnskotinu í nóvember og birtu spálíkan um að umbrotunum við Grindavík myndi ljúka síðsumars. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands túlka gögnin hins vegar með öðrum hætti. Þeir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir sögðust ekki sjá nein skýr merki um að streymi kviku inn í söfnunarsvæðið hefði minnkað verulega. Því væri of snemmt að fara að spá fyrir um lok þessarar atburðarásar. „Því miður er ennþá talsverð óvissa um hvenær hægt er að segja með fullri vissu að þessum kafla eldsumbrotanna á Reykjanesskaga og við Grindavík sé að ljúka,“ sagði í tilkynningu Veðurstofunnar. Stöð 2 fjallaði um spálíkan Haraldar og Gríms í fyrrakvöld:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Almannavarnir Efnahagsmál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Engin merki um að jarðhræringum á Reykjanesi ljúki í bráð Veðurstofa Íslands segir engin skýr merki um að jarðhræringum á Reykjanesi og við Grindavík ljúki á næstunni. Kvikusöfnun heldur áfram undir svartsengi og á meðan eru líkur á öðru kvikuhlaupi og að það leiði til eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. 15. mars 2024 16:39 Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. 15. mars 2024 12:05 Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Engin merki um að jarðhræringum á Reykjanesi ljúki í bráð Veðurstofa Íslands segir engin skýr merki um að jarðhræringum á Reykjanesi og við Grindavík ljúki á næstunni. Kvikusöfnun heldur áfram undir svartsengi og á meðan eru líkur á öðru kvikuhlaupi og að það leiði til eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. 15. mars 2024 16:39
Á allt eins von á gosi um helgina Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. 15. mars 2024 12:05
Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24