Á allt eins von á gosi um helgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2024 12:05 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur rýnir nótt sem dag í nýjustu gögn er varða jarðhræringar á Reykjanesskaganum. vísir/Arnar Halldórsson Framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga er þrungið mun meiri óvissu nú en áður. Eldfjallafræðingur segir að tregða gæti verið komin í kerfið og kvika gæti þannig mögulega leitað upp á öðrum slóðum en áður. Þá sé spá tveggja vísindamanna um möguleg lok jarðhræringanna síðsumars athyglisverð. Veðurstofan gaf það út í tilkynningu í gær að merki væru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður til að koma af stað eldgosi. Tímasetning á næsta mögulega gosi væri jafnframt þrungin meiri óvissu en áður. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur horfir nú til næstu daga. „Ef það kemur ekki til goss finnst mér líklegt að það sé komin tregða í aðfærslukerfið og að þessi gosrás sem notuð hefur verið í undanförnum gosum er kannski ekki eins greiðfær fyrir kvikuna eins og hefur verið,“ segir Þorvaldur. Kvikan gæti verið orðin deig, og þannig sterkari en áður - og þá haldið aftur af miklu álagi. Fyrir liggur að svipað magn af kviku hafi nú safnast undir Svartsengi og fyrir síðustu gos, rúmlega tíu milljón rúmmetrar. „Ef það er meiri samsöfnun á kviku heldur en það þá myndi ég halda það að það væri eitthvað sem stíflaði þessa gosrás sem hefur verið í gangi og þá gæti kvikan farið í aðrar áttir. Hún gæti farið þá í norðurhluta Sundhnúkareinarinnar eða jafnvel i suðurhluta Sundhnúkareinarinnar, sem væri mjög slæmt, en gæti líka stokkið í eldvarpareinina. Og þá myndi virknin færast frá þessum innviðum. En það er ekki nokkur leið fyrir okkur að spá fyrir um hvernig sú atburðarás verður. Kerfið er komið að þolmörkum og það kæmi mér ekkert á óvart að það gysi nú um helgina. En það getur líka farið á hinn veginn.“ Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur gáfu út spá í gær sem vakti athygli; niðurstaða þeirra er sú að umbrotum við Grindavík ljúki nú síðsumars. Hvað gefurðu fyrir þetta? „Bara mjög áhugaverð spá. Þeir nota upplýsingar sem koma um innflæði á kviku og það virðist hafa dregið úr því með tíma. Og ef það ferli heldur áfram þá náttúrulega endar þetta. Þannig að þetta er bara mjög áhugaverð spá og verður gaman að fylgjast með og sjá hvort hún gangi eftir.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Veðurstofan gaf það út í tilkynningu í gær að merki væru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður til að koma af stað eldgosi. Tímasetning á næsta mögulega gosi væri jafnframt þrungin meiri óvissu en áður. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur horfir nú til næstu daga. „Ef það kemur ekki til goss finnst mér líklegt að það sé komin tregða í aðfærslukerfið og að þessi gosrás sem notuð hefur verið í undanförnum gosum er kannski ekki eins greiðfær fyrir kvikuna eins og hefur verið,“ segir Þorvaldur. Kvikan gæti verið orðin deig, og þannig sterkari en áður - og þá haldið aftur af miklu álagi. Fyrir liggur að svipað magn af kviku hafi nú safnast undir Svartsengi og fyrir síðustu gos, rúmlega tíu milljón rúmmetrar. „Ef það er meiri samsöfnun á kviku heldur en það þá myndi ég halda það að það væri eitthvað sem stíflaði þessa gosrás sem hefur verið í gangi og þá gæti kvikan farið í aðrar áttir. Hún gæti farið þá í norðurhluta Sundhnúkareinarinnar eða jafnvel i suðurhluta Sundhnúkareinarinnar, sem væri mjög slæmt, en gæti líka stokkið í eldvarpareinina. Og þá myndi virknin færast frá þessum innviðum. En það er ekki nokkur leið fyrir okkur að spá fyrir um hvernig sú atburðarás verður. Kerfið er komið að þolmörkum og það kæmi mér ekkert á óvart að það gysi nú um helgina. En það getur líka farið á hinn veginn.“ Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur gáfu út spá í gær sem vakti athygli; niðurstaða þeirra er sú að umbrotum við Grindavík ljúki nú síðsumars. Hvað gefurðu fyrir þetta? „Bara mjög áhugaverð spá. Þeir nota upplýsingar sem koma um innflæði á kviku og það virðist hafa dregið úr því með tíma. Og ef það ferli heldur áfram þá náttúrulega endar þetta. Þannig að þetta er bara mjög áhugaverð spá og verður gaman að fylgjast með og sjá hvort hún gangi eftir.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24 Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. 14. mars 2024 20:24
Spá því að umbrotum við Grindavík ljúki síðsumars „Við teljum að nú liggi fyrir vísindagögn, sem leyfa okkur að áætla hvenær kvikuhreyfingum og gosum lýkur í Sundhnúks gígaröðinni,“ segja jarðvísindamennirnir Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur í sameiginlegri grein sem birt er á eldfjallabloggi Haraldar. Niðurstaða þeirra, sem þeir kalla einfalda spá, er að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars árið 2024, eftir fjóra til fimm mánuði. 14. mars 2024 14:44