Segir lesskilningi fara hrakandi og baunar á formanninn Árni Sæberg skrifar 15. mars 2024 14:49 Sigurður Örn, til vinstri, hefur verið milli tannanna á lögmönnum síðustu daga. Núna er Ómar ekki ánægður með hann. Vísir Ómar R. Valdimarsson, lögmaður og eigandi Flugbóta.is, gefur lítið fyrir gagnrýni á störf hans þegar mál var höfðað fyrir hönd ungra hjóna, að því er virðist að þeim forspurðum. Máli sínu til stuðnings birtir hann tölvupóstsamskipti við umbjóðendur sína opinberlega á Facebook. Í lok febrúar síðastliðins var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness þar sem ítalska flugfélagið Neos var sýknað af kröfu ungra hjóna um staðlaðar skaðabætur með vöxtum og dráttarvöxtum, allt að frádregnum bótum sem félagið hafði þegar greitt. Flugfélagið var sýknað og ungu hjónin dæmd til þess að greiða því 350 þúsund krónur í málskostnað. Talsverða athygli vakti þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hjónanna, sem tjáðu honum að þau vissu hvorki að dómur væri fallinn í málinu né að þau hefðu verið dæmd til að greiða málskostnað. Vísir ræddi einnig við Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, sem gagnrýndi vinnubrögð Flugbóta. Ekki ánægður með „fjölmiðlaglaða formanninn“ Ómar hefur nú svarað ungu hjónunum opinberlega í færslu á Facebook-síðu Flugbóta.is. Hann segir frásögn þeirra ekki sannleikanum samkvæmt og gagnrýnir Sigurð Örn harðlega. „Sigurður Örn Grétarsson [sic], formaður Lögmannafélags Íslands, mætti líka þaninn á skeiðvöllinn, til þess að láta ljós sitt skína, í máli sem hann þekkti ekki haus né sporð á. Í viðtalinu sagði fjölmiðlaglaði formaðurinn brúnaþungur að „þetta er eitthvað sem á ekki að geta gerst“ og að það væri „algjört lágmark að lögmenn upplýsi skjólstæðinga um framvindu málsins og ég tala nú ekki um allars svona meiriháttar ákvarðanir eins og að höfða dómsmál.““ Kennir lélegum lesskilningi eða lygum um Ómar segir að í fréttinni hafi verið látið að því liggja að í málinu hefðu verið viðhöfð óeðlileg vinnubrögð og jafnvel að hann hefði rekið dómsmál í nafni fólks sem hefði ekki haft hugmynd um það. „Nú er það svo, að lesskilningi fer verulega hrakandi á Íslandi. Þannig að það getur vel verið að helstu persónur þessa leikrits, sem að ofan er lýst, geti ekki lesið sér til gagns. En kannski var unga fjölskyldan, sem lýsti því sorgmædd að hún væri „að streða við að kaupa fyrstu eign“ bara að ljúga? Og formannsgreyið gleypti svo allt draslið hrátt, fyrst að hann komst nú í fréttirnar?“ Skrifuðu undir fullt umboð Í færslunni rekur Ómar í nokkuð löngu máli hvernig samskiptum Flugbóta.is og ungu hjónanna var háttað. Þau hafi samþykkt skilmála þar sem segir að þau veiti Ómari fullt og ótakmarkað umboð, meðal annars til þess að leggja fram bótakröfu og höfða dómsmál. Í mars árið 2022 hafi hjónin svo fengið tölvupóst þar sem þau voru beðin um að fylla út málflutningsumboð, vegna sérstakra krafna Neos. „Þau fylltu út umboðin sjálf og fengu lögfræðing í fjölskyldunni til þess að votta. Í umboðinu kemur fram að parið heimili undirrituðum að höfða mál gegn flugfélaginu.“ Málið varpi ljósi á afgreiðslu flugbótamála Eftir nokkur samskipti hafi starfsmaður sent ungu hjónunum póst þann 14. desember í fyrra þar sem þeim var tjáð að málið væri komið fyrir dómstóla og þau beðin um að senda flugmiða þeirra beggja. Þeim pósti hafi verið svarað 19. sama mánaðar og flugmiðar hengdir með. Málið hafi svo verið dómtekið og að loknum málflutningi hafi niðurstaða fengist, sem varpi ljósi á tiltekin atriði í afgreiðslu svona mála til framtíðar. Og unga parið komið með bæturnar sínar inn á bankareikninginn sinn. „Eftir sitja spurningarnar: Hefur lesskilningi ungs fólks farið svona hrikalega aftur eða er hér bara um að ræða gamaldags óheiðarleika eða athyglissýki? Og er það heppilegt að formaður Lögmannafélags Íslands sé að gaspra um hluti sem hann veit ákkúrat ekkert um?“ Lögmennska Dómsmál Neytendur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir formanninn haldinn „athyglissýki á lokastigi“ Sveinn Andri Sveinsson verjandi sakborninga í hryðjuverkamálinu segir Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, vera haldinn athyglissýki á lokastigi vegna ummæla hans í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag. 13. mars 2024 22:41 Kröfðust þegar greiddra bóta og fá feitan reikning Ungt par sem höfðaði mál til heimtu staðlaðra skaðabóta frá ítölsku flugfélagi situr uppi með 350 þúsund króna málskostnaðarreikning. Flugfélagið hafði þegar greitt parinu bæturnar og gott betur. 1. mars 2024 21:36 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Í lok febrúar síðastliðins var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness þar sem ítalska flugfélagið Neos var sýknað af kröfu ungra hjóna um staðlaðar skaðabætur með vöxtum og dráttarvöxtum, allt að frádregnum bótum sem félagið hafði þegar greitt. Flugfélagið var sýknað og ungu hjónin dæmd til þess að greiða því 350 þúsund krónur í málskostnað. Talsverða athygli vakti þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hjónanna, sem tjáðu honum að þau vissu hvorki að dómur væri fallinn í málinu né að þau hefðu verið dæmd til að greiða málskostnað. Vísir ræddi einnig við Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, sem gagnrýndi vinnubrögð Flugbóta. Ekki ánægður með „fjölmiðlaglaða formanninn“ Ómar hefur nú svarað ungu hjónunum opinberlega í færslu á Facebook-síðu Flugbóta.is. Hann segir frásögn þeirra ekki sannleikanum samkvæmt og gagnrýnir Sigurð Örn harðlega. „Sigurður Örn Grétarsson [sic], formaður Lögmannafélags Íslands, mætti líka þaninn á skeiðvöllinn, til þess að láta ljós sitt skína, í máli sem hann þekkti ekki haus né sporð á. Í viðtalinu sagði fjölmiðlaglaði formaðurinn brúnaþungur að „þetta er eitthvað sem á ekki að geta gerst“ og að það væri „algjört lágmark að lögmenn upplýsi skjólstæðinga um framvindu málsins og ég tala nú ekki um allars svona meiriháttar ákvarðanir eins og að höfða dómsmál.““ Kennir lélegum lesskilningi eða lygum um Ómar segir að í fréttinni hafi verið látið að því liggja að í málinu hefðu verið viðhöfð óeðlileg vinnubrögð og jafnvel að hann hefði rekið dómsmál í nafni fólks sem hefði ekki haft hugmynd um það. „Nú er það svo, að lesskilningi fer verulega hrakandi á Íslandi. Þannig að það getur vel verið að helstu persónur þessa leikrits, sem að ofan er lýst, geti ekki lesið sér til gagns. En kannski var unga fjölskyldan, sem lýsti því sorgmædd að hún væri „að streða við að kaupa fyrstu eign“ bara að ljúga? Og formannsgreyið gleypti svo allt draslið hrátt, fyrst að hann komst nú í fréttirnar?“ Skrifuðu undir fullt umboð Í færslunni rekur Ómar í nokkuð löngu máli hvernig samskiptum Flugbóta.is og ungu hjónanna var háttað. Þau hafi samþykkt skilmála þar sem segir að þau veiti Ómari fullt og ótakmarkað umboð, meðal annars til þess að leggja fram bótakröfu og höfða dómsmál. Í mars árið 2022 hafi hjónin svo fengið tölvupóst þar sem þau voru beðin um að fylla út málflutningsumboð, vegna sérstakra krafna Neos. „Þau fylltu út umboðin sjálf og fengu lögfræðing í fjölskyldunni til þess að votta. Í umboðinu kemur fram að parið heimili undirrituðum að höfða mál gegn flugfélaginu.“ Málið varpi ljósi á afgreiðslu flugbótamála Eftir nokkur samskipti hafi starfsmaður sent ungu hjónunum póst þann 14. desember í fyrra þar sem þeim var tjáð að málið væri komið fyrir dómstóla og þau beðin um að senda flugmiða þeirra beggja. Þeim pósti hafi verið svarað 19. sama mánaðar og flugmiðar hengdir með. Málið hafi svo verið dómtekið og að loknum málflutningi hafi niðurstaða fengist, sem varpi ljósi á tiltekin atriði í afgreiðslu svona mála til framtíðar. Og unga parið komið með bæturnar sínar inn á bankareikninginn sinn. „Eftir sitja spurningarnar: Hefur lesskilningi ungs fólks farið svona hrikalega aftur eða er hér bara um að ræða gamaldags óheiðarleika eða athyglissýki? Og er það heppilegt að formaður Lögmannafélags Íslands sé að gaspra um hluti sem hann veit ákkúrat ekkert um?“
Lögmennska Dómsmál Neytendur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir formanninn haldinn „athyglissýki á lokastigi“ Sveinn Andri Sveinsson verjandi sakborninga í hryðjuverkamálinu segir Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, vera haldinn athyglissýki á lokastigi vegna ummæla hans í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag. 13. mars 2024 22:41 Kröfðust þegar greiddra bóta og fá feitan reikning Ungt par sem höfðaði mál til heimtu staðlaðra skaðabóta frá ítölsku flugfélagi situr uppi með 350 þúsund króna málskostnaðarreikning. Flugfélagið hafði þegar greitt parinu bæturnar og gott betur. 1. mars 2024 21:36 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Segir formanninn haldinn „athyglissýki á lokastigi“ Sveinn Andri Sveinsson verjandi sakborninga í hryðjuverkamálinu segir Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, vera haldinn athyglissýki á lokastigi vegna ummæla hans í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag. 13. mars 2024 22:41
Kröfðust þegar greiddra bóta og fá feitan reikning Ungt par sem höfðaði mál til heimtu staðlaðra skaðabóta frá ítölsku flugfélagi situr uppi með 350 þúsund króna málskostnaðarreikning. Flugfélagið hafði þegar greitt parinu bæturnar og gott betur. 1. mars 2024 21:36