Segir formanninn haldinn „athyglissýki á lokastigi“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2024 22:41 Sveinn Andri segist hlakka til að fá nýjan formann í haust. Vísir/Samsett Sveinn Andri Sveinsson verjandi sakborninga í hryðjuverkamálinu segir Sigurð Örn Hilmarsson, formann Lögmannafélags Íslands, vera haldinn athyglissýki á lokastigi vegna ummæla hans í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag. Í viðtalinu sagðist Sigurður ekki taka undir með Sveini og meðverjanda hans Einari Oddi Sigurðssyni að niðurstaða hryðjuverkamálsins sé áfellisdómur fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sigurður segir í viðtalinu að sýknudómurinn í gær hafi ekki komið sér á óvart vegna þess hvað sönnunarmatið sé strangt þegar metinn er ásetningur fólks en Sveinn hefur verið mjög gagnrýninn á störf lögreglu í málinu. „Formaður Lögmannafélagsins er haldinn athyglissýki á lokastigi og er einstaklega laginn við það að koma sér í fjölmiðla til að tjá sig um mál sem hann hefur ekki hundsvit á og þekkir ekkert til; til þess eins að láta ljós sitt skína,“ segir Sveinn í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook í dag. Í færslunni segir hann sig og meðverjanda sinn hafa farið í gegnum allt málið frá upphafi til enda og fylgst með „ raðklúðri og síendurteknum mistökum lögreglu við meðferð málsins.“ Þeir séu þar af leiðandi í betri stöðu til að tjá sig fyrir hönd sinna umbjóðenda um störf lögreglu og ákæruvalds í málinu. „Í hvaða umboði er formaður Lögmannafélagsins að tjá sig um mál sem e.t.v. mun fara áfram á áfrýjunarstig eða verða grundvöllur skaðabótakröfu?“ spyr Sveinn. „Það væri óskandi að formaðurinn gæti tileinkað sér það stundum að þegja frekar en að tjá sig. Sérstaklega þegar hann hefur ekkert með það að gera að gaspra í fjölmiðlum um einstök mál sem eru rekin fyrir dómstólum og hann hefur enga aðkomu að. Mikið verður gott að fá nýjan formann í vor,“ skrifar Sveinn. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir „Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
Í viðtalinu sagðist Sigurður ekki taka undir með Sveini og meðverjanda hans Einari Oddi Sigurðssyni að niðurstaða hryðjuverkamálsins sé áfellisdómur fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sigurður segir í viðtalinu að sýknudómurinn í gær hafi ekki komið sér á óvart vegna þess hvað sönnunarmatið sé strangt þegar metinn er ásetningur fólks en Sveinn hefur verið mjög gagnrýninn á störf lögreglu í málinu. „Formaður Lögmannafélagsins er haldinn athyglissýki á lokastigi og er einstaklega laginn við það að koma sér í fjölmiðla til að tjá sig um mál sem hann hefur ekki hundsvit á og þekkir ekkert til; til þess eins að láta ljós sitt skína,“ segir Sveinn í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook í dag. Í færslunni segir hann sig og meðverjanda sinn hafa farið í gegnum allt málið frá upphafi til enda og fylgst með „ raðklúðri og síendurteknum mistökum lögreglu við meðferð málsins.“ Þeir séu þar af leiðandi í betri stöðu til að tjá sig fyrir hönd sinna umbjóðenda um störf lögreglu og ákæruvalds í málinu. „Í hvaða umboði er formaður Lögmannafélagsins að tjá sig um mál sem e.t.v. mun fara áfram á áfrýjunarstig eða verða grundvöllur skaðabótakröfu?“ spyr Sveinn. „Það væri óskandi að formaðurinn gæti tileinkað sér það stundum að þegja frekar en að tjá sig. Sérstaklega þegar hann hefur ekkert með það að gera að gaspra í fjölmiðlum um einstök mál sem eru rekin fyrir dómstólum og hann hefur enga aðkomu að. Mikið verður gott að fá nýjan formann í vor,“ skrifar Sveinn.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir „Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
„Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið og ríkislögreglustjóra“ Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur sakborninga í hryðjuverkamálinu segja niðurstöðuna áfellisdóm fyrir embætti ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Sakborningar voru sakfelldir fyrir vopnalagabrot en sýknaðir af þeim ákærulið sem sneri að hryðjuverkum. 12. mars 2024 13:42