Ráðist á Árna Tómas á læknastofu hans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. mars 2024 11:49 Árni, sem er 74 ára, segist hafa jafnað sig að mestu eftir árásina. Læknablaðið Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir varð fyrir líkamsárás á læknastofu sinni í vikunni, þegar tveir menn mættu á stofuna og kröfðust þess að hann breytti læknisvottorði sem hann hafði skrifað fyrir móður annars þeirra. „Hún hafði flúið til Spánar eftir að ég var hættur, þar sem fíklamál eru frjálslegri. Hún bað mig um að skrifa vottorð um að hún hefði fengið dópið hjá mér og að ég bætti við að hún væri að taka þetta vegna gigtar og gamals fótbrots,“ segir Árni Tómas í samtali við Heimildina. Hann vildi hins vegar aðeins staðfesta að hún væri fíkill en konan og sonur hennar sættu sig ekki við þau málalok. „Þess vegna ruddust þeir inn til mín, nokkuð ógnandi, og heimtuðu nýtt vottorð, sem ég neitaði þeim um. Þeir urðu nokkuð æstir, einkum sonur konunnar, en ég neitaði stöðugt og vísaði þeim út. Þegar sá fyrri var við það að fara kom sá seinni og kýldi mig mjög föstu höggi fyrir bringspalirnar þannig að ég lá emjandi á gólfinu um hríð. Það sást síðan til þeirra hlaupa út Austurstræti,“ segir Árni Tómas. Hann segist hafa komist heim að sjálfsdáðun og jafnað sig að mestu en þetta sé í fyrsta sinn sem „fíklamál hans“ hafi endað með ofbeldi. Árni Tómas ítrekar við Heimildina að árásin breyti engu um afstöðu hans til sprautufíkla, sem séu „ágætisfólk“. Viðurkennir að hafa kallað landlækni miður fallegum nöfnum Árni Tómas var í desember síðastliðnum sviptur leyfi til að skrifa út morfínskyld lyf en hann hafði þá verið mjög opinn með það að gefa út ávísanir til fíknisjúklinga. Hann kvartaði vegna ákvörðunarinnar en segist ekkert hafa heyrt frá Ölmu Möller landlækni. Í viðtalinu við Heimildina viðurkennir Árni Tómas að hafa kallað Ölmu miður fallegum nöfnum í tölvupóstum til hennar en játar jafnframt að hafa verið meðvitaður um að hann væri kominn „út á svolítið hálan ís“ þegar hann hóf að skrifa upp á morfín fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins. Heimildin birtir einnig texta úr bréfi embættisins til Árna Tómasar sem er dagsett 7. mars síðastliðinn en þar segir meðal annars: „Við hjá embættinu höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við og aðstoða þennan hóp. Best hefði verið ef þú hefðir, í þágu skjólstæðinga þinna, unnið þetta með okkur eins og við báðum þig um í bréfi um boðun sviptingar, en því neitaðir þú jú blákalt.“ Sviptingin hefði alls ekki verið fyrirvaralaus. „Það er engin áfrýjunarleið. Ég var bara sviptur og vertu blessaður. Ég hef staðið í þessu lengi og er orðinn uppgefinn. Ég get ekki staðið í þessu lengur. Það góða við það sem ég hef verið að gera er ekki bara að láta þessum strákum líða betur heldur hef ég vakið athygli á málefninu. Nú eru margir að tala um þetta, málefnið er í umræðunni og það er kannski það sem ég skil helst eftir mig. Menn geta ekki horft fram hjá þessu lengur,“ sagði Árni Tómas í nýlegu viðtali við Vísi. Hér má finna ítarlegt viðtal Heimildarinnar við Árna Tómas. Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. 17. apríl 2023 22:02 Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. 17. desember 2023 19:00 Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjá meira
„Hún hafði flúið til Spánar eftir að ég var hættur, þar sem fíklamál eru frjálslegri. Hún bað mig um að skrifa vottorð um að hún hefði fengið dópið hjá mér og að ég bætti við að hún væri að taka þetta vegna gigtar og gamals fótbrots,“ segir Árni Tómas í samtali við Heimildina. Hann vildi hins vegar aðeins staðfesta að hún væri fíkill en konan og sonur hennar sættu sig ekki við þau málalok. „Þess vegna ruddust þeir inn til mín, nokkuð ógnandi, og heimtuðu nýtt vottorð, sem ég neitaði þeim um. Þeir urðu nokkuð æstir, einkum sonur konunnar, en ég neitaði stöðugt og vísaði þeim út. Þegar sá fyrri var við það að fara kom sá seinni og kýldi mig mjög föstu höggi fyrir bringspalirnar þannig að ég lá emjandi á gólfinu um hríð. Það sást síðan til þeirra hlaupa út Austurstræti,“ segir Árni Tómas. Hann segist hafa komist heim að sjálfsdáðun og jafnað sig að mestu en þetta sé í fyrsta sinn sem „fíklamál hans“ hafi endað með ofbeldi. Árni Tómas ítrekar við Heimildina að árásin breyti engu um afstöðu hans til sprautufíkla, sem séu „ágætisfólk“. Viðurkennir að hafa kallað landlækni miður fallegum nöfnum Árni Tómas var í desember síðastliðnum sviptur leyfi til að skrifa út morfínskyld lyf en hann hafði þá verið mjög opinn með það að gefa út ávísanir til fíknisjúklinga. Hann kvartaði vegna ákvörðunarinnar en segist ekkert hafa heyrt frá Ölmu Möller landlækni. Í viðtalinu við Heimildina viðurkennir Árni Tómas að hafa kallað Ölmu miður fallegum nöfnum í tölvupóstum til hennar en játar jafnframt að hafa verið meðvitaður um að hann væri kominn „út á svolítið hálan ís“ þegar hann hóf að skrifa upp á morfín fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins. Heimildin birtir einnig texta úr bréfi embættisins til Árna Tómasar sem er dagsett 7. mars síðastliðinn en þar segir meðal annars: „Við hjá embættinu höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við og aðstoða þennan hóp. Best hefði verið ef þú hefðir, í þágu skjólstæðinga þinna, unnið þetta með okkur eins og við báðum þig um í bréfi um boðun sviptingar, en því neitaðir þú jú blákalt.“ Sviptingin hefði alls ekki verið fyrirvaralaus. „Það er engin áfrýjunarleið. Ég var bara sviptur og vertu blessaður. Ég hef staðið í þessu lengi og er orðinn uppgefinn. Ég get ekki staðið í þessu lengur. Það góða við það sem ég hef verið að gera er ekki bara að láta þessum strákum líða betur heldur hef ég vakið athygli á málefninu. Nú eru margir að tala um þetta, málefnið er í umræðunni og það er kannski það sem ég skil helst eftir mig. Menn geta ekki horft fram hjá þessu lengur,“ sagði Árni Tómas í nýlegu viðtali við Vísi. Hér má finna ítarlegt viðtal Heimildarinnar við Árna Tómas.
Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. 17. apríl 2023 22:02 Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. 17. desember 2023 19:00 Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjá meira
Viðhaldsmeðferðir við fíkn eigi ekki að vera í höndum einstaka lækna Landlæknir segir að mál geðlæknisins, sem sviptur var ávísanaleyfi á dögunum, sé fordæmalaust vegna magns þeirra ópíóíðalyfja sem skrifað var upp á. Svokallaðar viðhaldsmeðferðir eigi ekki heima hjá einstökum læknum en kallar eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í vímuefnamálum. 17. apríl 2023 22:02
Ávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar engin lausn Lyfjaávísanir morfínlyfja til fíkla í nafni skaðaminnkunar er engin lausn, að mati framkvæmdastjóra lækninga hjá SÁÁ. Fíklar sem séu í neyslu geti fengið lyfjameðferð. 17. desember 2023 19:00
Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30