Fimm marka kvöld hjá West Ham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2024 19:49 Leikmenn West Ham fagna hér öðru marka Mohammed Kudus í kvöld. Getty/Justin Setterfield West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld. West Ham og AC Milan unnu bæði örugga sigra, Marseille var næstum því búið að missa frá sér fjögurra marka forskot úr fyrri leiknum og Varsjáin dæmdi sigurmark Benfica gilt í Glasgow. West Ham vann 5-0 sigur á þýska liðinu Freiburg og þar með 5-1 samanlagt. West Ham var búið að snúa við 1-0 tapi úr fyrri leiknum við Freiburg strax í fyrri hálfleik. West Ham komst í 2-0 eftir mörk frá Lucas Paqueta á 9. mínútu og Jarrod Bowen á 32. mínútu. West Ham bætti síðan við þriðja markinu eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik þegar Bowen lagði upp mark fyrir Aaron Cresswell. Mohammed Kudus skoraði síðan fjórða markið á 77. mínútu og úrslitin voru endanlega ráðin. Kudus bætti síðan við fimmta markinu og öðru marki sínu á 85. mínútu eftir aðra stoðsendingu Bowen í leiknum. AC Milan vann 3-1 útisigur á Slavia Prag eftir að hafa verið komið í 3-0 í hálfleik. Tékkarnir misstu Tomas Holes af velli með rautt spjald á 20. mínútu ofan á það að hafa tapað fyrri leiknum 4-2. Christian Pulisic skoraði fyrsta markið á 33. mínútu, Ruben Loftus-Cheek skoraði annað markið á 36. mínútu og þriðja markið skoraði Rafael Leao í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Slavia Prag minnkaði muninn á 85. mínútu en komst ekki nær. Marseille tapaði 3-1 á móti Villarreal en lifði á úrslitunum úr fyrri leiknum. Marseille vann fyrri leikinn 4-0 og þurfti því ekki að hafa miklar áhyggjur á móti Villarreal. Spænska liðið vann leikinn með tveimur mörkum en þurfti miklu meira. Benfica sló Rangers út eftir 1-0 sigur í Skotlandi en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Rafa Silva kom Benfica í 1-0 á 66. mínútu en markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin leiðrétti hins vegar þann dóm. Evrópudeild UEFA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
West Ham og AC Milan unnu bæði örugga sigra, Marseille var næstum því búið að missa frá sér fjögurra marka forskot úr fyrri leiknum og Varsjáin dæmdi sigurmark Benfica gilt í Glasgow. West Ham vann 5-0 sigur á þýska liðinu Freiburg og þar með 5-1 samanlagt. West Ham var búið að snúa við 1-0 tapi úr fyrri leiknum við Freiburg strax í fyrri hálfleik. West Ham komst í 2-0 eftir mörk frá Lucas Paqueta á 9. mínútu og Jarrod Bowen á 32. mínútu. West Ham bætti síðan við þriðja markinu eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik þegar Bowen lagði upp mark fyrir Aaron Cresswell. Mohammed Kudus skoraði síðan fjórða markið á 77. mínútu og úrslitin voru endanlega ráðin. Kudus bætti síðan við fimmta markinu og öðru marki sínu á 85. mínútu eftir aðra stoðsendingu Bowen í leiknum. AC Milan vann 3-1 útisigur á Slavia Prag eftir að hafa verið komið í 3-0 í hálfleik. Tékkarnir misstu Tomas Holes af velli með rautt spjald á 20. mínútu ofan á það að hafa tapað fyrri leiknum 4-2. Christian Pulisic skoraði fyrsta markið á 33. mínútu, Ruben Loftus-Cheek skoraði annað markið á 36. mínútu og þriðja markið skoraði Rafael Leao í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Slavia Prag minnkaði muninn á 85. mínútu en komst ekki nær. Marseille tapaði 3-1 á móti Villarreal en lifði á úrslitunum úr fyrri leiknum. Marseille vann fyrri leikinn 4-0 og þurfti því ekki að hafa miklar áhyggjur á móti Villarreal. Spænska liðið vann leikinn með tveimur mörkum en þurfti miklu meira. Benfica sló Rangers út eftir 1-0 sigur í Skotlandi en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Rafa Silva kom Benfica í 1-0 á 66. mínútu en markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin leiðrétti hins vegar þann dóm.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann