Hyggst breyta lögum svo hægt verði að afturkalla dvalarleyfi síbrotafólks Bjarki Sigurðsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 13. mars 2024 18:30 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segist vilja breyta lögum svo hægt sé að vísa burt fólki sem fengið hefur hér hæli en brýtur lög ítrekað. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra hyggst breyta lögum þannig hægt verði að afturkalla dvalarleyfi fólks með alþjóðlega vernd brjóti það af sér hér á landi. Samkvæmt núgildandi lögum er ekki hægt að senda mann úr landi sem hefur framið stunguárás og hótað vararíkissaksóknara ítrekað. Fréttastofa hefur síðustu daga fjallað um mann sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar sem hann framdi í verslun OK Market í Valshverfinu fyrir viku síðan. Árásarmaðurinn hafði áreitt og hótað manninum sem hann stakk um árabil, að sögn fórnarlambsins vegna þess að hann túlkaði fyrir mann sem var að kæra árásarmanninn. Og sá er ekki einn um að sæta hótunum af hálfu mannsins, Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hefur einnig í nokkur ár ítrekað lent í því að maðurinn hóti honum og fjölskyldu hans. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær velti hann því fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að senda manninn úr landi vegna brota sinna, sem eru tæplega hundrað talsins, en maðurinn kom hingað árið 2018 frá Sýrlandi og er með alþjóðlega vernd. „Í þessu tiltekna máli er það svo að það er ekki heimild í íslenskum lögum og ekki heldur samkvæmt meginrétti þjóðarréttar að senda fólk úr landi enda hefur það hlotið vernd hér vegna þess að það hefur verið ofsótt eða lífi þess ógnað í heimaríkinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að á Norðurlöndunum séu heimildir í lögum til þess að afturkalla dvalarleyfi einstaklinga sem hafa brotið af sér. „Ég tel fulla ástæðu til að við tökum það til skoðunar hér á landi enda hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að eftir að ég kom í embætti hef ég lagt mjög miklar áherslu á það að við samræmum löggjöf okkar og regluverk við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum,“ segir Guðrún. Er þetta eitthvað sem þú hugsar með þér að fara með á borð ríkisstjórnar og endurskoða? „Já,“ segir Guðrún. Heimildin misjöfn milli hópa Annmarkar á löggjöf vegna þessa máls voru til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar lýsti Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar, þessum lögum. „Það er heimild í lögum um útlendinga til að afturkalla dvalarleyfi og brottvísa einstaklingum sem fremja glæpi. Þessi heimild er mjög misjöfn eftir því hvers konar dvalarleyfishafa er um að ræða. Það má segja það að þeir einstaklingar sem eru hafa að vera stutt hér á landi og eru ekki komnir með ótímabundin leyfi það eru víðari heimildir til að afturkalla slík leyfi,“ sagði Íris. „En þegar við erum komin með einstakling sem er annað hvort með ótímabundið leyfi hér á landi eða einstakling sem er með dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar. Þá eru í raun heimildirnar tæmandi taldar í lögum um útlendinga.“ Hlusta má á viðtalið við Írisi í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mál Mohamad Kourani Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Fréttastofa hefur síðustu daga fjallað um mann sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar sem hann framdi í verslun OK Market í Valshverfinu fyrir viku síðan. Árásarmaðurinn hafði áreitt og hótað manninum sem hann stakk um árabil, að sögn fórnarlambsins vegna þess að hann túlkaði fyrir mann sem var að kæra árásarmanninn. Og sá er ekki einn um að sæta hótunum af hálfu mannsins, Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hefur einnig í nokkur ár ítrekað lent í því að maðurinn hóti honum og fjölskyldu hans. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær velti hann því fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að senda manninn úr landi vegna brota sinna, sem eru tæplega hundrað talsins, en maðurinn kom hingað árið 2018 frá Sýrlandi og er með alþjóðlega vernd. „Í þessu tiltekna máli er það svo að það er ekki heimild í íslenskum lögum og ekki heldur samkvæmt meginrétti þjóðarréttar að senda fólk úr landi enda hefur það hlotið vernd hér vegna þess að það hefur verið ofsótt eða lífi þess ógnað í heimaríkinu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir að á Norðurlöndunum séu heimildir í lögum til þess að afturkalla dvalarleyfi einstaklinga sem hafa brotið af sér. „Ég tel fulla ástæðu til að við tökum það til skoðunar hér á landi enda hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að eftir að ég kom í embætti hef ég lagt mjög miklar áherslu á það að við samræmum löggjöf okkar og regluverk við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum,“ segir Guðrún. Er þetta eitthvað sem þú hugsar með þér að fara með á borð ríkisstjórnar og endurskoða? „Já,“ segir Guðrún. Heimildin misjöfn milli hópa Annmarkar á löggjöf vegna þessa máls voru til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar lýsti Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar, þessum lögum. „Það er heimild í lögum um útlendinga til að afturkalla dvalarleyfi og brottvísa einstaklingum sem fremja glæpi. Þessi heimild er mjög misjöfn eftir því hvers konar dvalarleyfishafa er um að ræða. Það má segja það að þeir einstaklingar sem eru hafa að vera stutt hér á landi og eru ekki komnir með ótímabundin leyfi það eru víðari heimildir til að afturkalla slík leyfi,“ sagði Íris. „En þegar við erum komin með einstakling sem er annað hvort með ótímabundið leyfi hér á landi eða einstakling sem er með dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar. Þá eru í raun heimildirnar tæmandi taldar í lögum um útlendinga.“ Hlusta má á viðtalið við Írisi í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Lögreglumál Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mál Mohamad Kourani Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira