Brynja Dan vill aðgerðir gegn rasisma Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2024 14:31 Brynja Dan segir Ísland einstaklega einsleitt samfélag en það sé sem betur fer að breytast. Hún hefur sent innviðaráðherra fyrirspurn um hvernig fræðslu um hatursorðræðu er háttað í sveitarfélögum og allra ráðherra um fræðslu í sínum ráðuneytum. Brynja Dan Gunnarsdóttir Framsóknarflokki kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störf þingsins þar sem hún sagði rasisma hafa náð áður óþekktum hæðum. Brynja hóf mál sitt á því að lýsa yfir vonbrigðum sínum yfir því að aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu hefði ekki náð fram að ganga á síðasta þingi. En það þýði hins vegar ekki að ráðuneytin og sveitarfélögin geti ekki farið í fræðslu fyrir sína starfsmenn um þessi mál. Umræðan náð nýrri lægð Því hefur Brynja lagt fram fyrirspurnir til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um fræðslu hjá sveitarfélögum og svo til allra ráðherra um hvernig fræðslu sé háttað innan þeirra ráðuneyta. Þess má geta að Sigurður Ingi hefur reynslu af slíkum málum frá fyrstu hendi. En aftur að ræðu Brynju sem féll í afar góðan jarðveg í þingsalnum. Hún spurði af hverju hún væri að tala um þetta núna? Og svaraði sér sjálf: „Jú, því mér fannst umræðan ná nýrri lægð síðustu vikurnar. Ég vil einhvern veginn aldrei setja sjálfa mig inn í þessa jöfnu. En það er víst þannig að minn veruleiki er að einhverju leyti annar en ykkar flestra. Ég á til að mynda önnur samtöl við barnið mitt en þið flest sem hérna sitjið. Ég bý við forréttindastöðu þegar kemur að mörgu en ég finn sterkt í ýmsum aðstæðum að ég er oft ein, eina ein af mjög fáum með annan húðlit. Ísland er einstaklega einsleitt samfélag. En það er sem betur fer að breytast.“ Hrósaði Menntaskólanum á Laugavatni sérstaklega Brynja sagði að það væri sérdeilis frábært ef öll sveitarfélög væru með verklag, forvarnir og aðgerðaráætlun þegar upp kemur rasismi í skólum, leikskólum, innan íþróttahreyfingarinnar eða annars staðar í samfélaginu. Það myndi veita öryggi, traust og utanumhald fyrir jaðarsetta hópa. „Ég hvet því allar sveitastjórnir til að taka þessu alvarlega; að setja af stað einhvers konar aðgerðaráætlun sem unnin er með fagfólki. Að taka af skarið og vera leiðandi. Staðreyndin er sú að þeir sem eru af erlendu bergi brotnir búa við annan veruleika. Það þarf að hafa skýrt verklag í viðbrögðum við rasisma.“ Þá hrósaði Brynja sérstaklega Menntaskólanum að Laugarvatni. „Fyrir afdráttarlausa afstöðu og vönduð vinnubrögð í síðustu viku þegar mál af þessum toga kom upp,“ sagði Brynja og uppskar heyr, heyr, heyr úr þingsal. Framsóknarflokkurinn Tjáningarfrelsi Kynþáttafordómar Alþingi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Brynja hóf mál sitt á því að lýsa yfir vonbrigðum sínum yfir því að aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu hefði ekki náð fram að ganga á síðasta þingi. En það þýði hins vegar ekki að ráðuneytin og sveitarfélögin geti ekki farið í fræðslu fyrir sína starfsmenn um þessi mál. Umræðan náð nýrri lægð Því hefur Brynja lagt fram fyrirspurnir til Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra um fræðslu hjá sveitarfélögum og svo til allra ráðherra um hvernig fræðslu sé háttað innan þeirra ráðuneyta. Þess má geta að Sigurður Ingi hefur reynslu af slíkum málum frá fyrstu hendi. En aftur að ræðu Brynju sem féll í afar góðan jarðveg í þingsalnum. Hún spurði af hverju hún væri að tala um þetta núna? Og svaraði sér sjálf: „Jú, því mér fannst umræðan ná nýrri lægð síðustu vikurnar. Ég vil einhvern veginn aldrei setja sjálfa mig inn í þessa jöfnu. En það er víst þannig að minn veruleiki er að einhverju leyti annar en ykkar flestra. Ég á til að mynda önnur samtöl við barnið mitt en þið flest sem hérna sitjið. Ég bý við forréttindastöðu þegar kemur að mörgu en ég finn sterkt í ýmsum aðstæðum að ég er oft ein, eina ein af mjög fáum með annan húðlit. Ísland er einstaklega einsleitt samfélag. En það er sem betur fer að breytast.“ Hrósaði Menntaskólanum á Laugavatni sérstaklega Brynja sagði að það væri sérdeilis frábært ef öll sveitarfélög væru með verklag, forvarnir og aðgerðaráætlun þegar upp kemur rasismi í skólum, leikskólum, innan íþróttahreyfingarinnar eða annars staðar í samfélaginu. Það myndi veita öryggi, traust og utanumhald fyrir jaðarsetta hópa. „Ég hvet því allar sveitastjórnir til að taka þessu alvarlega; að setja af stað einhvers konar aðgerðaráætlun sem unnin er með fagfólki. Að taka af skarið og vera leiðandi. Staðreyndin er sú að þeir sem eru af erlendu bergi brotnir búa við annan veruleika. Það þarf að hafa skýrt verklag í viðbrögðum við rasisma.“ Þá hrósaði Brynja sérstaklega Menntaskólanum að Laugarvatni. „Fyrir afdráttarlausa afstöðu og vönduð vinnubrögð í síðustu viku þegar mál af þessum toga kom upp,“ sagði Brynja og uppskar heyr, heyr, heyr úr þingsal.
Framsóknarflokkurinn Tjáningarfrelsi Kynþáttafordómar Alþingi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira