Fótbolti

Benitez rekinn eftir skelfi­legt gengi

Sindri Sverrisson skrifar
Rafa Benítez hefur verið rekinn.
Rafa Benítez hefur verið rekinn. Getty/Oscar J. Barroso

Spænski knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hefur verið rekinn úr starfi hjá spænska efstudeildarfélaginu Celta Vigo.

Forráðamönnum Celta Vigo brast þolinmæðin eftir fjögurra marka tap gegn Real Madrid á sunnudaginn en eftir tapið er liðið aðeins einu sæti, og tveimur stigum, frá fallsæti.

Undir stjórn Benitez, sem er 63 ára gamall, vann Celta aðeins fimm af 28 deildarleikjum, og safnaði 24 stigum, en hann var ráðinn síðasta sumar.

Benitez stýrði Liverpool á árunum 2004-2010 og undir hans stjórn vann liðið Meistaradeild Evrópu árið 2005. Á Englandi hefur hann einnig stýrt Newcastle í þrjú ár og hann tók við Everton sumarið 2021 en var rekinn í janúar í fyrra eftir níu töp í þrettán leikjum. Þá var hann um skamman tíma stjóri Chelsea en stýrði liðinu til sigurs í Evrópudeildinni 2013.

Benitez hefur einnig meðal annars stýrt Real Madrid, Napoli, Inter og Valencia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×