Lífið

Leit við hjá Fischer og segir hann enn besta skák­meistara sögunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hans Niemann við leiði Bobby Fischer.
Hans Niemann við leiði Bobby Fischer. Hans Niemann

Skákmeistarinn Hans Niemann stoppaði stutt á Íslandi um helgina og heimsótti gröf bandaríska stórmeistarans Bobby Fischer á afmælisdag þess síðarnefnda. Eins og frægt er bjó Fischer síðustu æviárin hér á landi og er jarðsettur á Selfossi. 

Niemann birti ljósmynd af sér við grafreit Fischers á Selfossi á Instagram á laugardag, 9. mars. Niemann óskar Fischer í færslunni til hamingju með afmælið og segir hann besta skákmeistara allra tíma:

„Þú breyttir tafli eins og enginn annar og varst innblástur fyrir heila kynslóð. Arfleifð þín og áhrif eru ævarandi.“

Vignir Vatnar Stefánsson vinur Niemanns og stórmeistari í skák segir í samtali við fréttastofu að Niemann hafi stoppað stutt á landinu, átt leið hér um og viljað heimsækja leiði Fischers. Þeir félagarnir hafi því gert sér ferð austur fyrir fjall um helgina. Niemann komi ekki til með að taka þátt í Reykjavíkurskákmótinu sem hefst á föstudag.

Niemann birti í gær myndbandsdagbókarfærslu, svokallað vlog, á Instagram síðu sinni þar sem hann reifar heimsókn sína til landsins. Þar segist hann hafa litið við í Fischersafninu og keypt þar bækur, póstkort og boli svo fátt eitt sé nefnt. 


Tengdar fréttir

Enginn titringur lengur á milli Carl­sen og Niemann

Magnus Carl­sen, marg­faldur heims­meistari í skák og Hans Niemann, skák­meistari, hafa náð sáttum og segist Carl­sen reiðu­búinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skák­mótum í fram­tíðinni, að því er fram kemur í um­fjöllun Guar­dian.

Meið­yrða­máli Niemann gegn Carl­sen vísað frá

Alríkisdómstóll í Missouri í Bandaríkjunum vísaði meiðyrðamáli Hans Niemann gegn norska stórmeistaranum Magnusi Carlsen og skákvefnum Chess.com frá dómi í gær. Niemann krafðist hundrað milljóna dollara í bætur vegna ásakana um að hann hefði haft rangt við þegar hann sigraði Carlsen á móti í fyrra.

„Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úr­slitum meistara­deildarinnar“

Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×