Lingard-æði í Suður-Kóreu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2024 19:16 Jesse Lingard er mættur til Suður-Kóreu. MB Media/Getty Images Knattspyrnuferill Jesse Lingard var á hraðri niðurleið undir lok síðasta árs. Ekkert lið vildi semja við þennan 31 árs gamla sóknarþenkjandi leikmann og það virtist sem eini möguleikinn væri að setja skóna upp á hillu. Það er þangað til það barst tilboð frá Suður-Kóreu. Lingard er uppalinn hjá Manchester United og átti að mörgu leyti fínan feril með liðinu. Hann var einnig lánaður hingað og þangað en skipti endanlega til Nottingham Forest fyrir síðustu leiktíð. Hann náði ekki að sýna sínar bestu hliðar þó svo að Forest hafi haldið sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Síðan gekk allt á afturfótunum hjá Lingard, það er þangað til hann samdi við FC Seúl í Suður-Kóreu í upphafi þessa árs. Síðan hefur Lingard-æði gripið um sig í landinu. 'The Lingard Zone' selling only No 10 shirts Tickets gone in 2mins 30secs Average attendance doubled FC Seoul's YouTube channel viewing figures up 800%Jesse Lingard might be a forgotten man in England but he is box office in South Korea, as @stujames75 witnessed....— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 11, 2024 Í aðdraganda fyrsta heimaleiks Lingard með FC Seúl var sett upp svokallað „The Lingard Zone“ fyrir utan heimavöll liðsins. Markmiðið var að reyna anna eftirspurn á varningi tengdum Lingard. Þá aðallega treyjum með nafni hans og númerinu 10 á bakinu. Fólk var mætt í röð fjórum tímum áður en leikurinn hófst. FC Seúl hafði mætt Gwangju á útivelli í 1. umferð deildarinnar, þar seldust allir 7805 miðarnir upp á tveimur og hálfri mínútu. Í fyrsta heimaleiknum – þar sem vitað var að Lingard myndi ekki byrja út af skorti á leikæfingu – voru samtals nærri 52 þúsund manns mætt. Það eru tvöfalt fleiri en voru að meðaltali á leikjum liðsins á síðustu leiktíð. Over 50,000 fans showed up to watch Jesse Lingard s FC Seoul debut on Sunday pic.twitter.com/2pnMXVsIvu— B/R Football (@brfootball) March 11, 2024 The Athletic var á staðnum til að fjalla um Lingard-æðið. Þar segir einnig að áhorf á Youtube-rás félagsins hafi aukist um 800 prósent. Þá er FC Seúl fyrsta liðið í K-League, efstu deild landsins, til að vera með fleiri en 100 þúsund áskrifendur á Youtube. Því miður fyrir FC Seúl, sem er að flestra mati stærsta lið Suður-Kóreu, þá gerði liðið markalaust jafntefli við Incheon United í fyrsta heimaleik Lingards. Að þessu sinni lék Englendingurinn 60 mínútur en í 2-0 tapinu gegn Gwangju lék hann aðeins 13 og fékk gult spjald í uppbótartíma. Næst er bara að spila heilan leik og ná í eins og einn sigur áður en illa fer. Fótbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira
Lingard er uppalinn hjá Manchester United og átti að mörgu leyti fínan feril með liðinu. Hann var einnig lánaður hingað og þangað en skipti endanlega til Nottingham Forest fyrir síðustu leiktíð. Hann náði ekki að sýna sínar bestu hliðar þó svo að Forest hafi haldið sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Síðan gekk allt á afturfótunum hjá Lingard, það er þangað til hann samdi við FC Seúl í Suður-Kóreu í upphafi þessa árs. Síðan hefur Lingard-æði gripið um sig í landinu. 'The Lingard Zone' selling only No 10 shirts Tickets gone in 2mins 30secs Average attendance doubled FC Seoul's YouTube channel viewing figures up 800%Jesse Lingard might be a forgotten man in England but he is box office in South Korea, as @stujames75 witnessed....— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 11, 2024 Í aðdraganda fyrsta heimaleiks Lingard með FC Seúl var sett upp svokallað „The Lingard Zone“ fyrir utan heimavöll liðsins. Markmiðið var að reyna anna eftirspurn á varningi tengdum Lingard. Þá aðallega treyjum með nafni hans og númerinu 10 á bakinu. Fólk var mætt í röð fjórum tímum áður en leikurinn hófst. FC Seúl hafði mætt Gwangju á útivelli í 1. umferð deildarinnar, þar seldust allir 7805 miðarnir upp á tveimur og hálfri mínútu. Í fyrsta heimaleiknum – þar sem vitað var að Lingard myndi ekki byrja út af skorti á leikæfingu – voru samtals nærri 52 þúsund manns mætt. Það eru tvöfalt fleiri en voru að meðaltali á leikjum liðsins á síðustu leiktíð. Over 50,000 fans showed up to watch Jesse Lingard s FC Seoul debut on Sunday pic.twitter.com/2pnMXVsIvu— B/R Football (@brfootball) March 11, 2024 The Athletic var á staðnum til að fjalla um Lingard-æðið. Þar segir einnig að áhorf á Youtube-rás félagsins hafi aukist um 800 prósent. Þá er FC Seúl fyrsta liðið í K-League, efstu deild landsins, til að vera með fleiri en 100 þúsund áskrifendur á Youtube. Því miður fyrir FC Seúl, sem er að flestra mati stærsta lið Suður-Kóreu, þá gerði liðið markalaust jafntefli við Incheon United í fyrsta heimaleik Lingards. Að þessu sinni lék Englendingurinn 60 mínútur en í 2-0 tapinu gegn Gwangju lék hann aðeins 13 og fékk gult spjald í uppbótartíma. Næst er bara að spila heilan leik og ná í eins og einn sigur áður en illa fer.
Fótbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Sjá meira