Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2024 19:20 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Arnar Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar óskaði verkalýðshreyfingunni til hamingju með samningana og fagnaði áherslu á strerkari tilfærlukerfi. Hún gæti hins vegar varla óskað ríkisstjórninni og fjármálaráðherra til hamingju. „Útgjaldahliðin er flott en það er engin fjármögnun. Við getum ekki annað en gagnrýnt það. Ekki bara út frá þensluáhrifum heldur ekki síður ráðrúmi ríkisins til að veita þjónustu þegar fram í sækir,“ sagði Kristrún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði að ekki stæði til að fjármagna aðgerðir stjórnvalda með skattahækkunum. „Er það gert með því að auka á hallann eingöngu? Nei. Er það gert með því að hækka alls konar skatta á sömu hópa og voru að ná saman í kjaraviðræðum til næstu fjögurra ára? Nei. Er hægt að fara í aðgerðir til að spara í kerfinu? Já,“ sagði fjármálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra.Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði engan fyrirsjáanleika í aðgerðum stjórnvalda. „Síðan er blaðamannafundur núna við að kynna kjarasamningana og ekki talað skýrt um það hvernig ríkissjóður ætlar að fjármagna sína aðkomu. Það er svona uml um að það eigi að beita aðhald í ríkisrekstri. Hugsanlega fara í sameiningar. Þessi ríkisstjórn hefur enga afrekaskrá þegar kemur að aðhaldi í ríkisrekstri,“ sagði Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikla ánægju ríkja í samfélaginu með þá kjarasamninga sem gerðir hefðu verið. Það væri helst að óánægju gætti hjá stjórnarandstöðunni. „Hvernig ætlum við að fjármagna þetta? Við munum kynna fjármálaáætlun þar sem gert er ráð fyrir þessu. Við höfum talað algerlega skýrt. Þetta er okkar forgangsmál. Það er okkar forgangsmál að skapa hér forsendur til að unt verði að draga úr verðbólgu og að vextir verði lækkaðir,“ sagði forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Arnar Útlendingamál í ólestri En það var rætt um fleira í Alþingi í dag. Inga Sæland formaður Flokks fólksins stóð fyrir sérstakri umræðu um fíkniefnavanda þar sem heilbrigðisráðherra var til svara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði hins vegar dómsmálaráðherra um útlendingamálin út frá meintri óstjórn í þeim málaflokki. Nú boðaði ráðherra enn eitt frumvarpið um útlendingamál þegar nýbúið væri að kynna einhvers konar heildaráætlun stjórnvalda í útlendingamálum. „Kostulegt plagg sem var þó kynnt með pompi og prakt á blaðamannafundi og snérist nú aðallega um að rekja óskalista Vinstri grænna um hvernig mætti auka þjónustu við hælisleitendur og auka aðdráttarafl landsins í þeim efnum auk hefðbundinnar froðu. En rétt í lokin var getið um að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að klára nýtt lítið útlendingamál,“ sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Arnar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði undarlegt að formaður Miðflokksins gagnrýndi að loks væri búið að móta heildarstefnu í útlendingamálum. „Það er oft og iðulega sem gerðir eru fyrirvarar við stjórnarfrumvörp í þinglegri meðferð. Ég hef ekki áhyggjur af því að félagar mínir í Vinstri grænum muni ekki standa við þá vinnu sem þau hafa lagt heilmikla vinnu í. Ásamt Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í þessari heildarsýn sem kynnt var hér fyrir nokkrum vikum síðan,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. 8. mars 2024 11:04 „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar óskaði verkalýðshreyfingunni til hamingju með samningana og fagnaði áherslu á strerkari tilfærlukerfi. Hún gæti hins vegar varla óskað ríkisstjórninni og fjármálaráðherra til hamingju. „Útgjaldahliðin er flott en það er engin fjármögnun. Við getum ekki annað en gagnrýnt það. Ekki bara út frá þensluáhrifum heldur ekki síður ráðrúmi ríkisins til að veita þjónustu þegar fram í sækir,“ sagði Kristrún. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði að ekki stæði til að fjármagna aðgerðir stjórnvalda með skattahækkunum. „Er það gert með því að auka á hallann eingöngu? Nei. Er það gert með því að hækka alls konar skatta á sömu hópa og voru að ná saman í kjaraviðræðum til næstu fjögurra ára? Nei. Er hægt að fara í aðgerðir til að spara í kerfinu? Já,“ sagði fjármálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra.Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði engan fyrirsjáanleika í aðgerðum stjórnvalda. „Síðan er blaðamannafundur núna við að kynna kjarasamningana og ekki talað skýrt um það hvernig ríkissjóður ætlar að fjármagna sína aðkomu. Það er svona uml um að það eigi að beita aðhald í ríkisrekstri. Hugsanlega fara í sameiningar. Þessi ríkisstjórn hefur enga afrekaskrá þegar kemur að aðhaldi í ríkisrekstri,“ sagði Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikla ánægju ríkja í samfélaginu með þá kjarasamninga sem gerðir hefðu verið. Það væri helst að óánægju gætti hjá stjórnarandstöðunni. „Hvernig ætlum við að fjármagna þetta? Við munum kynna fjármálaáætlun þar sem gert er ráð fyrir þessu. Við höfum talað algerlega skýrt. Þetta er okkar forgangsmál. Það er okkar forgangsmál að skapa hér forsendur til að unt verði að draga úr verðbólgu og að vextir verði lækkaðir,“ sagði forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Arnar Útlendingamál í ólestri En það var rætt um fleira í Alþingi í dag. Inga Sæland formaður Flokks fólksins stóð fyrir sérstakri umræðu um fíkniefnavanda þar sem heilbrigðisráðherra var til svara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði hins vegar dómsmálaráðherra um útlendingamálin út frá meintri óstjórn í þeim málaflokki. Nú boðaði ráðherra enn eitt frumvarpið um útlendingamál þegar nýbúið væri að kynna einhvers konar heildaráætlun stjórnvalda í útlendingamálum. „Kostulegt plagg sem var þó kynnt með pompi og prakt á blaðamannafundi og snérist nú aðallega um að rekja óskalista Vinstri grænna um hvernig mætti auka þjónustu við hælisleitendur og auka aðdráttarafl landsins í þeim efnum auk hefðbundinnar froðu. En rétt í lokin var getið um að Sjálfstæðisflokkurinn fengi að klára nýtt lítið útlendingamál,“ sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Arnar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði undarlegt að formaður Miðflokksins gagnrýndi að loks væri búið að móta heildarstefnu í útlendingamálum. „Það er oft og iðulega sem gerðir eru fyrirvarar við stjórnarfrumvörp í þinglegri meðferð. Ég hef ekki áhyggjur af því að félagar mínir í Vinstri grænum muni ekki standa við þá vinnu sem þau hafa lagt heilmikla vinnu í. Ásamt Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í þessari heildarsýn sem kynnt var hér fyrir nokkrum vikum síðan,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm
Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. 8. mars 2024 11:04 „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01
Eins og verið sé að bæta kjör örvhentra umfram rétthentra Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi. 8. mars 2024 11:04
„Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50