Innlit inn í furðuhúsið sem gleypti Grillið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2024 08:01 Húsið hefur vakið athygli vegfarenda, enda staðið í marga mánuði ofan á Hótel Sögu. Furðulegt hús, sem risið hefur ofan á Hótel Sögu í stað Grillsins sögufræga, er aðeins til bráðabirgða. Inni í húsinu er verið að endurreisa Grillið í upprunalegri mynd eftir að miklar skemmdir komu í ljós á byggingunni sem fyrir var. Hið einkennilega mannvirki hefur vakið furðu margra sem átt hafa leið um Haga og Mela í Vesturbæ Reykjavíkur síðustu mánuði. Séð frá jörðu niðri er byggingin töluvert frábrugðin Grillinu sem áður trónaði á toppi hótelsins; hún er umfangsmeiri og að því er virðist með hefðbundnu, hallandi þaki. Og vegfarendur hafa velt því fyrir sér hvort húsið sé komið til að vera. Þeir áhyggjufyllstu hafa meira að segja sent fyrirspurnir þess efnis til Háskóla Íslands, sem stendur að framkvæmdunum á Sögu. En þeir þurfa ekki að örvænta. Mannvirkið er aðeins til bráðabirgða, eins og við komumst að í fréttum Stöðvar 2 hér fyrir ofan. Og inni í húsinu er staðið í stórræðum. „Hér er verið að endurreisa Grillið, byggja það í raun og veru upp á nýtt því það komu í ljós of miklar skemmdir á því sem húsi sem hér var. Þannig að það er í rauninni búið að byggja litið hús utan um þessar framkvæmdir. Og þetta mun vera í eitt af fyrstu skiptum sem þetta er gert hér á landi,“ útskýrir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Grillið er auðvitað sögufrægt, ekki síst fyrir þær sakir að vera sögusvið einnar eftirminnilegustu senu íslenskrar kvikmyndasögu, sem einmitt er rifjuð upp í innslaginu hér fyrir ofan. Og nú, tuttugu og fjórum árum eftir að þeir Palli, Óli og Viktor snæddu eins og fínir menn á Grillinu í Englum alheimsins, undirbýr háskólinn innreið sína. 250 milljóna verk Ríkið keypti stærstan hluta Hótel Sögu undir starfsemi Háskóla Íslands árið 2021. Þá var lagt upp með að kostnaður við hlut háskólans yrði 6,5 milljarðar króna. Samkvæmt svari háskólans við fyrirspurn fréttastofu verður heildarkostnaður þegar yfir lýkur þó líklegast um átta milljarðar króna, þegar tekið er mið af verðlagsþróun. Framkvæmdum var auk þess bætt við sem ekki voru í upphaflegri áætlun. Eins og áður segir reyndist Grillið í skelfilegu ásigkomulagi. Fyrir lá að kostað hefði 100 milljónir króna að einungis rífa það og fjarlægja. Ákveðið var að ráðast í enduruppbyggingu, sem áætlað er að muni kosta 250 milljónir króna. Rýmið er hugsað sem vettvangur fyrir viðburði á vegum skólans en verði einnig opið fyrir almenningi að þó nokkru leyti. „Og hér verður veitingaþjónusta í einhverju formi, ekki alveg búið að neglfesta það nákvæmlega. En [við sjáum fyrir okkur] að hér verði líf í húsinu og að hérna geti fólk komið,“ segir Kolbrún. Þá er hugmyndin að bæði ytra og innra byrði Grillsins verði í sem upprunalegastri mynd; ef til vill í anda þessarar teikningar hönnuðarins Lothars Grund sem á heiðurinn af upprunalegu útliti Sögu. Lothar Grund sá Grillið fyrir sér svona. Glæsilegt, lítið Háskólatorg Framkvæmdir á neðri hæðum Hótel Sögu standa einnig sem hæst. Þar er verið að útbúa fjölbreytta kennsluaðstöðu fyrir menntavísindasvið HÍ, sem telur um þrjú þúsund nemendur og tvö hundruð starfsmenn. „Menntavísindasvið byrjar að flytja inn um mitt þetta ár og vonandi raungerast flutningar að fullu í lok ársins. Við erum að færa starfsemina úr Stakkahlíð í þetta glæsilega hús. Og það sem er búið að vera að gera er bara umbreyting. Við flytjum allar kennaramenntunardeildir hingað og þá fjölþættu starfsemi sem við stöndum fyrir,“ segir Kolbrún sviðsforseti spennt. „Svo verður neðsta hæðin glæsilegt, lítið Háskólatorg í raun og veru. Þarna verður veitingaaðstaða, kaffihús og við viljum hafa líf í húsinu. Þetta verður áfram hús Reykvíkinga og í raun íslensks samfélags.“ Háskólar Byggingariðnaður Skóla - og menntamál Reykjavík Húsavernd Hótel á Íslandi Salan á Hótel Sögu Veitingastaðir Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Hið einkennilega mannvirki hefur vakið furðu margra sem átt hafa leið um Haga og Mela í Vesturbæ Reykjavíkur síðustu mánuði. Séð frá jörðu niðri er byggingin töluvert frábrugðin Grillinu sem áður trónaði á toppi hótelsins; hún er umfangsmeiri og að því er virðist með hefðbundnu, hallandi þaki. Og vegfarendur hafa velt því fyrir sér hvort húsið sé komið til að vera. Þeir áhyggjufyllstu hafa meira að segja sent fyrirspurnir þess efnis til Háskóla Íslands, sem stendur að framkvæmdunum á Sögu. En þeir þurfa ekki að örvænta. Mannvirkið er aðeins til bráðabirgða, eins og við komumst að í fréttum Stöðvar 2 hér fyrir ofan. Og inni í húsinu er staðið í stórræðum. „Hér er verið að endurreisa Grillið, byggja það í raun og veru upp á nýtt því það komu í ljós of miklar skemmdir á því sem húsi sem hér var. Þannig að það er í rauninni búið að byggja litið hús utan um þessar framkvæmdir. Og þetta mun vera í eitt af fyrstu skiptum sem þetta er gert hér á landi,“ útskýrir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Grillið er auðvitað sögufrægt, ekki síst fyrir þær sakir að vera sögusvið einnar eftirminnilegustu senu íslenskrar kvikmyndasögu, sem einmitt er rifjuð upp í innslaginu hér fyrir ofan. Og nú, tuttugu og fjórum árum eftir að þeir Palli, Óli og Viktor snæddu eins og fínir menn á Grillinu í Englum alheimsins, undirbýr háskólinn innreið sína. 250 milljóna verk Ríkið keypti stærstan hluta Hótel Sögu undir starfsemi Háskóla Íslands árið 2021. Þá var lagt upp með að kostnaður við hlut háskólans yrði 6,5 milljarðar króna. Samkvæmt svari háskólans við fyrirspurn fréttastofu verður heildarkostnaður þegar yfir lýkur þó líklegast um átta milljarðar króna, þegar tekið er mið af verðlagsþróun. Framkvæmdum var auk þess bætt við sem ekki voru í upphaflegri áætlun. Eins og áður segir reyndist Grillið í skelfilegu ásigkomulagi. Fyrir lá að kostað hefði 100 milljónir króna að einungis rífa það og fjarlægja. Ákveðið var að ráðast í enduruppbyggingu, sem áætlað er að muni kosta 250 milljónir króna. Rýmið er hugsað sem vettvangur fyrir viðburði á vegum skólans en verði einnig opið fyrir almenningi að þó nokkru leyti. „Og hér verður veitingaþjónusta í einhverju formi, ekki alveg búið að neglfesta það nákvæmlega. En [við sjáum fyrir okkur] að hér verði líf í húsinu og að hérna geti fólk komið,“ segir Kolbrún. Þá er hugmyndin að bæði ytra og innra byrði Grillsins verði í sem upprunalegastri mynd; ef til vill í anda þessarar teikningar hönnuðarins Lothars Grund sem á heiðurinn af upprunalegu útliti Sögu. Lothar Grund sá Grillið fyrir sér svona. Glæsilegt, lítið Háskólatorg Framkvæmdir á neðri hæðum Hótel Sögu standa einnig sem hæst. Þar er verið að útbúa fjölbreytta kennsluaðstöðu fyrir menntavísindasvið HÍ, sem telur um þrjú þúsund nemendur og tvö hundruð starfsmenn. „Menntavísindasvið byrjar að flytja inn um mitt þetta ár og vonandi raungerast flutningar að fullu í lok ársins. Við erum að færa starfsemina úr Stakkahlíð í þetta glæsilega hús. Og það sem er búið að vera að gera er bara umbreyting. Við flytjum allar kennaramenntunardeildir hingað og þá fjölþættu starfsemi sem við stöndum fyrir,“ segir Kolbrún sviðsforseti spennt. „Svo verður neðsta hæðin glæsilegt, lítið Háskólatorg í raun og veru. Þarna verður veitingaaðstaða, kaffihús og við viljum hafa líf í húsinu. Þetta verður áfram hús Reykvíkinga og í raun íslensks samfélags.“
Háskólar Byggingariðnaður Skóla - og menntamál Reykjavík Húsavernd Hótel á Íslandi Salan á Hótel Sögu Veitingastaðir Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira