„Ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. mars 2024 17:51 Sigríður Margrét gæddi sér á vöfflum eins og hefð er fyrir þegar samningar nást í Karphúsinu. vísir/ívar fannar Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist bæði stolt og þakklát eftir að undirritun kjarasamninga lauk í Karphúsinu í dag. Búið sé að leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Viðræður við VR hefjast í næstu viku. Í dag skrifuðu fagfélögin svokölluðu undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni. „Við erum hér komin með langtíma kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Við erum bara ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag,“ sagði Sigíður Margrét í samtali við fréttastofu að lokinni undirritun samninga í Karphúsinu í dag. Með samningsundirritun er búið að semja við stóra hópa, bæði fagfélög og breiðfylkingu. Sigríður og bætir við að um mikil tímamót sé að ræða, samningarnir séu afar mikilvægir. „Það má segja að þessir stóru hópar hafi lagt upp með launastefnunni sem við munum síðan vinna eftir. Það hefur verið þannig í gegnum þessar viðræður, að öll stóru félögin komu að þeim. Við erum með þessi sameiginlegu markmið og þessir samningar eru til þess fallnir að verðbólga geti minnkað, svo það séu sköpuð skilyrði fyrir því að stýrivextir geti lækkað. Það er lykilatriði fyrir fólk og fyrirtæki hérlendis.“ Spurð út í stöðu stéttarfélagsins VR, sem sleit sig frá viðræðunum, segir Sigríður: „Viðræðurnar við VR fara af stað af fullum krafti á mánudaginn, það er þannig að VR hefur þegar tekið þátt í þessum viðræðum. Við höfum verið að semja núna formlega frá 28. desember og óformlega frá því í nóvember. Stóran hluta af þeim tíma var VR við samningaborðið. Þetta upplegg er því líka í samráði við VR.“ Sigríður segir lítið hafa skilið á milli VR og annarra samningsaðila. „Það snerist fyrst og fremst um forsenduákvæði, núna erum við búin að ganga frá þessum stóru málum og ég bara treysti því að viðræðurnar gangi vel í næstu viku. Það er búið að marka stefnu og leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Þetta er bara risastórt verkefni og við höfum allan tímann verið sammála um þessi helstu markmið.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Í dag skrifuðu fagfélögin svokölluðu undir langtímasamning við Samtök atvinnulífsins. Til fagfélaganna teljast Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís, VM og Grafía. Samningurinn er til fjögurra ára og byggir á sömu forsendum og langtímasamningar breiðfylkingar Eflingar, Samiðnar og SGS sem náðust fyrr í vikunni. „Við erum hér komin með langtíma kjarasamning sem getur byggt undir efnahagslegan stöðugleika. Við erum bara ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag,“ sagði Sigíður Margrét í samtali við fréttastofu að lokinni undirritun samninga í Karphúsinu í dag. Með samningsundirritun er búið að semja við stóra hópa, bæði fagfélög og breiðfylkingu. Sigríður og bætir við að um mikil tímamót sé að ræða, samningarnir séu afar mikilvægir. „Það má segja að þessir stóru hópar hafi lagt upp með launastefnunni sem við munum síðan vinna eftir. Það hefur verið þannig í gegnum þessar viðræður, að öll stóru félögin komu að þeim. Við erum með þessi sameiginlegu markmið og þessir samningar eru til þess fallnir að verðbólga geti minnkað, svo það séu sköpuð skilyrði fyrir því að stýrivextir geti lækkað. Það er lykilatriði fyrir fólk og fyrirtæki hérlendis.“ Spurð út í stöðu stéttarfélagsins VR, sem sleit sig frá viðræðunum, segir Sigríður: „Viðræðurnar við VR fara af stað af fullum krafti á mánudaginn, það er þannig að VR hefur þegar tekið þátt í þessum viðræðum. Við höfum verið að semja núna formlega frá 28. desember og óformlega frá því í nóvember. Stóran hluta af þeim tíma var VR við samningaborðið. Þetta upplegg er því líka í samráði við VR.“ Sigríður segir lítið hafa skilið á milli VR og annarra samningsaðila. „Það snerist fyrst og fremst um forsenduákvæði, núna erum við búin að ganga frá þessum stóru málum og ég bara treysti því að viðræðurnar gangi vel í næstu viku. Það er búið að marka stefnu og leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Þetta er bara risastórt verkefni og við höfum allan tímann verið sammála um þessi helstu markmið.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira