Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2024 21:01 Snorri Jakobsson greinandi segir nýundirritaða kjarasamninga hafa verið skynsamlega. Hann hefur trú á að markið samninganna náist. Vísir/Ívar Fannar Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. Breiðfylking stéttarfélaga skrifaði undir hófsaman tímamótasamning við Samtök atvinnulífsins á fimmtudag eftir tæplega þriggja mánaða viðræður. Fagfélögin fylgdu á hæla stóru félaganna og skrifuðu undir í gær. Með þessu er búið að semja við stóra hópa og er talið líklegt að aðrir kjarasamningar, sem gera á með vorinu, muni byggja á þessum grunni. Greinandi segir samningana skynsamlega. „Miklu meiri launahækkanir hefðu einfaldlega komið fram í gengisveikingu, eins og staðan er í dag. Ísland er ekki sérstaklega samkeppnishæft, verðlagið hér í erlendum gjaldmiðlum er mjög hátt svo samkeppnisstaða landsins er ekkert rosalega góð,“ segir Snorri Jakobsson, greinandi og eigandi Jakobsson Capital. Hann segir aðgerðapakka stjórnvalda, sem meðal annars felur í sér vilyrði fyrir uppbyggingu þúsund íbúða á næstu fjórum árum, vonandi munu snúa við þeirri þróun sem varð á fasteignamarkaði í kjölfar heimsfaraldurs Covid, þegar eftirspurn var mikil en framboð fylgdi ekki. „Það var vandi fyrir á fasteignamarkaði á Íslandi, það var ekki nægt húsnæði. Til að draga niður kostnað við uppihald hjá almenningi skiptir miklu máli að koma með mikið af fasteignumog kannski halda fasteignaverði niðri,“ segir Snorri. Samningarnir muni létta undir með mörgum fyrirtækjum en óvíst sé hvort þeir dugi til. „Hjá öðrum er staðan bara orðin slæm. Gjaldþrotum mun fjölga á næstu tólf til átján mánuðum og uppsögnum.“ Markmiðum samninganna verði líklega náð. „Ef þú ert að horfa til heildarinnar eru þetta góðir samningar fyrir heildina. Ef þú gerir samninga sem eru góðir fyrir heildina en ekki einstaka hópa, þar sem menn eru að skara eld að sinni köku þá eru mjög miklar líkur á því að vextir muni lækka og verðbólga minnka.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. 10. mars 2024 13:46 „Ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist bæði stolt og þakklát eftir að undirritun kjarasamninga lauk í Karphúsinu í dag. Búið sé að leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Viðræður við VR hefjast í næstu viku. 9. mars 2024 17:51 „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Breiðfylking stéttarfélaga skrifaði undir hófsaman tímamótasamning við Samtök atvinnulífsins á fimmtudag eftir tæplega þriggja mánaða viðræður. Fagfélögin fylgdu á hæla stóru félaganna og skrifuðu undir í gær. Með þessu er búið að semja við stóra hópa og er talið líklegt að aðrir kjarasamningar, sem gera á með vorinu, muni byggja á þessum grunni. Greinandi segir samningana skynsamlega. „Miklu meiri launahækkanir hefðu einfaldlega komið fram í gengisveikingu, eins og staðan er í dag. Ísland er ekki sérstaklega samkeppnishæft, verðlagið hér í erlendum gjaldmiðlum er mjög hátt svo samkeppnisstaða landsins er ekkert rosalega góð,“ segir Snorri Jakobsson, greinandi og eigandi Jakobsson Capital. Hann segir aðgerðapakka stjórnvalda, sem meðal annars felur í sér vilyrði fyrir uppbyggingu þúsund íbúða á næstu fjórum árum, vonandi munu snúa við þeirri þróun sem varð á fasteignamarkaði í kjölfar heimsfaraldurs Covid, þegar eftirspurn var mikil en framboð fylgdi ekki. „Það var vandi fyrir á fasteignamarkaði á Íslandi, það var ekki nægt húsnæði. Til að draga niður kostnað við uppihald hjá almenningi skiptir miklu máli að koma með mikið af fasteignumog kannski halda fasteignaverði niðri,“ segir Snorri. Samningarnir muni létta undir með mörgum fyrirtækjum en óvíst sé hvort þeir dugi til. „Hjá öðrum er staðan bara orðin slæm. Gjaldþrotum mun fjölga á næstu tólf til átján mánuðum og uppsögnum.“ Markmiðum samninganna verði líklega náð. „Ef þú ert að horfa til heildarinnar eru þetta góðir samningar fyrir heildina. Ef þú gerir samninga sem eru góðir fyrir heildina en ekki einstaka hópa, þar sem menn eru að skara eld að sinni köku þá eru mjög miklar líkur á því að vextir muni lækka og verðbólga minnka.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. 10. mars 2024 13:46 „Ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist bæði stolt og þakklát eftir að undirritun kjarasamninga lauk í Karphúsinu í dag. Búið sé að leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Viðræður við VR hefjast í næstu viku. 9. mars 2024 17:51 „Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Rætt um 80 milljarða: „Mér finnst það ekki sanngjörn leið“ Nýir kjarasamningar eru kostnaðarsamir og kalla á aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þetta segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. Honum hugnast ekki flatar skattahækkanir enda myndu þær draga úr þeim kjarabótum sem aðilar á vinnumarkaði voru að fá í gegn í nýjum samningum. 10. mars 2024 13:46
„Ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist bæði stolt og þakklát eftir að undirritun kjarasamninga lauk í Karphúsinu í dag. Búið sé að leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Viðræður við VR hefjast í næstu viku. 9. mars 2024 17:51
„Það sem vantar í þessa samninga eru varnir fyrir launafólk“ „Það er auðvitað margt mjög jákvætt sem kom í aðgerðapakka stjórnvalda og ég vil nú byrja á því að óska félögum mínum í Starfsgreinasambandinu, Eflingu og Samiðn innilega til hamingju með nýja kjarasamninginn.“ 8. mars 2024 09:50