Tveir þrettán ára drengir lentu í snjóflóði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. mars 2024 17:20 Svona voru aðstæður við skíðasvæðið í Stafdal á laugardaginn. Skíðasvæðið í Stafdal Tveir þrettán ára drengir urðu fyrir snjóflóði á skíðasvæðinu í Stafdal í Seyðisfirði á laugardag. Annar þeirra missti meðvitund og lá grafinn í flóðinu í tuttugu mínútur, en hinn barst niður með flóðinu. RÚV greindi fyrst frá. Vísir hafði samband við Júlíus Brynjarsson föður drengsins sem lenti undir flóðinu. Hann segir að drengirnir hafi verið að skíða um svæðið allan daginn. Sonur hans hafi hringt og sagst ætla að fara eina ferð enn, en verið var að loka svæðinu. Júlíus segist hafa komið að svæðinu um fjögur og svipast um eftir syni sínum, en móðir hins drengsins hafi einnig verið þar. Þau sáu svo einhvern vera að brasa eitthvað í brekkunni, og annan á leiðinni upp brekkuna með skóflur. Þau áttuðu sig fljótlega á stöðunni. Snjóflóð fallið „Þá fæ ég það staðfest að það er fallið snjóflóð. Það er þarna skófla við lyftuskálann og ég fæ hana lánaða og fer bara á staðinn. Svo eru minningarnar svolítið óljósar,“ segir Júlíus. Varðandi tildrög flóðsins segir Júlíus að sonur hans hafi farið fyrr af stað niður brekkuna, misst af sér annað skíðið og stoppað í brekkunni. Þá hafi flóðið farið af stað og sonur hans orðið undir. Umfangsmikil leit Júlíus segir að leitin hafi staðið yfir í um tuttugu mínútur. Leitarhópurinn hafi orðið stærri eftir því sem leið á leitina. Vinurinn hafi hringt á neyðarlínuna um leið og flóðið féll og byrjað undireins að grafa eftir vini sínum. Ekki leið á löngu þar til viðbragðsaðilar voru mættir á vettvang með leitarstöng og annan búnað. „Fyrst finnum við eitt skíði, og fljótlega grefur vinur hans niður á hann og kallar. Þá voru liðnar kannski um tuttugu mínútur,“ segir Júlíus. Fljótlega eftir að þau losuðu drenginn vaknaði hann og virtist heill heilsu. Hann mundi eftir því að hafa lent undir flóðinu og legið pikkfastur en hafði svo misst meðvitund. Júlíus segir þetta auðvitað hafa verið gríðarlegt áfall fyrir drengina, en þeir beri sig vel. Þeir hafi sloppið mjög vel og hafi eiginlega alveg sloppið við líkamlegt tjón. Þeir hafi fengið áfallahjálp, og þeir hafi komið fljótt til og séu brattir í dag. Allt viðbragð til fyrirmyndar Júlíus kveðst vera gríðarlega ánægður með þá sem komu þarna fljótt að og hjálpuðu til við þetta. Þetta hafi verið stuttur tími og menn hafi lagt mikið á sig þessar mínútur. Viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang og öll vinnubrögð til fyrirmyndar. Skíðað um vinsælt gil utan brautar Drengirnir höfðu verið að renna sér um gil um fimmtíu metrum frá lyftunni. Gilið er ekki skíðabraut en samt sem áður vinsæl leið meðal þeirra sem þekkja svæðið. Júlíus segist hafa farið um þúsund ferðir þar um í bernsku sinni og drengirnir hafi verið í þriðju ferð sinni um gilið þann daginn. Júlíus segir ekkert við reglur eða skipulag skíðasvæðisins að athuga. Skíðasvæði Múlaþing Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá. Vísir hafði samband við Júlíus Brynjarsson föður drengsins sem lenti undir flóðinu. Hann segir að drengirnir hafi verið að skíða um svæðið allan daginn. Sonur hans hafi hringt og sagst ætla að fara eina ferð enn, en verið var að loka svæðinu. Júlíus segist hafa komið að svæðinu um fjögur og svipast um eftir syni sínum, en móðir hins drengsins hafi einnig verið þar. Þau sáu svo einhvern vera að brasa eitthvað í brekkunni, og annan á leiðinni upp brekkuna með skóflur. Þau áttuðu sig fljótlega á stöðunni. Snjóflóð fallið „Þá fæ ég það staðfest að það er fallið snjóflóð. Það er þarna skófla við lyftuskálann og ég fæ hana lánaða og fer bara á staðinn. Svo eru minningarnar svolítið óljósar,“ segir Júlíus. Varðandi tildrög flóðsins segir Júlíus að sonur hans hafi farið fyrr af stað niður brekkuna, misst af sér annað skíðið og stoppað í brekkunni. Þá hafi flóðið farið af stað og sonur hans orðið undir. Umfangsmikil leit Júlíus segir að leitin hafi staðið yfir í um tuttugu mínútur. Leitarhópurinn hafi orðið stærri eftir því sem leið á leitina. Vinurinn hafi hringt á neyðarlínuna um leið og flóðið féll og byrjað undireins að grafa eftir vini sínum. Ekki leið á löngu þar til viðbragðsaðilar voru mættir á vettvang með leitarstöng og annan búnað. „Fyrst finnum við eitt skíði, og fljótlega grefur vinur hans niður á hann og kallar. Þá voru liðnar kannski um tuttugu mínútur,“ segir Júlíus. Fljótlega eftir að þau losuðu drenginn vaknaði hann og virtist heill heilsu. Hann mundi eftir því að hafa lent undir flóðinu og legið pikkfastur en hafði svo misst meðvitund. Júlíus segir þetta auðvitað hafa verið gríðarlegt áfall fyrir drengina, en þeir beri sig vel. Þeir hafi sloppið mjög vel og hafi eiginlega alveg sloppið við líkamlegt tjón. Þeir hafi fengið áfallahjálp, og þeir hafi komið fljótt til og séu brattir í dag. Allt viðbragð til fyrirmyndar Júlíus kveðst vera gríðarlega ánægður með þá sem komu þarna fljótt að og hjálpuðu til við þetta. Þetta hafi verið stuttur tími og menn hafi lagt mikið á sig þessar mínútur. Viðbragðsaðilar hafi verið fljótir á vettvang og öll vinnubrögð til fyrirmyndar. Skíðað um vinsælt gil utan brautar Drengirnir höfðu verið að renna sér um gil um fimmtíu metrum frá lyftunni. Gilið er ekki skíðabraut en samt sem áður vinsæl leið meðal þeirra sem þekkja svæðið. Júlíus segist hafa farið um þúsund ferðir þar um í bernsku sinni og drengirnir hafi verið í þriðju ferð sinni um gilið þann daginn. Júlíus segir ekkert við reglur eða skipulag skíðasvæðisins að athuga.
Skíðasvæði Múlaþing Snjóflóð á Íslandi Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira