Innlent

Háskóladagurinn í dag

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Háskólarnir opna dyr sínar í dag.
Háskólarnir opna dyr sínar í dag. Vísir/Vilhelm

Háskóladagurinn er í dag. Þá munu allir háskólar landsins kynna nám sitt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. 400 námsleiðir verða kynntar á þessum degi milli klukkan 12 og 15.

Háskóladagurinn er samstarfsverkefni allra háskóla á landinu. Fram kemur að hann sé ómissandi fyrir þá sem hyggi á háskólanám enda sé þar á ferðinni frábært tækifæri til að spjalla við vísindamenn, kennara og nemendur um allt sem viðkemur mögulegu námi í framtíðinni.

Eru öll áhugasöm hvött til að mæta og kynna sér námsframboð og þjónustu háskólanna. Dagskrá dagsins má finna á vef dagsins auk vefsíðna háskólanna. 

Háskólar landsins verða með kynningu í Háskóla Íslands, aðalbyggingu hans, Háskólatorgi, Grósku og Öskju og einnig í Háskólanum í Reykjavík og í Listaháskólanum í Laugarnesi.

Háskólarnir sem kynna nám í dag eru: Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×